Veðjum á ungt fólk Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 27. maí 2021 16:30 Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum. Húsnæði eru mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur alls ekki setið auðum höndum í húsnæðismálum. Síður en svo. Á þessu kjörtímabili hefur réttarstaða leigjenda verið efld, áframhaldandi uppbygging í almenna íbúðakerfinu átt sér stað og nýtt úrræði, hlutdeildarlán, litið dagsins ljós sem gagnast sérstaklega þeim tekjulágu og við fyrstu kaup og stendur til boða um allt land. En betur má ef duga skal. Því miður er það of algengt að fólk, og þá sérstaklega ungt fólk, eigi ekki aðgang að mannsæmandi húsnæði á skikkanlegum kjörum eða greiði of háa leigu fyrir óviðunandi húsnæði. Ungt fólk hefur í auknu mæli leitast eftir því að stofna sitt heimili á landsbyggðunum og þá þarf að haldast í hendur framboð á húsnæðis ,atvinna og góð opinber þjónusta. Við Vinstri græn leggjum áherslu á að öll eigi rétt á öruggu og heilsusamlegu heimili, enda eru það mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Því verðum við að halda áfram uppbyggingu á húsnæði sem og fjölgun og eflingu húsnæðisúrræða á næsta kjörtímabili með félagslegar lausnir að leiðarljósi til að tryggja ungu fólki viðunandi húsnæði. Sú uppbygging þarf að eiga sér stað hringinn í kringum landið enda á fólk að hafa raunverulegt val um búsetu og geta stigið fyrstu skrefin á húsnæðismarkaði í heimabyggð. Þá tel ég eðlilegt að miða við að greiðslubyrði vegna húsnæðis eigi ekki að fara umfram fjórðung ráðstöfunartekna fólks líkt og miðað er við í almenna íbúðakerfinu. Námslánakerfið eflt Á þessu kjörtímabili voru gerðar góðar breytingar á lánakerfi námsmanna. Nú breytist hluti námsláns í styrk við lok náms og foreldrum býðst barnastyrkur á meðan þeir eru í námi. Þetta eru skref í rétta átt og sem við verðum að halda áfram eftir næstu kosningar. Við Vinstri græn teljum að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Það er einnig mikilvægt að tryggja framfærslu nemenda allan ársins hring og við erum tilbúin að skoða ólíkar leiðir í þeim efnum. Það skiptir miklu máli að ungt fólk geti sótt menntun nálægt sínum átthögum og stuðningskerfi námsanna þarf að styðja sérstaklega við þau sem sækja nám fjarri heimabyggð. Enda eiga öll að geta sótt nám óháð stétt og stöðu í samfélaginu. Í næstu kosningum munum við takast á um ólíka strauma, stefnur og hugmyndir. Eins og við Vinstri græn höfum sýnt á kjörtímabilinu þá erum við óhrædd við að forgangsraða fjármunum í þágu fólks og bæta þannig lífsgæði. Við viljum halda áfram á þeirri braut á næsta kjörtímabili til að byggja sterkara og réttlátara samfélag. Ég tel að við getum bætt lífskjör ungs fólks til muna með réttum áherslum og pólitískri stefnumótun, að við getum tryggt öllum mannsæmandi húsnæði á sanngjörnum kjörum og gert öllum kleift að sækja sér gjaldfrjálst nám við hæfi, óháð búsetu eða fjárhagsstöðu. Höfundur er Alþingismaður fyrir Vinstri græna og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Lilja Rafney Magnúsdóttir Félagsmál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum. Húsnæði eru mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur alls ekki setið auðum höndum í húsnæðismálum. Síður en svo. Á þessu kjörtímabili hefur réttarstaða leigjenda verið efld, áframhaldandi uppbygging í almenna íbúðakerfinu átt sér stað og nýtt úrræði, hlutdeildarlán, litið dagsins ljós sem gagnast sérstaklega þeim tekjulágu og við fyrstu kaup og stendur til boða um allt land. En betur má ef duga skal. Því miður er það of algengt að fólk, og þá sérstaklega ungt fólk, eigi ekki aðgang að mannsæmandi húsnæði á skikkanlegum kjörum eða greiði of háa leigu fyrir óviðunandi húsnæði. Ungt fólk hefur í auknu mæli leitast eftir því að stofna sitt heimili á landsbyggðunum og þá þarf að haldast í hendur framboð á húsnæðis ,atvinna og góð opinber þjónusta. Við Vinstri græn leggjum áherslu á að öll eigi rétt á öruggu og heilsusamlegu heimili, enda eru það mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Því verðum við að halda áfram uppbyggingu á húsnæði sem og fjölgun og eflingu húsnæðisúrræða á næsta kjörtímabili með félagslegar lausnir að leiðarljósi til að tryggja ungu fólki viðunandi húsnæði. Sú uppbygging þarf að eiga sér stað hringinn í kringum landið enda á fólk að hafa raunverulegt val um búsetu og geta stigið fyrstu skrefin á húsnæðismarkaði í heimabyggð. Þá tel ég eðlilegt að miða við að greiðslubyrði vegna húsnæðis eigi ekki að fara umfram fjórðung ráðstöfunartekna fólks líkt og miðað er við í almenna íbúðakerfinu. Námslánakerfið eflt Á þessu kjörtímabili voru gerðar góðar breytingar á lánakerfi námsmanna. Nú breytist hluti námsláns í styrk við lok náms og foreldrum býðst barnastyrkur á meðan þeir eru í námi. Þetta eru skref í rétta átt og sem við verðum að halda áfram eftir næstu kosningar. Við Vinstri græn teljum að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Það er einnig mikilvægt að tryggja framfærslu nemenda allan ársins hring og við erum tilbúin að skoða ólíkar leiðir í þeim efnum. Það skiptir miklu máli að ungt fólk geti sótt menntun nálægt sínum átthögum og stuðningskerfi námsanna þarf að styðja sérstaklega við þau sem sækja nám fjarri heimabyggð. Enda eiga öll að geta sótt nám óháð stétt og stöðu í samfélaginu. Í næstu kosningum munum við takast á um ólíka strauma, stefnur og hugmyndir. Eins og við Vinstri græn höfum sýnt á kjörtímabilinu þá erum við óhrædd við að forgangsraða fjármunum í þágu fólks og bæta þannig lífsgæði. Við viljum halda áfram á þeirri braut á næsta kjörtímabili til að byggja sterkara og réttlátara samfélag. Ég tel að við getum bætt lífskjör ungs fólks til muna með réttum áherslum og pólitískri stefnumótun, að við getum tryggt öllum mannsæmandi húsnæði á sanngjörnum kjörum og gert öllum kleift að sækja sér gjaldfrjálst nám við hæfi, óháð búsetu eða fjárhagsstöðu. Höfundur er Alþingismaður fyrir Vinstri græna og formaður atvinnuveganefndar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun