Umfjöllun og viðtöl: HK - Leiknir 2-1| HK-ingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu

Andri Már Eggertsson skrifar
visir-img
vísir/vilhelm

HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir kom í heimsókn í Kórinn í kvöld. HK átti rosalegan kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu tvö mörk á stuttum tíma sem dugði í 2-1 sigri. 

Það var mikið undir í Kórnum í kvöld. HK var í leit af sínum fyrsta sigri tímabilsins á meðan Leiknir höfðu verið á miklu flugi og voru hátt uppi eftir að hafa unnið FH í síðasta leik.

Leikurinn fór rólega af stað. Leiknir voru betri aðilinn til að byrja með, þeir ógnuðu meira en HK, Leiknir átti nokkrar ágætis marktilraunir en Arnar Freyr stóð vaktina vel í marki HK.

Síðustu 15 mínútur fyrri hálfleiks voru síðan HK allsráðandi á vellinum sem skilaði þeim vítaspyrnu og tveimur mörkum.

Jón Arnar Barðdal kom HK í forystu eftir að Guy Smit varði skot Birnis út í teiginn þar sem Jón Arnar var fyrstur að átta sig á hlutunum og kom boltanum í netið af stuttu færi.

Leiknir ætlaði sín að freista gæfunnar í skyndisókn eftir hornspyrnu HK en Ívar Örn Jónsson vann boltann kom honum á Birni Snæ sem réðist á vörn Leiknis þrumaði síðan boltanum í fjær hornið rétt fyrir utan teig og heimamenn 2-0 yfir.

Andartaki síðar felldi Brynjar Hlöðversson Jón Arnar Barðdal hægra megin í teignum og Ívar Orri Kristjánsson flautaði vítaspyrnu.

Stefán Ljubicic fór á vítapunktinn og klikkaði á sínu öðru víti á tímabilinu. HK voru 2-0 yfir eftir bráð fjörugan fyrri hálfleik.

Leiknir voru sprækari aðilinn til að byrja með í síðari hálfleik. HK fengu þó tækifæri til að gera út um leikinn þar sem aukaspyrna Ívars bjó til mikinn usla inn í teig Leiknis en að lokum fór skot Stefán Ljubicic í varnarmann og aftur fyrir.

Skömmu síðar minnkaði Leiknir muninn Daníel Finns átti fyrirgjöf úr aukaspyrnu þar sem Brynjar Hlöðversson fór lenti í samstuði við Arnar Frey markmann HK, boltinn barst þar til Sævar Atla sem minnkaði muninn í 2-1.

Arnar Freyr Ólafsson var æfur út í Ívar Orra Kristjánsson dómara leiksins fyrir að flauta ekki aukaspyrnu á Brynjar.

Leiknir fór hátt á völlinn og reyndu hvað þeir gátu til að koma inn jöfnunarmarki en HK spilaði þétta vörn og gáfu fá færi á sig og á endanum unnu þeir leikinn 2-1.

Af hverju vann HK?

Frábær fimmtán mínútna kafli í fyrri hálfleik hjá HK sá til þess að þeir gerðu tvö mörk sem dugði til sigur.

Leiknir fengu fleiri færi í leiknum en vörn HK var mjög vel skipulögð í kvöld sem gestirnir voru í miklum erfiðleikum með að brjóta niður.

Hverjir stóðu upp úr?

Jón Arnar Barðdal var maður leiksins í kvöld. Jón Arnar kom inn í liðið eftir að hafa verið meiddur í síðasta leik. Jón gerði fyrsta mark leiksins ásamt því að fiska víti sem HK brenndi af. 

Arnar Freyr Ólafsson átti sinn besta leik á tímabilinu. Arnar var örruggur í sínum aðgerðum og varði vel þegar það reyndi á hann. Arnar fannst brotið á sér í marki Leiknis og hafði þar helling til síns máls.

Hvað gekk illa?

Það slökknaði á öllum ljósum í Leiknis liðinu síðasta korterið í fyrri hálfleik. Þeir voru ekki vakandi þegar Guy Smit varði boltann út í teiginn sem endaði með marki frá Jóni. 

Í öðru marki HK töpuðu Leiknir klaufalega boltanum og á endanum fékk Birnir Snær að fara í uppáhalds stöðuna sína óáreyttur. 

Það hefur oft verið samnefnari á milli þess að Brynjar Hlöðversson spili vel og þá ná Leiknir úrslitum. Í kvöld átti Brynjar ekki sinn besta dag. Hann bæði gaf víti ásamt því að vera almennt í litlum takt þegar HK fengu sín færi. 

Valgeir Valgeirsson hefur ekki fundið sig eftir að hann kom heim frá Brentford. Hann ógnaði lítið í dag og virðist vanta allt sjálfstraust í hann.

Stefán Ljubicic hefur verið í vandræðum með að skora á vítapunktinum hann klikkaði á sínu öðru víti á tímabilinu í kvöld. 

Hvað gerist næst?

Næst á dagskrá er kærkomið landsleikjahlé fyrir liðin. HK mætir Keflavík á HS Orku vellinum þann 13. júní klukkan 19:15.

Leiknir fær KR á Domusnovavöllinn 14. júní og hefst leikurinn klukkan 19:15.

Það er erfitt að lenda undir á móti HK í Kórnum

Sigurður Höskuldsson fannst hans menn vera klaufar á köflumVísir/Hulda

Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var svekktur með að fara inn í landsleikjapásuna með tap á bakinu.

„HK vinnur leikinn vegna þess að við vorum klaufar á köflum. Við áttum í erfiðleikum með stóra maninn þeirra Stefán Ljubicic."

„Mér fannst við vera betri aðilinn fram að þessum klaufalega kafla okkar í fyrri hálfleik. Við gerðum mistök í báðum mörkunum sem HK nýtti sér vel." 

Leiknir minnkaði muninn í 2-1 en nær komust þeir ekki og vantaði þó nokkuð upp á svo boltinn færi yfir línuna.

„Það vantaði bara að koma boltanum í markið. Við herjuðum á þá í seinni hálfleik, þeir eru góðir að verjast og það er erfitt að lenda undir á móti HK inni í Kórnum sem kunna það vel að verja forskot." 

Sigurður Höskuldsson er sáttur með uppskeruna eftir þétt prógram í maí mánuði. Leiknir hefur safnað 8 stigum í 7 leikum. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira