Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2021 11:30 RÚV-arar fagna afsökunarbeiðninni frá Samherja en ... fnnst hún heldur loðin. Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. „Kannski hefði þessi afsökunarbeiðni verið betri ef það væri skýrara hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Afsökunarbeiðni Samherja sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins í gær hefur vakið talsverða athygli. Hún kemur í kjölfar þess að greint var frá bollaleggingum hinnar svokölluðu skæruliðadeildar fyrirtækisins; Þorbjörns Þórðarsonar PR-ráðgjafa Samherja, Örnu Bryndísi McClure lögfræðingi Samherja og Páli Steingrímssyni skipsstjóra Samherja og meintum pistlahöfundi. Hver er að biðjast afsökunar? Samherjamenn hafa alfarið hafnað því að veita RÚV viðtal eftir að frægur Kveiksþáttur um starfsemi Samherja í Namibíu birtist fyrir um tæpum tveimur árum. En hafa þess í stað ráðist í herferð sem miðar að því að gera fréttaflutning Ríkisútvarpsins og fleiri miðla ótrúverðugan. Heiðar Örn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni í gær, segir að með afsökunarbeiðninni kveði við nýja tón úr þeirri áttinni, sem sé gott og vonandi verði framhald þar á. En það er eitt og annað í afsökunarbeiðninni sem vefst fyrir RÚV-urum og reyndar ýmsum öðrum sem hafa tjáð sig um afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum. „Í fyrsta lagi er ekki mjög skýrt hver er að biðjast afsökunar. Það er enginn skrifaður fyrir þessari afsökunarbeiðni - einungis sagt að Samherji vilji biðjast afsökunar á framgöngu ótilgreindra stjórnenda fyrirtækisins. Hvers vegna eru það ekki stjórnendurnir sjálfir sem biðjast afsökunar á framgöngu sinni?“ spyr varafréttastjórinn. Á hverju er verið að biðjast afsökunar? Í öðru lagi liggur ekki ljóst fyrir á hverju er verið að biðjast afsökunar, eins og Heiðar Örn fer yfir: „Þar segir eingöngu að það sé ljóst að of langt hafi verið gengið í harkalegum viðbrögðum við „neikvæðri umfjöllun“ og á þeirri framgöngu vilji fyrirtækið biðjast afsökunar. Hvaða harkalegu viðbrögð er átt við? Eru það myndböndin sem framleidd voru þar sem fréttamenn Kveiks voru meðal annars sakaðir um að falsa skjöl til stuðnings umfjöllun sinni? Eru tilraunir til að hafa af fjölmiðlafólki æruna? Er það „spæjarinn“ sem elti Helga Seljan á röndum, sat fyrir honum á kaffihúsi og sendi ógnandi sms? Eru það njósnir um aðra fjölmiðlamenn og listamenn? Er það kannski allt þetta eða eitthvað annað sem ekki hefur komið fram í opinberri umræðu?“ Hvern er verið að biðja afsökunar? Og í þriðja lagi, segir Heiðar Örn, er ekki skýrt hvern er verið að biðja afsökunar sem af sjálfu leiðir, meðan ekki liggur fyrir á hverju er verið að biðjast afsökunar á: „Er verið að biðja Helga Seljan afsökunar? Eða allan almenning? Eða kannski bara starfsfólk Samherja?“ Heiðar Örn segir að kannski hefði afsökunarbeiðnin verið betri ef skýrara væri hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur ekki viljað veita RÚV viðtal í kjölfar afsökunarbeiðninnar. Helgi Seljan vonar, í samtali við fréttastofu RÚV, að orðum Samherja fylgi efndir, vonar að um sé að ræða einlæga afsökunarbeiðni og að fyrirtækið ætli að breyta um kúrs; taki upp eðlileg samskipti við fjölmiðla. „Þá á ég við að þeir svari hreint og undanbragðalaust og upplýsi um þessi atriði sem við erum búin að vera á höttunum eftir í eitt og hálft ár.“ Helgi segir að fyrir liggi atburðir á þessu einu og hálfa ári sem afsökunarbeiðnin slái ekki striki yfir. Hann hafi ekki fengið persónulega afsökunarbeiðni frá Samherja og tekur ekki þessa afsökunarbeiðni til sín prívat og persónulega. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Kannski hefði þessi afsökunarbeiðni verið betri ef það væri skýrara hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Afsökunarbeiðni Samherja sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins í gær hefur vakið talsverða athygli. Hún kemur í kjölfar þess að greint var frá bollaleggingum hinnar svokölluðu skæruliðadeildar fyrirtækisins; Þorbjörns Þórðarsonar PR-ráðgjafa Samherja, Örnu Bryndísi McClure lögfræðingi Samherja og Páli Steingrímssyni skipsstjóra Samherja og meintum pistlahöfundi. Hver er að biðjast afsökunar? Samherjamenn hafa alfarið hafnað því að veita RÚV viðtal eftir að frægur Kveiksþáttur um starfsemi Samherja í Namibíu birtist fyrir um tæpum tveimur árum. En hafa þess í stað ráðist í herferð sem miðar að því að gera fréttaflutning Ríkisútvarpsins og fleiri miðla ótrúverðugan. Heiðar Örn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni í gær, segir að með afsökunarbeiðninni kveði við nýja tón úr þeirri áttinni, sem sé gott og vonandi verði framhald þar á. En það er eitt og annað í afsökunarbeiðninni sem vefst fyrir RÚV-urum og reyndar ýmsum öðrum sem hafa tjáð sig um afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum. „Í fyrsta lagi er ekki mjög skýrt hver er að biðjast afsökunar. Það er enginn skrifaður fyrir þessari afsökunarbeiðni - einungis sagt að Samherji vilji biðjast afsökunar á framgöngu ótilgreindra stjórnenda fyrirtækisins. Hvers vegna eru það ekki stjórnendurnir sjálfir sem biðjast afsökunar á framgöngu sinni?“ spyr varafréttastjórinn. Á hverju er verið að biðjast afsökunar? Í öðru lagi liggur ekki ljóst fyrir á hverju er verið að biðjast afsökunar, eins og Heiðar Örn fer yfir: „Þar segir eingöngu að það sé ljóst að of langt hafi verið gengið í harkalegum viðbrögðum við „neikvæðri umfjöllun“ og á þeirri framgöngu vilji fyrirtækið biðjast afsökunar. Hvaða harkalegu viðbrögð er átt við? Eru það myndböndin sem framleidd voru þar sem fréttamenn Kveiks voru meðal annars sakaðir um að falsa skjöl til stuðnings umfjöllun sinni? Eru tilraunir til að hafa af fjölmiðlafólki æruna? Er það „spæjarinn“ sem elti Helga Seljan á röndum, sat fyrir honum á kaffihúsi og sendi ógnandi sms? Eru það njósnir um aðra fjölmiðlamenn og listamenn? Er það kannski allt þetta eða eitthvað annað sem ekki hefur komið fram í opinberri umræðu?“ Hvern er verið að biðja afsökunar? Og í þriðja lagi, segir Heiðar Örn, er ekki skýrt hvern er verið að biðja afsökunar sem af sjálfu leiðir, meðan ekki liggur fyrir á hverju er verið að biðjast afsökunar á: „Er verið að biðja Helga Seljan afsökunar? Eða allan almenning? Eða kannski bara starfsfólk Samherja?“ Heiðar Örn segir að kannski hefði afsökunarbeiðnin verið betri ef skýrara væri hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur ekki viljað veita RÚV viðtal í kjölfar afsökunarbeiðninnar. Helgi Seljan vonar, í samtali við fréttastofu RÚV, að orðum Samherja fylgi efndir, vonar að um sé að ræða einlæga afsökunarbeiðni og að fyrirtækið ætli að breyta um kúrs; taki upp eðlileg samskipti við fjölmiðla. „Þá á ég við að þeir svari hreint og undanbragðalaust og upplýsi um þessi atriði sem við erum búin að vera á höttunum eftir í eitt og hálft ár.“ Helgi segir að fyrir liggi atburðir á þessu einu og hálfa ári sem afsökunarbeiðnin slái ekki striki yfir. Hann hafi ekki fengið persónulega afsökunarbeiðni frá Samherja og tekur ekki þessa afsökunarbeiðni til sín prívat og persónulega.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06