Þeir fiska sem róa Helga Björg Loftsdóttir skrifar 27. maí 2021 14:31 Vel rekin útgerð getur malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni og því þarf að halda á lofti, þar gætir þú komið til sögu. Ertu að huga að námi í haust en veist ekki hvað þú vilt læra? Ég skil það vel, hafsjórinn af námsframboðinu getur orðið til þess að maður kynnir sér kannski einna helst það sem maður þekkir og veit hvað er. Sjávarútvegsfræði getur verið ein af þeim greinum sem þú hefur ekki velt fyrir þér sem valkost, en ég hvet þig til að íhuga það alvarlega. Sjávarútvegsfræði er einungis kennd við Háskólann á Akureyri og þar getur þú nælt þér í tvær gráður á aðeins fjórum árum, svona ef þú ert að huga að því að safna þeim. Árið 2016 lá leiðin í háskólanám eftir framhaldsskóla. Ég hafði sótt um þessa helstu háskóla sem að litla Ísland hefur upp á að bjóða, nema Háskólann á Akureyri. En afhverju ekki ? Jú, því fyrir mig komandi úr höfuðborginni, þá get ég sagt ykkur að Háskólinn á Akureyri lá ekki beint við og það að flytja ein hinum megin á landið var eitthvað sem ég leiddi ekki hugann að í fyrstu. Í dag er ég svo innilega þakklát fyrir það að hafa látið slag standa, stigið stórt skref út fyrir þægindarammann og skráð mig í viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri þremur dögum áður en umsóknarfresturinn rann út. Námið í HA mótaði mig ekki einungis sem manneskjan sem ég er í dag, heldur eignaðist ég fullt af yndislegum vinum til framtíðar ásamt því að stækka tengslanetið mitt gífurlega. Þú hefur tækifæri til að hoppa um borð. Eftir að hafa að hafa lesið mig til um sjávarútvegsfræði sá ég hversu mikil viðskiptafræði var líka í henni og að ég gæti því lokið tveimur BS gráðum á aðeins fjórum árum með því að bæta við mig einu ári í viðskiptafræði. Það sem að mér fannst frábært við námið var hversu æðislegir kennararnir voru og tengslin sem ég myndaði. Háskólinn á Akureyri er til fyrirmyndar hvað varðar fjarkennslu og því eru allir tímar teknir upp. Það gerði mér kleift að geta skroppið suður þegar að ég vildi kíkja í mat til mömmu, en á sama tíma gat ég ennþá sinnt náminu mínu 100% með því að vera með í tímanum á netinu eða hlustað á upptöku eftir á. Að vera í námi sem ekki er í boði annarstaðar gerði það að verkum að mikil samheldni myndaðist á milli allra í náminu. Hvort sem þú varst í fjarnámi eða nemandi á staðnum þá þekktirðu alla og allir hjálpuðust að. Ekki má gleyma öllum löngu verklegu tímunum, en samnemendur gerðu það að verkum að þeir voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum. Eftir útskrift er svo miklu meira en fiskur sem tekur á móti sjávarútvegsfræðingum. Þeir fiska svo sannarlega sem róa og tækifærin eru handan við hornið, ef þú hoppar um borð. Sjávarútvegsfræðingar starfa við fjölbreytt störf en þeir eru til dæmis framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar, starfa við fjármál og svo margt fleira. Margir reka einnig eigin fyrirtæki eða starfa erlendis. Þá starfar allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum. Að hafa klárað tvær BS gráður á fjórum árum hefur opnað endalausa möguleika fyrir mig og mæli ég eindregið með því að þú skoðir og kynnir þér alvarlega sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Höfundur er sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og sérfræðingur umhverfismála hjá Hampiðjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Sjávarútvegur Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Vel rekin útgerð getur malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni og því þarf að halda á lofti, þar gætir þú komið til sögu. Ertu að huga að námi í haust en veist ekki hvað þú vilt læra? Ég skil það vel, hafsjórinn af námsframboðinu getur orðið til þess að maður kynnir sér kannski einna helst það sem maður þekkir og veit hvað er. Sjávarútvegsfræði getur verið ein af þeim greinum sem þú hefur ekki velt fyrir þér sem valkost, en ég hvet þig til að íhuga það alvarlega. Sjávarútvegsfræði er einungis kennd við Háskólann á Akureyri og þar getur þú nælt þér í tvær gráður á aðeins fjórum árum, svona ef þú ert að huga að því að safna þeim. Árið 2016 lá leiðin í háskólanám eftir framhaldsskóla. Ég hafði sótt um þessa helstu háskóla sem að litla Ísland hefur upp á að bjóða, nema Háskólann á Akureyri. En afhverju ekki ? Jú, því fyrir mig komandi úr höfuðborginni, þá get ég sagt ykkur að Háskólinn á Akureyri lá ekki beint við og það að flytja ein hinum megin á landið var eitthvað sem ég leiddi ekki hugann að í fyrstu. Í dag er ég svo innilega þakklát fyrir það að hafa látið slag standa, stigið stórt skref út fyrir þægindarammann og skráð mig í viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri þremur dögum áður en umsóknarfresturinn rann út. Námið í HA mótaði mig ekki einungis sem manneskjan sem ég er í dag, heldur eignaðist ég fullt af yndislegum vinum til framtíðar ásamt því að stækka tengslanetið mitt gífurlega. Þú hefur tækifæri til að hoppa um borð. Eftir að hafa að hafa lesið mig til um sjávarútvegsfræði sá ég hversu mikil viðskiptafræði var líka í henni og að ég gæti því lokið tveimur BS gráðum á aðeins fjórum árum með því að bæta við mig einu ári í viðskiptafræði. Það sem að mér fannst frábært við námið var hversu æðislegir kennararnir voru og tengslin sem ég myndaði. Háskólinn á Akureyri er til fyrirmyndar hvað varðar fjarkennslu og því eru allir tímar teknir upp. Það gerði mér kleift að geta skroppið suður þegar að ég vildi kíkja í mat til mömmu, en á sama tíma gat ég ennþá sinnt náminu mínu 100% með því að vera með í tímanum á netinu eða hlustað á upptöku eftir á. Að vera í námi sem ekki er í boði annarstaðar gerði það að verkum að mikil samheldni myndaðist á milli allra í náminu. Hvort sem þú varst í fjarnámi eða nemandi á staðnum þá þekktirðu alla og allir hjálpuðust að. Ekki má gleyma öllum löngu verklegu tímunum, en samnemendur gerðu það að verkum að þeir voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum. Eftir útskrift er svo miklu meira en fiskur sem tekur á móti sjávarútvegsfræðingum. Þeir fiska svo sannarlega sem róa og tækifærin eru handan við hornið, ef þú hoppar um borð. Sjávarútvegsfræðingar starfa við fjölbreytt störf en þeir eru til dæmis framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar, starfa við fjármál og svo margt fleira. Margir reka einnig eigin fyrirtæki eða starfa erlendis. Þá starfar allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum. Að hafa klárað tvær BS gráður á fjórum árum hefur opnað endalausa möguleika fyrir mig og mæli ég eindregið með því að þú skoðir og kynnir þér alvarlega sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Höfundur er sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og sérfræðingur umhverfismála hjá Hampiðjunni.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun