Áður í Eden Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 26. maí 2021 14:30 Mörg eigum við góðar minningar um ísbíltúr í Hveragerði. Gott stopp í Eden þar sem hægt var að skoða blómin í gróðurhúsinu, fá sér að snæða, njóta myndlistar og fá sér sæti með fjölskyldunni í básunum góðu. Fram undan er mikið ferðasumar. Íslendingar munu eflaust nýta fyrripart sumars til að heimsækja landið sitt eins og síðasta sumar. Hveragerði er mikill heilsu og menningarbær sem hefur margt upp á að bjóða. Náttúrufegurðin er allsráðandi í Hveragerði og má þar finna fjölmarga göngu- og hjólreiðastíga. Nú standa yfir endurbætur á búningsklefum Sundlaugarinnar Laugaskarði en vonir standa til að hægt verði að opna í júní. Meira af menningu. Í Hveragerði má finna Listasafn Árnesinga sem heldur úti metnaðarfullum listviðburðum allt árið um kring. Nýtt svið er í undirbúningi í Lystigarðinum við Varmána. Leikfélag Hveragerðis er öflugt áhugamannaleikfélag sem frumsýndi á dögunum leikritið „Nei ráðherra“ í leikstjórn Arnar Árnasonar. Við erum lánsöm að eiga hér öflugt tónlistarfólk sem eflaust nýta nú tækifæri og halda tónleika sem aldrei fyrr. Matarmenningin blómstrar, nýr heilsumatarvagn, kaffihús í dalnum og mathöll í miðbænum. Nýtt hótel opnar í júní sem er ánægjuleg viðbót við rótgróna og góða gistimöguleika bæjarins. Hreyfing Fram undan er Hengill Ultra sem er haldið í tíunda sinn. Þar er keppt í utanvegahlaupi, því stærsta sinnar tegundar á Íslandi, með yfir 1300 keppendur sem keppa í mismunandi vegalengdum. Eftir rólega viðburðatíð vegna heimsfaraldurs verður ánægjulegt að sjá fólk koma saman og takast á við markmiðin sem þau hafa eflaust undirbúið í þó nokkurn tíma. Það verður eflaust líflegt í blómabænum í sumar enda erum við flest eflaust full tilhlökkunar að upplifa og njóta og skapa nýjar góðar minningar. Hápunktur sumarsins í Hveragerði verður bæjarhátíðin „Blómstrandi dagar“ þar sem bæjarbúar og gestir gera sér glaðan dag í fallega heilsu og menningarbænum. Höfundur er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg eigum við góðar minningar um ísbíltúr í Hveragerði. Gott stopp í Eden þar sem hægt var að skoða blómin í gróðurhúsinu, fá sér að snæða, njóta myndlistar og fá sér sæti með fjölskyldunni í básunum góðu. Fram undan er mikið ferðasumar. Íslendingar munu eflaust nýta fyrripart sumars til að heimsækja landið sitt eins og síðasta sumar. Hveragerði er mikill heilsu og menningarbær sem hefur margt upp á að bjóða. Náttúrufegurðin er allsráðandi í Hveragerði og má þar finna fjölmarga göngu- og hjólreiðastíga. Nú standa yfir endurbætur á búningsklefum Sundlaugarinnar Laugaskarði en vonir standa til að hægt verði að opna í júní. Meira af menningu. Í Hveragerði má finna Listasafn Árnesinga sem heldur úti metnaðarfullum listviðburðum allt árið um kring. Nýtt svið er í undirbúningi í Lystigarðinum við Varmána. Leikfélag Hveragerðis er öflugt áhugamannaleikfélag sem frumsýndi á dögunum leikritið „Nei ráðherra“ í leikstjórn Arnar Árnasonar. Við erum lánsöm að eiga hér öflugt tónlistarfólk sem eflaust nýta nú tækifæri og halda tónleika sem aldrei fyrr. Matarmenningin blómstrar, nýr heilsumatarvagn, kaffihús í dalnum og mathöll í miðbænum. Nýtt hótel opnar í júní sem er ánægjuleg viðbót við rótgróna og góða gistimöguleika bæjarins. Hreyfing Fram undan er Hengill Ultra sem er haldið í tíunda sinn. Þar er keppt í utanvegahlaupi, því stærsta sinnar tegundar á Íslandi, með yfir 1300 keppendur sem keppa í mismunandi vegalengdum. Eftir rólega viðburðatíð vegna heimsfaraldurs verður ánægjulegt að sjá fólk koma saman og takast á við markmiðin sem þau hafa eflaust undirbúið í þó nokkurn tíma. Það verður eflaust líflegt í blómabænum í sumar enda erum við flest eflaust full tilhlökkunar að upplifa og njóta og skapa nýjar góðar minningar. Hápunktur sumarsins í Hveragerði verður bæjarhátíðin „Blómstrandi dagar“ þar sem bæjarbúar og gestir gera sér glaðan dag í fallega heilsu og menningarbænum. Höfundur er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar