Blinken reynir að festa vopnahléið í sessi Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 10:16 Antony Blinken byrjaði á því að funda með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra. Hann mun ræða við fleiri pólitíska leiðtoga Ísraels í dag og síðan við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. AP/Menahem Kahana Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem hann byrjar ferðalag sitt um Mið-Austurlönd. Ætlar hann sér að styrkja vopnahléið milli Ísraels og Hamas á Gasa-ströndinni í sessi. Vopnahléið, sem tók gildi á föstudaginn, hefur haldið síðan þá. Blinken stendur þó frammi fyrir þeim sömu aðstæðum og leiddu til nýjustu átaka Ísraels og Hamas, þar sem minnst 250 manns dóu, þar af mest almennir borgarar á Gasa. AP fréttaveitan nefnir aðstæður eins og herskáa leiðtoga Ísraels, deilur meðal leiðtoga Palestínu og mikla spennu milli gyðinga og múslima varðandi Jerúsalem og helga staði þar. AP fréttaveitan segir að búist sé við því að Blinken muni einbeita sér að uppbyggingu á Gasa-Ströndinni, án þess þó að eiga í beinum viðræðum við Hamas-liða, þar sem Hamas-samtökin eru álitin hryðjuverkasamtök af vestrænum ríkjum. Árásir Ísraelsmanna ollu gífurlegum skemmdum á Gasa og voru til að mynda fjölmörg fjölbýlishús jöfnuð við jörðu. Blinken byrjaði ferð sína til Mið-Austurlanda á því að ræða við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sem berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir fjórar kosningar á tveimur árum þar sem ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. Hann hefur verið gagnrýndur í Ísrael fyrir að semja of snemma um vopnahlé og fyrir að ná ekki nægilega góðu höggi á Hamas. AP segir verulega ólíklegt að hann verði tilbúinn til nokkurra málamiðlana af ótta við að líta út fyrir að hafa lúffað fyrir Hamas. Ekki útlit fyrir frekari viðræður Engar viðræður milli Ísraels og Hamas hafa átt sér stað og er ekki útlit fyrir að slíkar viðræður muni fara fram á næstunni. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar telja ráðamenn í Bandaríkjunum það of snemmt. Þá er bent á að ákveðið tómarúm er í leiðtogastöðum beggja vegna átakanna. Bæði í Ísrael og í Palestínu. Á blaðamannafundi með Netanjahú í morgun hét Blinken því að fá alþjóðasamfélagið til að hjálpa við uppbyggingu á Gasa. Hann sagði þó mjög mikilvægt að Hamas-samtökin mættu ekki hagnast á endurbyggingu á Gasa. Hér má sjá blaðamannafundinn í morgun. Blinken mun ekki ræða við leiðtoga Hamas, heldur fer hann til Vesturbakkans, þar sem hann mun funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Abbas hefur þó engin völd á Gasa, þar sem Hamas-liðar hafa ráðið ríkjum frá 2007. Blinken mun því næst fara til Jórdaníu og Egyptalands og ræða við ráðamenn þar um ástandið. Bandaríkin Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. 22. maí 2021 07:48 Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00 Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47 Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Vopnahléið, sem tók gildi á föstudaginn, hefur haldið síðan þá. Blinken stendur þó frammi fyrir þeim sömu aðstæðum og leiddu til nýjustu átaka Ísraels og Hamas, þar sem minnst 250 manns dóu, þar af mest almennir borgarar á Gasa. AP fréttaveitan nefnir aðstæður eins og herskáa leiðtoga Ísraels, deilur meðal leiðtoga Palestínu og mikla spennu milli gyðinga og múslima varðandi Jerúsalem og helga staði þar. AP fréttaveitan segir að búist sé við því að Blinken muni einbeita sér að uppbyggingu á Gasa-Ströndinni, án þess þó að eiga í beinum viðræðum við Hamas-liða, þar sem Hamas-samtökin eru álitin hryðjuverkasamtök af vestrænum ríkjum. Árásir Ísraelsmanna ollu gífurlegum skemmdum á Gasa og voru til að mynda fjölmörg fjölbýlishús jöfnuð við jörðu. Blinken byrjaði ferð sína til Mið-Austurlanda á því að ræða við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sem berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir fjórar kosningar á tveimur árum þar sem ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. Hann hefur verið gagnrýndur í Ísrael fyrir að semja of snemma um vopnahlé og fyrir að ná ekki nægilega góðu höggi á Hamas. AP segir verulega ólíklegt að hann verði tilbúinn til nokkurra málamiðlana af ótta við að líta út fyrir að hafa lúffað fyrir Hamas. Ekki útlit fyrir frekari viðræður Engar viðræður milli Ísraels og Hamas hafa átt sér stað og er ekki útlit fyrir að slíkar viðræður muni fara fram á næstunni. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar telja ráðamenn í Bandaríkjunum það of snemmt. Þá er bent á að ákveðið tómarúm er í leiðtogastöðum beggja vegna átakanna. Bæði í Ísrael og í Palestínu. Á blaðamannafundi með Netanjahú í morgun hét Blinken því að fá alþjóðasamfélagið til að hjálpa við uppbyggingu á Gasa. Hann sagði þó mjög mikilvægt að Hamas-samtökin mættu ekki hagnast á endurbyggingu á Gasa. Hér má sjá blaðamannafundinn í morgun. Blinken mun ekki ræða við leiðtoga Hamas, heldur fer hann til Vesturbakkans, þar sem hann mun funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Abbas hefur þó engin völd á Gasa, þar sem Hamas-liðar hafa ráðið ríkjum frá 2007. Blinken mun því næst fara til Jórdaníu og Egyptalands og ræða við ráðamenn þar um ástandið.
Bandaríkin Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. 22. maí 2021 07:48 Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00 Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47 Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. 22. maí 2021 07:48
Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00
Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47
Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent