Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 58-45 | Haukar byrjuðu einum leikhluta of seint Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2021 23:05 Hildur Björg Kjartansdóttir á milli systranna Söru og Bríetar Hinriksdætra. VÍSIR/BÁRA Valskonur tóku í kvöld forystu í einvíginu við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, með 58-45 sigri á Hlíðarenda í fyrsta leik. Fyrsti leikhluti var með miklum ólíkindum en Valur vann hann 18-2. Sá munur hélst meira og minna allan leikinn þó að Haukar hafi um tíma náð að koma muninum undir tíu stig í seinni hálfleik. Liðin mætast næst á Ásvöllum á sunnudagskvöld og þar verða Haukar að taka fullan þátt frá fyrstu mínútu ef hungrið er til staðar til að gera mjög gott tímabil stórkostlegt. Alyesha Lovett komst inn í sendingu Helenu Sverrisdóttur, brunaði fram völlinn og skoraði auðveldlega til að jafna metin fyrir Hauka í 2-2. Þessi karfa reyndist ótrúlegt en satt vera sú eina sem að Haukar skoruðu í öllum fyrsta leikhlutanum. Sara Rún Hinriksdóttir sækir að körfu Vals en Ásta Júlía Grímsdóttir er til varnar.VÍSIR/BÁRA Það ber auðvitað að hrósa Valsliðinu fyrir að spila hörkugóða vörn en það útskýrir ekki hvað í ósköpunum gekk á í hugum gestanna. Haukakonum gekk illa að skapa sér skotfæri og nýttu þau alls ekki, en þær fengu þó nokkur galopin sniðskot sem einhvern veginn enduðu ekki ofan í körfunni. Svona líkt og að spennan og eftirvæntingin í að hefja úrslitaeinvígið, eftir að hafa sópað Keflavík út með stæl, breyttist í óöryggi og stress sem bugaði leikmenn algjörlega eða breytti hreinlega þyngd boltans. Í raun hefði leiknum átt að vera lokið eftir þennan leikhluta. Haukar náðu hins vegar að safna vopnum sínum og sýna af hverju liðið er komið í úrslitaeinvígið. Fyrir utan fyrsta leikhluta átti liðið góðan leik en hið reynda og góða lið Vals missti samt aldrei stjórnina á gangi mála. Sara Rún Hinriksdóttir hjálpaði Haukum að éta upp muninn að einhverju leyti í þriðja leikhluta, minnka hann niður í níu stig, 42-33, með hjálp Bríetar systur sinnar, en Helena og Kiana Johnson svöruðu því í upphafi fjórða leikhluta og tóku alla spennu úr leiknum. Af hverju vann Valur? Valskonur voru reyndar smástund að koma sóknarleiknum í gang, en bara alls ekki eins lengi og Haukar. Eins og lokatölurnar bera með sér var það fyrst og fremst afar öflugur varnarleikur Vals sem skilaði sigrinum. Á löngum köflum virtist engin leið fær að körfunni fyrir Hauka sem fengu svo nánast engar þriggja stiga körfur til að bæta úr því. Hverjar stóðu upp úr? Hildur Björg Kjartansdóttir var mjög öflug á báðum endum vallarins og hún skoraði 17 stig og tók tíu fráköst. Kiana Johnson var einnig með tvöfalda tvennu, eða 19 stig og 11 fráköst en nýtti skotin sín þó alls ekki vel. Með hjálp Helenu báru þær uppi sóknarleik Vals. Hjá Haukum var Sara Rún Hinriksdóttir mjög sterk í vörninni, hrifsaði til sín fráköst og truflaði sóknarleik Vals, en hún hitti ekki nægilega vel úr skotunum sínum frekar en aðrar í Haukaliðinu. Hún skoraði þó 9 stig. Hvað gekk illa? Haukakonur minntu helst á einhverja taugahrúgu í fyrsta leikhluta og hafa vonandi hrist af sér frumsýningarskrekkinn núna. Þær þurfa meira frá Alyeshu Lovett sem skoraði reyndar 13 stig en hitti aðeins úr tveimur af 14 skotum sínum ef frá eru talin vítaskotin. Hvað gerist næst? Úrslitaeinvígið er rétt að byrja. Liðin mætast næst á Ásvöllum á sunnudagskvöld og Íslandsmeistarar verða í fyrsta lagi krýndir eftir þriðja leikinn á Hlíðarenda næsta miðvikudagskvöld. Ef þess þarf mætast liðin í fjórða leik 5. júní og oddaleik 8. júní. Bjarni: Skil ekki þennan fyrsta leikhluta „Ég skil eiginlega ekki alveg þennan fyrsta leikhluta. Við þurfum að skoða hann betur,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka. „Það kom mér rosalega í opna skjöldu hvernig við komum inn í leikinn. Valur gerði bara mjög vel, tók fast á móti okkur. Svo hittum við ekki neinu í þokkabót. En ég er ánægður með að við gáfumst ekkert upp. Það vantaði bara örlítið upp á, í byrjun fjórða leikhluta, að gera þetta að alvöru leik,“ sagði Bjarni sem benti einnig á að skotnýting Hauka hefði verið arfaslök: „Hittum við úr þristi í þessum leik? Jú, tveimur (af 19). Það hjálpar ekki,“ sagði Bjarni. En hvernig er hægt að útskýra hvernig leikmönnum tókst upp í fyrsta leikhlutanum? Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, á Hlíðarenda í kvöld.VÍSIR/BÁRA „Þetta skrifast kannski á okkur þjálfarana. Orkustigið var ekki alveg rétt. Það hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur þannig að fyrsti leikhluti var ekki í neinum takti við það sem við höfum verið að gera. En við tökum það jákvæða úr þessum leik. Varnarlega vorum við mjög grimmar eftir þetta. Við þurfum að finna aðeins betri lausnir sóknarlega, fá fleiri og opnari færi, en við verðum líka að skjóta boltanum betur en við gerðum. Þetta eru tvö flott lið. Það hefur verið talað um það í allan vetur að Valur sé liðið til að vinna og þannig er það bara. Við þurfum að eiga góðan leik í fjóra leikhluta til að vinna þær. Þær eru allt of gott lið til að gefa þeim einn leikhluta,“ sagði Bjarni. Valur Haukar Dominos-deild kvenna
Valskonur tóku í kvöld forystu í einvíginu við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, með 58-45 sigri á Hlíðarenda í fyrsta leik. Fyrsti leikhluti var með miklum ólíkindum en Valur vann hann 18-2. Sá munur hélst meira og minna allan leikinn þó að Haukar hafi um tíma náð að koma muninum undir tíu stig í seinni hálfleik. Liðin mætast næst á Ásvöllum á sunnudagskvöld og þar verða Haukar að taka fullan þátt frá fyrstu mínútu ef hungrið er til staðar til að gera mjög gott tímabil stórkostlegt. Alyesha Lovett komst inn í sendingu Helenu Sverrisdóttur, brunaði fram völlinn og skoraði auðveldlega til að jafna metin fyrir Hauka í 2-2. Þessi karfa reyndist ótrúlegt en satt vera sú eina sem að Haukar skoruðu í öllum fyrsta leikhlutanum. Sara Rún Hinriksdóttir sækir að körfu Vals en Ásta Júlía Grímsdóttir er til varnar.VÍSIR/BÁRA Það ber auðvitað að hrósa Valsliðinu fyrir að spila hörkugóða vörn en það útskýrir ekki hvað í ósköpunum gekk á í hugum gestanna. Haukakonum gekk illa að skapa sér skotfæri og nýttu þau alls ekki, en þær fengu þó nokkur galopin sniðskot sem einhvern veginn enduðu ekki ofan í körfunni. Svona líkt og að spennan og eftirvæntingin í að hefja úrslitaeinvígið, eftir að hafa sópað Keflavík út með stæl, breyttist í óöryggi og stress sem bugaði leikmenn algjörlega eða breytti hreinlega þyngd boltans. Í raun hefði leiknum átt að vera lokið eftir þennan leikhluta. Haukar náðu hins vegar að safna vopnum sínum og sýna af hverju liðið er komið í úrslitaeinvígið. Fyrir utan fyrsta leikhluta átti liðið góðan leik en hið reynda og góða lið Vals missti samt aldrei stjórnina á gangi mála. Sara Rún Hinriksdóttir hjálpaði Haukum að éta upp muninn að einhverju leyti í þriðja leikhluta, minnka hann niður í níu stig, 42-33, með hjálp Bríetar systur sinnar, en Helena og Kiana Johnson svöruðu því í upphafi fjórða leikhluta og tóku alla spennu úr leiknum. Af hverju vann Valur? Valskonur voru reyndar smástund að koma sóknarleiknum í gang, en bara alls ekki eins lengi og Haukar. Eins og lokatölurnar bera með sér var það fyrst og fremst afar öflugur varnarleikur Vals sem skilaði sigrinum. Á löngum köflum virtist engin leið fær að körfunni fyrir Hauka sem fengu svo nánast engar þriggja stiga körfur til að bæta úr því. Hverjar stóðu upp úr? Hildur Björg Kjartansdóttir var mjög öflug á báðum endum vallarins og hún skoraði 17 stig og tók tíu fráköst. Kiana Johnson var einnig með tvöfalda tvennu, eða 19 stig og 11 fráköst en nýtti skotin sín þó alls ekki vel. Með hjálp Helenu báru þær uppi sóknarleik Vals. Hjá Haukum var Sara Rún Hinriksdóttir mjög sterk í vörninni, hrifsaði til sín fráköst og truflaði sóknarleik Vals, en hún hitti ekki nægilega vel úr skotunum sínum frekar en aðrar í Haukaliðinu. Hún skoraði þó 9 stig. Hvað gekk illa? Haukakonur minntu helst á einhverja taugahrúgu í fyrsta leikhluta og hafa vonandi hrist af sér frumsýningarskrekkinn núna. Þær þurfa meira frá Alyeshu Lovett sem skoraði reyndar 13 stig en hitti aðeins úr tveimur af 14 skotum sínum ef frá eru talin vítaskotin. Hvað gerist næst? Úrslitaeinvígið er rétt að byrja. Liðin mætast næst á Ásvöllum á sunnudagskvöld og Íslandsmeistarar verða í fyrsta lagi krýndir eftir þriðja leikinn á Hlíðarenda næsta miðvikudagskvöld. Ef þess þarf mætast liðin í fjórða leik 5. júní og oddaleik 8. júní. Bjarni: Skil ekki þennan fyrsta leikhluta „Ég skil eiginlega ekki alveg þennan fyrsta leikhluta. Við þurfum að skoða hann betur,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka. „Það kom mér rosalega í opna skjöldu hvernig við komum inn í leikinn. Valur gerði bara mjög vel, tók fast á móti okkur. Svo hittum við ekki neinu í þokkabót. En ég er ánægður með að við gáfumst ekkert upp. Það vantaði bara örlítið upp á, í byrjun fjórða leikhluta, að gera þetta að alvöru leik,“ sagði Bjarni sem benti einnig á að skotnýting Hauka hefði verið arfaslök: „Hittum við úr þristi í þessum leik? Jú, tveimur (af 19). Það hjálpar ekki,“ sagði Bjarni. En hvernig er hægt að útskýra hvernig leikmönnum tókst upp í fyrsta leikhlutanum? Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, á Hlíðarenda í kvöld.VÍSIR/BÁRA „Þetta skrifast kannski á okkur þjálfarana. Orkustigið var ekki alveg rétt. Það hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur þannig að fyrsti leikhluti var ekki í neinum takti við það sem við höfum verið að gera. En við tökum það jákvæða úr þessum leik. Varnarlega vorum við mjög grimmar eftir þetta. Við þurfum að finna aðeins betri lausnir sóknarlega, fá fleiri og opnari færi, en við verðum líka að skjóta boltanum betur en við gerðum. Þetta eru tvö flott lið. Það hefur verið talað um það í allan vetur að Valur sé liðið til að vinna og þannig er það bara. Við þurfum að eiga góðan leik í fjóra leikhluta til að vinna þær. Þær eru allt of gott lið til að gefa þeim einn leikhluta,“ sagði Bjarni.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti