Umfjöllun og viðtöl: Mexíkó - Ísland 2-1 | Hirving Lozano hetja Mexíkó Andri Már Eggertsson skrifar 30. maí 2021 03:30 Birkir Már skoraði mark Íslands í leiknum. KSÍ Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 2-1 fyrir Mexíkó er liðin mættust í vináttulandsleik í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands snemma leiks en Mexíkó svaraði með tveimur mörkum frá Hirvng Lozano í síðari hálfleik. Our boys warming up. MEX vs ISL getting closer now. Atmosphere in the @ATTStadium will be electric. pic.twitter.com/qeZ1oJwbjb— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021 Leikurinn fór rólega af stað. Mexíkó hélt mikið boltanum vel líkt og búast mátt við fyrir leikinn. Ísland gerði vel í byrjun leiks að vinna boltann ofarlega á vellinum. Þaðan reyndi Kolbeinn Sigþórsson að þræða boltann á Ísak Bergmann Jóhannesson sem stakk sér inn fyrir vörn Mexíkó. Farið var harkalega í Ísak Bergmann en því miður sá dómari leiksins ekkert athugavert við það sem var klárlega brot og sleppti því að flauta. Það dró til tíðinda þegar stundarfjórðungur var liðinn. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson átti þá góða sendingu á Birki Má sem var hægra megin í teig Mexíkó. Birkir Már kom boltanum yfir á vinstir fótinn og lét vaða á markið - þaðan fór boltinn í Edson Álvarez, varnarmann Mexíkó, og í netið. Staðan orðin 1-0 Íslandi í vil. And ..... that was a goal. 🇮🇸⚽️👇 pic.twitter.com/0pLgENtu1u— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021 Eftir að Ísland komst yfir tók Mexíkó öll völd á vellinum og lyfti sér enn ofar en þeir höfðu gert áður í leit að jöfnunarmarkinu. Varnarleikur Íslands var hins vegar upp á tíu framan af leik og komst Mexíkó aldrei í ákjósanleg skot færi. Þá var Rúnar Alex Rúnarsson afar öruggur í marki Íslands í fyrri hálfleik. Gerði hann vel í að sópa upp sendingar sem komu inn fyrir vörnina ásamt því að taka fyrirgjafir þegar þess þurfti. Staðan var því enn 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Mexíkó hélt áfram að gera atlögu að marki Íslands í seinni hálfleik. Þeir fengu dauðafæri til að jafna leikinn þegar Hörður Ingi Gunnarsson sofnaði á verðinum og fékk boltann í sig sem datt fyrir Héctor Moreno en Rúnar Alex gerði vel í að verja skot hans af stuttu færi. Eina færi Íslands í seinni hálfleik kom þegar Kolbeinn renndi boltanum á Andra Fannar Baldursson sem slapp einn inn fyrir en Alfredo Talavera gerði vel í markinu. Kom út á móti Andra Fannari og varði skot hans. Hirving Lozano kom svo inn á sem varamaður þegar rúmlega klukkustund var liðin af leiknum og átti hann eftir að breyta gangi mála. Lozano jafnaði metin þegar Brynjar Ingi Bjarnason tapaði boltanum klaufalega á miðsvæðinu. Leiddi það til þess að Hjörtur Hermannsson fékk tvo leikmenn Mexíkó á fullri ferð á sig - Diego Lainze renndi knettinum á Lozano sem jafnaði metin. Mexíkó hélt síðan áfram að pressa íslenska liðið og komst yfir skömmu eftir að liðið jafnaði metin í 1-1. Aftur var Lozano á ferðinni, nú eftir laglegan undirbúning Héctor Herrera sem tók skæri til að komast framhjá Rúnari Þór Sigurgeirssyni sem var nýkominn inná sem varamaður. Herrera gaf síðan fyrir markið og Lozano stangaði knöttinn í netið. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins en lítið gerðist eftir markið. Hard fought game in Dallas, congrats on the result to @miseleccionmxEN, best of luck in your upcoming matches. pic.twitter.com/9FaPGmiyT2— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021 Af hverju vann Mexíkó? Mexíkó var betra liðið og fór leikurinn nær eingöngu fram á vallarhelmingi Íslands enda Mexíkó mun meir ameð boltann. Það er svo sem ekkert nýtt og gekk íslenska liðinu vel framan af leik að halda Mexíkó í skefjum. Innkoma Lozano gerði gæfumuninn en í kjölfarið fóru þeir grænu að ógna marki Íslands mun meira og gerðu tvö mörk sem gerðu út um leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Lozano var án efa maður leiksins enda umturnaðist leikurinn við innkomu hans. Fram að því hafði varnarleikur Íslands verið frábær. Þar fór Birkir Már fremstur í flokki en Vindurinn - eins og hann er oft kallaður - minnti heldur betur á sig í leiknum. Ekki nóg með að hann stóð vaktina með prýði í vörninni þá skoraði hann einnig mark Íslands í leiknum. Bæði Rúnar Alex og Brynjar Ingi voru frábærir framan af leik. Rúnar Alex var vel á verði í markinu, þá var líkt og Brynjar Ingi og Hjörtur hefðu spilað saman í hjarta varnarinnar í fleiri ár en þeir náðu einkar vel saman. Hvað gekk illa? Bæði mörk Mexíkó komu eftir klaufaleg mistök íslenska liðsins. Í fyrsta markinu tapaði Brynjar Ingi boltanum klaufalega sem varð til þess að allt opnaðist í vörninni. Þá var varnarleikurinn ekki upp a marga fiska í síðara markinu og mögulega hefði Rúnar Alex átt að koma út í fyrirgjöfina. Hvað gerist næst? Næsti leikur Íslands er á móti Færeyjum á Tórsvelli næsta föstudag klukkan 18:45. "Frábært að sjá hvað menn voru tilbúnir að leggja í þennan leik" sagði Hjörtur Hermannsson eftir vináttuleik Íslands og Mexíkó í Dallas á laugardagskvöld. pic.twitter.com/uhoAYnAmkx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021 HM 2022 í Katar Fótbolti
Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 2-1 fyrir Mexíkó er liðin mættust í vináttulandsleik í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands snemma leiks en Mexíkó svaraði með tveimur mörkum frá Hirvng Lozano í síðari hálfleik. Our boys warming up. MEX vs ISL getting closer now. Atmosphere in the @ATTStadium will be electric. pic.twitter.com/qeZ1oJwbjb— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021 Leikurinn fór rólega af stað. Mexíkó hélt mikið boltanum vel líkt og búast mátt við fyrir leikinn. Ísland gerði vel í byrjun leiks að vinna boltann ofarlega á vellinum. Þaðan reyndi Kolbeinn Sigþórsson að þræða boltann á Ísak Bergmann Jóhannesson sem stakk sér inn fyrir vörn Mexíkó. Farið var harkalega í Ísak Bergmann en því miður sá dómari leiksins ekkert athugavert við það sem var klárlega brot og sleppti því að flauta. Það dró til tíðinda þegar stundarfjórðungur var liðinn. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson átti þá góða sendingu á Birki Má sem var hægra megin í teig Mexíkó. Birkir Már kom boltanum yfir á vinstir fótinn og lét vaða á markið - þaðan fór boltinn í Edson Álvarez, varnarmann Mexíkó, og í netið. Staðan orðin 1-0 Íslandi í vil. And ..... that was a goal. 🇮🇸⚽️👇 pic.twitter.com/0pLgENtu1u— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021 Eftir að Ísland komst yfir tók Mexíkó öll völd á vellinum og lyfti sér enn ofar en þeir höfðu gert áður í leit að jöfnunarmarkinu. Varnarleikur Íslands var hins vegar upp á tíu framan af leik og komst Mexíkó aldrei í ákjósanleg skot færi. Þá var Rúnar Alex Rúnarsson afar öruggur í marki Íslands í fyrri hálfleik. Gerði hann vel í að sópa upp sendingar sem komu inn fyrir vörnina ásamt því að taka fyrirgjafir þegar þess þurfti. Staðan var því enn 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Mexíkó hélt áfram að gera atlögu að marki Íslands í seinni hálfleik. Þeir fengu dauðafæri til að jafna leikinn þegar Hörður Ingi Gunnarsson sofnaði á verðinum og fékk boltann í sig sem datt fyrir Héctor Moreno en Rúnar Alex gerði vel í að verja skot hans af stuttu færi. Eina færi Íslands í seinni hálfleik kom þegar Kolbeinn renndi boltanum á Andra Fannar Baldursson sem slapp einn inn fyrir en Alfredo Talavera gerði vel í markinu. Kom út á móti Andra Fannari og varði skot hans. Hirving Lozano kom svo inn á sem varamaður þegar rúmlega klukkustund var liðin af leiknum og átti hann eftir að breyta gangi mála. Lozano jafnaði metin þegar Brynjar Ingi Bjarnason tapaði boltanum klaufalega á miðsvæðinu. Leiddi það til þess að Hjörtur Hermannsson fékk tvo leikmenn Mexíkó á fullri ferð á sig - Diego Lainze renndi knettinum á Lozano sem jafnaði metin. Mexíkó hélt síðan áfram að pressa íslenska liðið og komst yfir skömmu eftir að liðið jafnaði metin í 1-1. Aftur var Lozano á ferðinni, nú eftir laglegan undirbúning Héctor Herrera sem tók skæri til að komast framhjá Rúnari Þór Sigurgeirssyni sem var nýkominn inná sem varamaður. Herrera gaf síðan fyrir markið og Lozano stangaði knöttinn í netið. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins en lítið gerðist eftir markið. Hard fought game in Dallas, congrats on the result to @miseleccionmxEN, best of luck in your upcoming matches. pic.twitter.com/9FaPGmiyT2— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021 Af hverju vann Mexíkó? Mexíkó var betra liðið og fór leikurinn nær eingöngu fram á vallarhelmingi Íslands enda Mexíkó mun meir ameð boltann. Það er svo sem ekkert nýtt og gekk íslenska liðinu vel framan af leik að halda Mexíkó í skefjum. Innkoma Lozano gerði gæfumuninn en í kjölfarið fóru þeir grænu að ógna marki Íslands mun meira og gerðu tvö mörk sem gerðu út um leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Lozano var án efa maður leiksins enda umturnaðist leikurinn við innkomu hans. Fram að því hafði varnarleikur Íslands verið frábær. Þar fór Birkir Már fremstur í flokki en Vindurinn - eins og hann er oft kallaður - minnti heldur betur á sig í leiknum. Ekki nóg með að hann stóð vaktina með prýði í vörninni þá skoraði hann einnig mark Íslands í leiknum. Bæði Rúnar Alex og Brynjar Ingi voru frábærir framan af leik. Rúnar Alex var vel á verði í markinu, þá var líkt og Brynjar Ingi og Hjörtur hefðu spilað saman í hjarta varnarinnar í fleiri ár en þeir náðu einkar vel saman. Hvað gekk illa? Bæði mörk Mexíkó komu eftir klaufaleg mistök íslenska liðsins. Í fyrsta markinu tapaði Brynjar Ingi boltanum klaufalega sem varð til þess að allt opnaðist í vörninni. Þá var varnarleikurinn ekki upp a marga fiska í síðara markinu og mögulega hefði Rúnar Alex átt að koma út í fyrirgjöfina. Hvað gerist næst? Næsti leikur Íslands er á móti Færeyjum á Tórsvelli næsta föstudag klukkan 18:45. "Frábært að sjá hvað menn voru tilbúnir að leggja í þennan leik" sagði Hjörtur Hermannsson eftir vináttuleik Íslands og Mexíkó í Dallas á laugardagskvöld. pic.twitter.com/uhoAYnAmkx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti