Kaupin á eyrinni Eyþór Laxdal Arnalds skrifar 25. maí 2021 12:01 Reykjavíkurborg er stundum skrýtin skepna. Hún rekur malbikunarstöð. Hún hefur fjárfest gríðarlega í fjarskiptafélagi. Og svo hefur hún keypt rafmagn og þjónustu af eigin fyrirtækjum fyrir milljarða án útboðs. Þrátt fyrir kaup borgarinnar á rafmagni fyrir hundruði milljóna árlega var enginn samningur til um kaupin. Enginn afsláttur. Ekkert útboð. Munar miklu Þetta er ólöglegt eins og nú hefur komið fram í úrskurði um útboðsmál. Borgin hefur borgað of hátt verð fyrir rafmagn bara til að hygla eigin fyrirtæki. Þetta er bæði ólögmætt og óskynsamlegt. Samkvæmt tölum frá Orkustofnun og Orkusetrinu er munur á raforkuverði allt að 25% á milli aðila. Borgin gæti því sparað mikla fjármuni með því að bjóða meira út. Það að skipta við eigin fyrirtæki án útboðs er þvert á frjálsa samkeppni. Nýlega þurftu Samtök Iðnaðarins að kæra borgina vegna risastórs verkefnasamnings sem gerður var við ON án útboðs. Borgin tapaði því máli, enda bar að bjóða þetta út. Sama er að segja um umferðarljósastýringar. Þar braut borgin líka útboðslög. En ljósastýring í borginni er svo kapítuli út af fyrir sig. Þau eru ekki að virka sem skyldi. Undarlegar áherslur Það er illa farið með fé þegar borgin er rekin fyrir lánsfé og stundar síðan vafasaman fyrirtækjarekstur. Í stað þess að einbeita sér að því að tryggja leikskólapláss fer orkan og fjármagnið í annað. Í stað þess að bæta umferð er farið í ólögleg útboð. Nú hefur borgin aftur og aftur orðið afturreka þar sem hún hefur brotið lög um opinber útboð. Það er því morgunljóst að þetta er ekki klaufaskapur í einu máli. Þetta er einbeittur brotavilji. Svona gerast kaupin á eyrinni. Það er undarlegt að þeir flokkar sem eru nú í meirihluta skuli mæta þessum úrskurðum með þögn. Höfundur er oddviti Sjálfstæðislokksins í borgarstjórn. Til fróðleiks um raforkuverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Eyþór Laxdal Arnalds Borgarstjórn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er stundum skrýtin skepna. Hún rekur malbikunarstöð. Hún hefur fjárfest gríðarlega í fjarskiptafélagi. Og svo hefur hún keypt rafmagn og þjónustu af eigin fyrirtækjum fyrir milljarða án útboðs. Þrátt fyrir kaup borgarinnar á rafmagni fyrir hundruði milljóna árlega var enginn samningur til um kaupin. Enginn afsláttur. Ekkert útboð. Munar miklu Þetta er ólöglegt eins og nú hefur komið fram í úrskurði um útboðsmál. Borgin hefur borgað of hátt verð fyrir rafmagn bara til að hygla eigin fyrirtæki. Þetta er bæði ólögmætt og óskynsamlegt. Samkvæmt tölum frá Orkustofnun og Orkusetrinu er munur á raforkuverði allt að 25% á milli aðila. Borgin gæti því sparað mikla fjármuni með því að bjóða meira út. Það að skipta við eigin fyrirtæki án útboðs er þvert á frjálsa samkeppni. Nýlega þurftu Samtök Iðnaðarins að kæra borgina vegna risastórs verkefnasamnings sem gerður var við ON án útboðs. Borgin tapaði því máli, enda bar að bjóða þetta út. Sama er að segja um umferðarljósastýringar. Þar braut borgin líka útboðslög. En ljósastýring í borginni er svo kapítuli út af fyrir sig. Þau eru ekki að virka sem skyldi. Undarlegar áherslur Það er illa farið með fé þegar borgin er rekin fyrir lánsfé og stundar síðan vafasaman fyrirtækjarekstur. Í stað þess að einbeita sér að því að tryggja leikskólapláss fer orkan og fjármagnið í annað. Í stað þess að bæta umferð er farið í ólögleg útboð. Nú hefur borgin aftur og aftur orðið afturreka þar sem hún hefur brotið lög um opinber útboð. Það er því morgunljóst að þetta er ekki klaufaskapur í einu máli. Þetta er einbeittur brotavilji. Svona gerast kaupin á eyrinni. Það er undarlegt að þeir flokkar sem eru nú í meirihluta skuli mæta þessum úrskurðum með þögn. Höfundur er oddviti Sjálfstæðislokksins í borgarstjórn. Til fróðleiks um raforkuverð.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar