NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 15:00 Donovan Mitchell var flottur í endurkomu sinni í Utah Jazz liðið í nótt. Hafði misst af sextán leikjum vegna meiðsla en skoraði 25 stig á 26 mínútum. AP/Rick Bowmer Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. Eitt af óvæntustu úrslitunum úrslitakeppni NBA deildarinnar til þessa var tap toppliðs deildarinnar, Utah Jazz, á heimavelli í fyrsta leik á móti Memphis. Utah ákvað að hvíla stjörnubakvörðinn sinn Donovan Mitchell í umræddum leik. Hann hafði ekki spilað í síðustu fimmtán deildarleikjunum vegna meiðsla en þrátt fyrir að hann sjálfur vildi spila þá fékk hann ekki grænt ljós. Tap á heimavelli þýddi að nú mátti liðið alls ekki lenda 2-0 undir. Græna ljósið kom því fyrir annan leikinn í nótt þar sem Utah Jazz vann 141-129 sigur og jafnaði einvígið í 1-1 áður en liðin færa sig yfir til Memphis. Donovan Mitchell var svo sannarlega ólmur í að fá að spila í úrslitakeppninni og hann endaði með að skora 25 stig á tæpum 26 mínútum. Hann viðurkennir að spenningurinn var mikill fyrir leikinn. „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður og þurfti að reyna að finna réttu leiðina til að róa mig niður. Það er auðvelt að fara út og reyna að komast í heimahöfn í byrjun en leikirnir vinnast ekki á fyrstu fimm mínútunum,“ sagði Donovan Mitchell eftir leikinn. Hann fékk góða hjálp því Mike Conley var með 20 stig og 15 stoðsendingar og Rudy Gobert skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. „Mike var með 20 og 15 og Rudy 21 og 13. Við gerðum því mikið af góðum hlutum og það gerði mitt starf auðveldara. Ég þurfti ekki að koma inn og gera allt. Ég gat fundið réttu staðina og var grimmur að sækja þar. Ég gerði bara svona eins og ég geiri vanalega,“ sagði Mitchell. Ja Morant setti félagsmet með því að skora 47 stig fyrir Memphis Grizzlies en það dugði ekki til. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik en eins þegar Philadelphia 76ers komst í 2-0 á móti Washington Wizards og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta Hawks. Þar fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 26. maí 2021) NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Eitt af óvæntustu úrslitunum úrslitakeppni NBA deildarinnar til þessa var tap toppliðs deildarinnar, Utah Jazz, á heimavelli í fyrsta leik á móti Memphis. Utah ákvað að hvíla stjörnubakvörðinn sinn Donovan Mitchell í umræddum leik. Hann hafði ekki spilað í síðustu fimmtán deildarleikjunum vegna meiðsla en þrátt fyrir að hann sjálfur vildi spila þá fékk hann ekki grænt ljós. Tap á heimavelli þýddi að nú mátti liðið alls ekki lenda 2-0 undir. Græna ljósið kom því fyrir annan leikinn í nótt þar sem Utah Jazz vann 141-129 sigur og jafnaði einvígið í 1-1 áður en liðin færa sig yfir til Memphis. Donovan Mitchell var svo sannarlega ólmur í að fá að spila í úrslitakeppninni og hann endaði með að skora 25 stig á tæpum 26 mínútum. Hann viðurkennir að spenningurinn var mikill fyrir leikinn. „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður og þurfti að reyna að finna réttu leiðina til að róa mig niður. Það er auðvelt að fara út og reyna að komast í heimahöfn í byrjun en leikirnir vinnast ekki á fyrstu fimm mínútunum,“ sagði Donovan Mitchell eftir leikinn. Hann fékk góða hjálp því Mike Conley var með 20 stig og 15 stoðsendingar og Rudy Gobert skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. „Mike var með 20 og 15 og Rudy 21 og 13. Við gerðum því mikið af góðum hlutum og það gerði mitt starf auðveldara. Ég þurfti ekki að koma inn og gera allt. Ég gat fundið réttu staðina og var grimmur að sækja þar. Ég gerði bara svona eins og ég geiri vanalega,“ sagði Mitchell. Ja Morant setti félagsmet með því að skora 47 stig fyrir Memphis Grizzlies en það dugði ekki til. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik en eins þegar Philadelphia 76ers komst í 2-0 á móti Washington Wizards og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta Hawks. Þar fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 26. maí 2021)
NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum