Jeep Wrangler Rubicon 4XE PHEV - Reffilegur jeppi sem gaman er að keyra Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. maí 2021 07:01 Jeep Wrangler 4XE PHEV. ÍsBand frumsýndi í gær nýjan Jeep Wrangler Rubicon í tengiltvinnútgáfu. Um er að ræða raunverulegan jeppa með raundrægni upp á 30 km á rafmagninu eingöngu. Ofanritaður tók einn bíl til kostanna á dögunum. Útlit Wrangler hefur einstakt útlit sem hefur að miklu leyti ekki breyst síðan Wrangler kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1986. Það er því erfitt að segja mikið um útlitið, annað en að ofanritaður er hrifinn. Aksturseiginleikar Það fer ekkert á milli mála að um jeppa er að ræða, eiginlega með stóru joði. Hátt og lágt fjórhjóladrif, læsingar og alvöru hásingar. Það er skemmtilegt að finna hvað hann er raunverulega þægilegur í akstri, reynsluakstur fór fram á möl og malbiki, þegar mölin var temmilega þétt þá sveif hann skemmilega yfir. Hann virkar fínt í innanbæjarsnatti og er léttur og lipur þegar skotist er frá A til B. Það er til að mynda afar þægilegt að leggja honum í stæði. Hann er ekki eins stór og hann lítur út fyrir að vera. Hann getur því verið notaður í snatt meira en hann virðist geta við fyrstu sýn. Jeep Wrangler 4XE. Notagildi Notagildi í þessu samhengi samanstendur af því hversu góður ferða og ævintýrabíll og hvað það er sem hann getur sem jeppi. Þegar kemur að jeppa hlið málsins er lítið annað að segja en að hann virkar á mölinni. Hins vegar er erfitt að prófa það mikið meira en það án þess að gera sér ferð í Þórsmörk eða annað slíkt. Farangursrýmið er nokkuð gott, sérstaklega ef búið er að fella niður aftursætin þá er plássið nokkuð gott. Að því gefnu að einungis tveir einstaklingar ætli að vera að ferðast á bílnum. Það er fátt sem stoppar Wrangler þegar kemur að áfangastöðum. Hann kemst um það bil allt sem þú vilt komast og með mikið af þeim farangri sem þú vildir hafa með þér. Innra rými Hann er flottur að innan, hann ber þess merki að vera jeppi. Hann er einnig þeim hæfileikum gæddur að hægt er að taka toppinn af og það er hægt að taka hluta af toppnum af og hann allan ef sá gállinn er á fólki. Afþreyingarkerfið er frekar einfalt í notkun og virkar sem slíkt. Það eru engar krúsidúllur á ferðinni enda grjótharður jeppi. Jeep Wrangler 4XE í hleðslu. Drægni og eyðsla Verandi tengiltvinnbíll þá er hann þeim eiginleikum gæddur að geta ekið einungis á rafmagni. Wrangler 4XE kemst um 30 km á rafmagninu einu. Hann notaður um 10,9 lítra af bensíni á hundrað kílómetrum, sem fyrir fjórhjóladrifinn jeppa sem var ekki ekið í sparakastri við prófanir er ekki slæmt. Verð og samantekt Hinn goðsagna kenndi Wrangler byrjar í 9.490.000kr. og kemur í tveimur útgáfum. Sú dýrari kostar 10.490.000kr. Að þessu sögðu eru ÍsBand svo með í boði breyttar útgáfur sem kosta meira og eru enn reffilegri. Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent
Útlit Wrangler hefur einstakt útlit sem hefur að miklu leyti ekki breyst síðan Wrangler kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1986. Það er því erfitt að segja mikið um útlitið, annað en að ofanritaður er hrifinn. Aksturseiginleikar Það fer ekkert á milli mála að um jeppa er að ræða, eiginlega með stóru joði. Hátt og lágt fjórhjóladrif, læsingar og alvöru hásingar. Það er skemmtilegt að finna hvað hann er raunverulega þægilegur í akstri, reynsluakstur fór fram á möl og malbiki, þegar mölin var temmilega þétt þá sveif hann skemmilega yfir. Hann virkar fínt í innanbæjarsnatti og er léttur og lipur þegar skotist er frá A til B. Það er til að mynda afar þægilegt að leggja honum í stæði. Hann er ekki eins stór og hann lítur út fyrir að vera. Hann getur því verið notaður í snatt meira en hann virðist geta við fyrstu sýn. Jeep Wrangler 4XE. Notagildi Notagildi í þessu samhengi samanstendur af því hversu góður ferða og ævintýrabíll og hvað það er sem hann getur sem jeppi. Þegar kemur að jeppa hlið málsins er lítið annað að segja en að hann virkar á mölinni. Hins vegar er erfitt að prófa það mikið meira en það án þess að gera sér ferð í Þórsmörk eða annað slíkt. Farangursrýmið er nokkuð gott, sérstaklega ef búið er að fella niður aftursætin þá er plássið nokkuð gott. Að því gefnu að einungis tveir einstaklingar ætli að vera að ferðast á bílnum. Það er fátt sem stoppar Wrangler þegar kemur að áfangastöðum. Hann kemst um það bil allt sem þú vilt komast og með mikið af þeim farangri sem þú vildir hafa með þér. Innra rými Hann er flottur að innan, hann ber þess merki að vera jeppi. Hann er einnig þeim hæfileikum gæddur að hægt er að taka toppinn af og það er hægt að taka hluta af toppnum af og hann allan ef sá gállinn er á fólki. Afþreyingarkerfið er frekar einfalt í notkun og virkar sem slíkt. Það eru engar krúsidúllur á ferðinni enda grjótharður jeppi. Jeep Wrangler 4XE í hleðslu. Drægni og eyðsla Verandi tengiltvinnbíll þá er hann þeim eiginleikum gæddur að geta ekið einungis á rafmagni. Wrangler 4XE kemst um 30 km á rafmagninu einu. Hann notaður um 10,9 lítra af bensíni á hundrað kílómetrum, sem fyrir fjórhjóladrifinn jeppa sem var ekki ekið í sparakastri við prófanir er ekki slæmt. Verð og samantekt Hinn goðsagna kenndi Wrangler byrjar í 9.490.000kr. og kemur í tveimur útgáfum. Sú dýrari kostar 10.490.000kr. Að þessu sögðu eru ÍsBand svo með í boði breyttar útgáfur sem kosta meira og eru enn reffilegri.
Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent