Jói Ásbjörns og faðir Rúriks í salnum í kvöld: „Hausinn á mér er fullur af upplýsingum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2021 11:31 Rúrik og Renata fara á sviðið í kvöld. @RURIKGISLASON Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, tekur þátt í úrslitaþættinum í þýsku útgáfunni af Allir geta dansað, Let´s Dance. Rúrik hefur verið í fjóra mánuði í Þýskalandi þar sem hann hefur verið að taka þátt í þáttunum. Rúrik dansar með Renötu Luis og hafa þau farið gjörsamlega á kostum í þættinum. Í kvöld taka þrjú pör þátt í úrslitaþættinum en Rúrik ræddi kvöldið í Brennslunni á FM957 í morgun. Rúrik og Renata hafa fimm sinnum fengið 30 stig frá dómurunum eða fullt hús stiga og þykja þau sigurstrangleg í kvöld. „Það er búið að ganga vel en ég væri alveg til í að fólk myndi sjá mig á æfingu fyrstu tvo til þrjá dagana. Það er ekki þrjátíu stiga frammistaða þá. Það gerist margt á einni viku og þegar maður er að æfa tíu tíma á dag nær maður ótrúlegum framförum. Ég kemst í keppnisskap þegar þetta er síðan í beinni útsendingu,“ segir Rúrik en samkvæmt veðbönkum er Rúrik líklegastur til þess að fara með sigur af hólmi í keppninni. Sjö tegundir „Þetta verður helvíti strembið prógram í kvöld og það getur allt gerst. Í kvöld dönsum við þrjá dansa og inni í einum af þessum þremur dönsum, dönsum við í raun þrjá dansa. Þetta eru í raun sjö tegundir í kvöld. Hausinn á mér er fullur af upplýsingum. Það er því búið að æfa svolítið mikið þessa vikuna og nú er bara að njóta og sjá hvað gerist.“ Hann segir að eftir þáttinn þarf hann að vinna í nokkrum verkefnum úti í Þýskalandi svo hann getur í raun ekki tekið sér frí eftir þetta langa ferli. „Maður verður að reyna nýta sér það að maður er búinn að vera eitthvað í sjónvarpinu hérna úti.“ Rúrik fær stuðning frá fjölskyldunni í kvöld. „Pabbi og mágur minn verða hérna í salnum í kvöld,“ segir Rúrik en mágur hans er Jóhannes Ásbjörnsson athafnarmaður. Keppnin byrjar klukkan 18:15 í kvöld að íslenskum tíma. Íslendingar erlendis Dans Brennslan Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Rúrik hefur verið í fjóra mánuði í Þýskalandi þar sem hann hefur verið að taka þátt í þáttunum. Rúrik dansar með Renötu Luis og hafa þau farið gjörsamlega á kostum í þættinum. Í kvöld taka þrjú pör þátt í úrslitaþættinum en Rúrik ræddi kvöldið í Brennslunni á FM957 í morgun. Rúrik og Renata hafa fimm sinnum fengið 30 stig frá dómurunum eða fullt hús stiga og þykja þau sigurstrangleg í kvöld. „Það er búið að ganga vel en ég væri alveg til í að fólk myndi sjá mig á æfingu fyrstu tvo til þrjá dagana. Það er ekki þrjátíu stiga frammistaða þá. Það gerist margt á einni viku og þegar maður er að æfa tíu tíma á dag nær maður ótrúlegum framförum. Ég kemst í keppnisskap þegar þetta er síðan í beinni útsendingu,“ segir Rúrik en samkvæmt veðbönkum er Rúrik líklegastur til þess að fara með sigur af hólmi í keppninni. Sjö tegundir „Þetta verður helvíti strembið prógram í kvöld og það getur allt gerst. Í kvöld dönsum við þrjá dansa og inni í einum af þessum þremur dönsum, dönsum við í raun þrjá dansa. Þetta eru í raun sjö tegundir í kvöld. Hausinn á mér er fullur af upplýsingum. Það er því búið að æfa svolítið mikið þessa vikuna og nú er bara að njóta og sjá hvað gerist.“ Hann segir að eftir þáttinn þarf hann að vinna í nokkrum verkefnum úti í Þýskalandi svo hann getur í raun ekki tekið sér frí eftir þetta langa ferli. „Maður verður að reyna nýta sér það að maður er búinn að vera eitthvað í sjónvarpinu hérna úti.“ Rúrik fær stuðning frá fjölskyldunni í kvöld. „Pabbi og mágur minn verða hérna í salnum í kvöld,“ segir Rúrik en mágur hans er Jóhannes Ásbjörnsson athafnarmaður. Keppnin byrjar klukkan 18:15 í kvöld að íslenskum tíma.
Íslendingar erlendis Dans Brennslan Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira