Nike hætti samstarfi við Neymar vegna ásakana um kynferðisofbeldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 08:30 Neymar er leikmaður Paris Saint-Germain og hefur verið lengi í hópi bestu knattspyrnumanna heims. EPA-EFE/PETER POWELL Það kom mörgum nokkuð á óvart á síðasta ári þegar brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar og bandaríski íþróttavöruframleiðandinn Nike hættu skyndilega samstarfi sínu. Nú er ástæðan komin fram í dagsljósið. The Wall Street Journal segir frá því að fimmtán ára samstarf Neymar og Nike hafi endað vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi. Starfsmaður Nike sakaði Neymar um reyna að þvinga hana til að hafa munnmök við hann á hótelherbergi í New York City þegar þau voru bæði stödd á Nike viðburði árið 2016. Breaking: Nike split with soccer star Neymar last year after the company began investigating an allegation by an employee that he had sexually assaulted her, people familiar with the matter say. He denies the allegation. https://t.co/SHqQNXOepR— The Wall Street Journal (@WSJ) May 27, 2021 Starfsmaðurinn sendi inn kvörtun árið 2018 og Nike réð utanaðkomandi lögfræðifyrirtæki til að rannsaka málið árið 2019. Nike tók jafnframt þá ákvörðun um að hætta að nota Neymar í auglýsingar og annað markaðsefni á meðan rannsókninni stóð. Fimmtán ára samstarf Nike og Neymar endaði síðan árið 2020 og hann samdi í framhaldi við þýska íþróttavöruframleiðandann Puma. Fyrirtækið segist hafa hætt samstarfi við knattspyrnustjörnuna vegna þess að hann neitaði að taka þátt í rannsókn á ásökunum starfsmannsins sem forráðamönnum Nike þóttu trúverðugar. Statement from Nike about cutting ties with soccer star Neymar: pic.twitter.com/xPoiAeR2Tp— Reggie Wade (@ReggieWade) May 28, 2021 Í frétt Wall Street Journal kom fram að Neymar átti ennþá eftir níu ár af samningi sínum við Nike þegar honum var rift. Þetta er ekki fyrsta svona mál tengt Neymar. Ung kona sakaði Neymar um nauðgun árið 2019 en hann neitaði alfarið sök í því máli málið var seinna látið niður falla. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
The Wall Street Journal segir frá því að fimmtán ára samstarf Neymar og Nike hafi endað vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi. Starfsmaður Nike sakaði Neymar um reyna að þvinga hana til að hafa munnmök við hann á hótelherbergi í New York City þegar þau voru bæði stödd á Nike viðburði árið 2016. Breaking: Nike split with soccer star Neymar last year after the company began investigating an allegation by an employee that he had sexually assaulted her, people familiar with the matter say. He denies the allegation. https://t.co/SHqQNXOepR— The Wall Street Journal (@WSJ) May 27, 2021 Starfsmaðurinn sendi inn kvörtun árið 2018 og Nike réð utanaðkomandi lögfræðifyrirtæki til að rannsaka málið árið 2019. Nike tók jafnframt þá ákvörðun um að hætta að nota Neymar í auglýsingar og annað markaðsefni á meðan rannsókninni stóð. Fimmtán ára samstarf Nike og Neymar endaði síðan árið 2020 og hann samdi í framhaldi við þýska íþróttavöruframleiðandann Puma. Fyrirtækið segist hafa hætt samstarfi við knattspyrnustjörnuna vegna þess að hann neitaði að taka þátt í rannsókn á ásökunum starfsmannsins sem forráðamönnum Nike þóttu trúverðugar. Statement from Nike about cutting ties with soccer star Neymar: pic.twitter.com/xPoiAeR2Tp— Reggie Wade (@ReggieWade) May 28, 2021 Í frétt Wall Street Journal kom fram að Neymar átti ennþá eftir níu ár af samningi sínum við Nike þegar honum var rift. Þetta er ekki fyrsta svona mál tengt Neymar. Ung kona sakaði Neymar um nauðgun árið 2019 en hann neitaði alfarið sök í því máli málið var seinna látið niður falla.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira