Sport

Dúi Þór: Ég veit að ég er góður í körfubolta

Andri Már Eggertsson skrifar
Dúi Þór átti afar góðan leik
Dúi Þór átti afar góðan leik Vísir/Vilhelm

Dúi Þór Jónsson átti draumaleik í kvöld á móti Grindavík. Dúi var stigahæsti leikmaður Stjörnunnar með 19 stig og var afar sáttur með að vera búinn að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit.

„Við mættum tilbúnari til leiks heldur en Grindavík, við vissum að allt væri undir í kvöld. Við vorum meðvitaðir um það að við þurftum að girða okkur í brók eftir seinasta leik í Grindavík sem sýndi sig hvernig við byrjuðum leikinn," sagði Dúi sáttur með leikinn.

„Seinasti leikur sat í okkur. Það var planið í kvöld að mæta dýrvitlausir til leiks sem við gerðum og vorum við mjög fastir fyrir allan leikinn sem var gaman að sjá."

Stjarnan sýndi enginn veikleikamerki út allan leikinn. Þó þeir voru meira en 20 stigum yfir slökuðu þeir hvergi á sem voru skýr skilaboð frá Arnari þjálfara Stjörnunnar.

„Skilaboðin frá Arnari í hálfleik voru þau að halda áfram þó við værum með gott forskot. Við ætuluðum að keyra yfir þá frekar en að fara verja forskotið sem mér fannst við gera vel út allan leikinn."

Dúi Þór var sáttur með sinn leik í dag hann hefur verið að fá fleiri mínútur eftir að Mirza meiddist og skilaði hann 19 stigum í kvöld.

„Ég veit að ég er góður í körfubolta. Eftir að Mirza meiddist vissi ég að það var komið að mér að stíga upp sem mér fannst ég gera í kvöld," sagði Dúi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×