Innlent

Trampolín og hjólhýsi valda tjóni

Kjartan Kjartansson skrifar
Hvasst er nú á suðvestanverðu landinu. Myndin er úr safni.
Hvasst er nú á suðvestanverðu landinu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Mikið hefur verið um að trampolín fjúki og valdi tjóni í hvassviðrinu sem gerir nú á suðvesturhorni landsins. Þá hafa verið nokkuð um að hjólhýsi fjúki úr stað og valdi tjóni.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunarsveitir hafi sinnt um fimmtíu verkefnum á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan 17:30 í dag. Gul veðurviðvörun er í gildi við Faxaflóa, á Suðurlandi og á miðhálendinu fram á morgun.

Hann segir að björgunarsveitarfólki finnist óvenjumikið um það nú að hjólhýsi og ferðavagnar fari af stað í rokinu og valdi töluverðu tjóni.

Í færslu á Facebook-síðu Landsbjargar í kvöld er fólk hvatt til að huga að lausamunum og hjólhýsum því vindur eigi ekki að ganga niður fyrr en upp úr miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×