Sósíalistar vilja lækka skatta og láta hin ríku borga Andri Sigurðsson skrifar 26. maí 2021 06:00 Ólíkt Sjálfstæðisflokknum og þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið við völd síðustu áratugi vilja sósíalistar lækka skatta á almenning, hætta að skattleggja fátækt. Í nýjum tillögum flokksins er lagt til mikla lækkun tekjuskatts á miðlungstekjur og þar undir auk hækkunar persónuafsláttar, barnabóta og húsnæðisbóta. Þá viljum við sósíalistar vinda ofan af gjaldtöku nýfrjálshyggju áranna fyrir opinbera þjónustu og innviði sem við teljum ósanngjarna og aðeins til þess fallna að styðja við markmið hægrisins um einkavæðingu þessara sömu innvitað. Almenningur á ekki að þurfa að greiða stórar fjárhæðir fyrir lyf eða heimsóknir til heimilislæknis. Almenningur á ekki að þurfa að fá reikning fyrir akstri með sjúkrabíl þegar slys verða. Við Íslendingar áttum heilbrigðiskerfi sem var aðgengilegt öllum án endurgjalds. Það er markmið sósíalista að svo verði aftur. Staðreyndin er sú að síðustu áratugi hefur skattheimta markvisst verið færð frá ríkasta fólkinu í samfélaginu yfir á verka- og launafólk. Aðeins skattar á hin allra ríkustu hafa lækkað síðan á tíunda áratugnum. Þetta sýna gögn svart á hvítu. Þvert á það sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur fram hefur sá flokkur ekki gert neitt nema hækka skatta og auka gjaldtöku á almenning. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp fyrir um þremur áratugum greiddi fólk á lágmarkslaunum enga skatta. Í dag greiða þau sem eru á lágmarkslaunum um 17% af tekjum sínum í skatt þó vitað sé að þetta fólk lifi við ómannsæmandi aðstæður og fátækt í einu ríkasta landi heims. Sósíalistar vilja: ●Hætta skattlagningu fátæktar og lágmarkslauna ●Verulega lækkun skatta á miðlungs og lægri tekjur sem nemur um 700 þús. kr. á ári. ●Hækkun barnabóta upp í 50 þús. kr á mánuði fyrir hvert barn. ●Hækkun húsnæðisbóta og að enginn þurfi að borga meira en fjórðung af tekjum sínum í húsnæðiskostnað. ●Að gjaldtöku verði hætt fyrir tekjulægstu hópanna í heilbrigðisþjónustunni, menntakerfinu og öðrum grunnkerfum opinberrar þjónustu. Ójöfnuður í samfélaginu hefur vaxið gríðarlega síðustu áratugi, ýmiss konar gjaldtaka hækkað, og húsnæðiskostnaður fólks aukist mikið. Það er kominn tími til að snúa dæminu við og byggja upp samfélag með þarfir fólksins að leiðar ljósi. Sósíalistar vilja lækka skatta á almenning því stjórnmálaflokkar hinna ríku hafa ekki gert annað en að hækka þá undanfarnar áratugi. Sósíalistar vilja þar að auki lækka húsnæðiskostnað almennings með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum inn í opinbert og félagslegt húsnæðiskerfi í takt við verkamannabústaðakerfið sáluga. Tökum völdin af auðstéttinni í komandi kosningum og byggjum upp gott samfélag fyrir alla, ekki aðeins hin fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ólíkt Sjálfstæðisflokknum og þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið við völd síðustu áratugi vilja sósíalistar lækka skatta á almenning, hætta að skattleggja fátækt. Í nýjum tillögum flokksins er lagt til mikla lækkun tekjuskatts á miðlungstekjur og þar undir auk hækkunar persónuafsláttar, barnabóta og húsnæðisbóta. Þá viljum við sósíalistar vinda ofan af gjaldtöku nýfrjálshyggju áranna fyrir opinbera þjónustu og innviði sem við teljum ósanngjarna og aðeins til þess fallna að styðja við markmið hægrisins um einkavæðingu þessara sömu innvitað. Almenningur á ekki að þurfa að greiða stórar fjárhæðir fyrir lyf eða heimsóknir til heimilislæknis. Almenningur á ekki að þurfa að fá reikning fyrir akstri með sjúkrabíl þegar slys verða. Við Íslendingar áttum heilbrigðiskerfi sem var aðgengilegt öllum án endurgjalds. Það er markmið sósíalista að svo verði aftur. Staðreyndin er sú að síðustu áratugi hefur skattheimta markvisst verið færð frá ríkasta fólkinu í samfélaginu yfir á verka- og launafólk. Aðeins skattar á hin allra ríkustu hafa lækkað síðan á tíunda áratugnum. Þetta sýna gögn svart á hvítu. Þvert á það sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur fram hefur sá flokkur ekki gert neitt nema hækka skatta og auka gjaldtöku á almenning. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp fyrir um þremur áratugum greiddi fólk á lágmarkslaunum enga skatta. Í dag greiða þau sem eru á lágmarkslaunum um 17% af tekjum sínum í skatt þó vitað sé að þetta fólk lifi við ómannsæmandi aðstæður og fátækt í einu ríkasta landi heims. Sósíalistar vilja: ●Hætta skattlagningu fátæktar og lágmarkslauna ●Verulega lækkun skatta á miðlungs og lægri tekjur sem nemur um 700 þús. kr. á ári. ●Hækkun barnabóta upp í 50 þús. kr á mánuði fyrir hvert barn. ●Hækkun húsnæðisbóta og að enginn þurfi að borga meira en fjórðung af tekjum sínum í húsnæðiskostnað. ●Að gjaldtöku verði hætt fyrir tekjulægstu hópanna í heilbrigðisþjónustunni, menntakerfinu og öðrum grunnkerfum opinberrar þjónustu. Ójöfnuður í samfélaginu hefur vaxið gríðarlega síðustu áratugi, ýmiss konar gjaldtaka hækkað, og húsnæðiskostnaður fólks aukist mikið. Það er kominn tími til að snúa dæminu við og byggja upp samfélag með þarfir fólksins að leiðar ljósi. Sósíalistar vilja lækka skatta á almenning því stjórnmálaflokkar hinna ríku hafa ekki gert annað en að hækka þá undanfarnar áratugi. Sósíalistar vilja þar að auki lækka húsnæðiskostnað almennings með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum inn í opinbert og félagslegt húsnæðiskerfi í takt við verkamannabústaðakerfið sáluga. Tökum völdin af auðstéttinni í komandi kosningum og byggjum upp gott samfélag fyrir alla, ekki aðeins hin fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokk Íslands.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun