Fundu nýtt afbrigði veirunnar í Víetnam Sylvía Hall skrifar 30. maí 2021 10:24 Nýja afbrigðið sem hefur greinst í Víetnam er sagt nokkurs konar blanda af því breska og indverska. AP/Hau Dinh Nýtt afbrigði kórónuveirunnar greindist í Víetnam sem er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þetta staðfesti heilbrigðisráðherra landsins á laugardag eftir að nokkrir nýsmitaðir reyndust vera með afbrigðið. Frá þessu er greint á vef AP þar sem segir að hið nýja afbrigði sé nokkurs konar blanda af því indverska og breska sem hafa náð að dreifa sér til fleiri landa. Breska afbrigðið olli miklum usla í Evrópu undir lok síðasta árs en nýverið hefur það indverska verið að greinast í auknum mæli. Heilbrigðisráðherrann Nguyen Thanh Long segir nýja afbrigðið mögulega ástæðuna fyrir fjölgun smita, en það hefur nú greinst í þrjátíu sveitarfélögum og héruðum í landinu. Ekki er þó vitað til þess að það hafi greinst í öðrum löndum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skrásett fjögur afbrigði veirunnar á heimsvísu sem áhyggjuefni; það breska, indverska, suðurafríska og brasilíska. Bólusetningar eru hafnar í Víetnam, en þó ekki jafn langt á veg komnar og víða í Evrópu og Bandaríkjunum.AP/Aaron Favila Baráttan við kórónuveiruna í Víetnam hefur gengið vel hingað til samanborið við aðrar þjóðir. Í byrjun maí höfðu aðeins 3.100 greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins og 35 dauðsföll verið skrásett, en hátt í hundrað milljónir eru búsettar í landinu. Undanfarnar vikur hefur þó smitum fjölgað umtalsvert þar sem 3.500 hafa greinst með veiruna og tólf hafa látist. Í ljósi stöðunnar hefur verið lagt bann við trúarsamkomum í Víetnam og í stórborgum hafa yfirvöld sett á samkomubann með tilheyrandi lokunum og fjöldatakmörkunum. Bólusetningar eru hafnar í landinu með bóluefni AstraZeneca og ein milljón verið bólusett. Yfirvöld tryggðu í síðustu viku 30 milljónir skammta frá framleiðandanum Pfizer og er von á þeim á þriðja og fjórða ársfjórðungi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víetnam Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Frá þessu er greint á vef AP þar sem segir að hið nýja afbrigði sé nokkurs konar blanda af því indverska og breska sem hafa náð að dreifa sér til fleiri landa. Breska afbrigðið olli miklum usla í Evrópu undir lok síðasta árs en nýverið hefur það indverska verið að greinast í auknum mæli. Heilbrigðisráðherrann Nguyen Thanh Long segir nýja afbrigðið mögulega ástæðuna fyrir fjölgun smita, en það hefur nú greinst í þrjátíu sveitarfélögum og héruðum í landinu. Ekki er þó vitað til þess að það hafi greinst í öðrum löndum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skrásett fjögur afbrigði veirunnar á heimsvísu sem áhyggjuefni; það breska, indverska, suðurafríska og brasilíska. Bólusetningar eru hafnar í Víetnam, en þó ekki jafn langt á veg komnar og víða í Evrópu og Bandaríkjunum.AP/Aaron Favila Baráttan við kórónuveiruna í Víetnam hefur gengið vel hingað til samanborið við aðrar þjóðir. Í byrjun maí höfðu aðeins 3.100 greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins og 35 dauðsföll verið skrásett, en hátt í hundrað milljónir eru búsettar í landinu. Undanfarnar vikur hefur þó smitum fjölgað umtalsvert þar sem 3.500 hafa greinst með veiruna og tólf hafa látist. Í ljósi stöðunnar hefur verið lagt bann við trúarsamkomum í Víetnam og í stórborgum hafa yfirvöld sett á samkomubann með tilheyrandi lokunum og fjöldatakmörkunum. Bólusetningar eru hafnar í landinu með bóluefni AstraZeneca og ein milljón verið bólusett. Yfirvöld tryggðu í síðustu viku 30 milljónir skammta frá framleiðandanum Pfizer og er von á þeim á þriðja og fjórða ársfjórðungi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víetnam Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira