Þjálfari í WNBA sektaður og settur í bann fyrir það sem hann sagði um körfuboltakonu í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 10:01 Liz Cambage svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum og þjálfarinn var sektaður og settur í bann. Getty/Ethan Miller Curt Miller, þjálfari Connecticut Sun, hefur svarað ásökunum körfuboltakonunnar Liz Cambage með því að biðjast afsökunar á orðum sínum. Hann slapp þó hvorki við sekt né leikbann. Ástralski miðherjinn Liz Cambage, sem spilar með Las Vegas Aces, er einn besti leikmaðurinn í WNBA og var skiljanlega mjög ósátt með það sem þjálfari mótherjanna sagði um hana þegar hann var að kvarta í dómurum leiksins. Liz Cambage er 203 sentímetrar á hæð og er skráð 97 kíló. Þjálfarinn Curt Miller hélt hins vegar öðru fram í leik Connecticut Sun og Las Vegas Aces. Miller fór að tala um þyngd Cambage þegar hún fékk ódýra villu. Liz Cambage vakti athygli á þessu í löngum pistil á Instagram síðu sinni. Þjálfarinn á meðal annars að hafa sagt við dómarann: „En hún er 300 pund“ en 300 pund eru 136 kíló. Liz Cambage called out Sun HC Curt Miller for offensive comment about her weight during Aces-Sun game last nightMiller, who apologized Monday, has been fined $10K and suspended one game pic.twitter.com/sOjyF5FRPg— Bleacher Report (@BleacherReport) May 24, 2021 Liz Cambage gaf upp þyngd sína í pistlinum og sagðist vera 203 sentimetrar á hæð og 106 kíló á þyngd. Hún sagðist líka vera stolt af því að vera stór kona. „Ég mun aldrei leyfa karlmanni að sýna mér óvirðingu, aldrei, aldrei, aldrei og alls ekki einhvern lítinn hvítan karl,“ skrifaði Cambage. „Þú skalt aldrei sýna mér eða annarri konu í þessari deild óvirðingu,“ skrifaði Cambage. Miller þjálfari sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar. „Ég lét út úr mér óviðeigandi og móðgandi athugasemd varðandi hæð og þyngd Liz Cambage. Ég sé eftir því sem ég sagði í hita leiksins og vil biðja Liz og alla í Aces liðinu innilega afsökunar. Ég átt mig á alvarleika þess sem ég sagði og hef lært af þessu,“ sagði Curt Miller í yfirlýsingu sinni. After Las Vegas Aces star Liz Cambage accused Connecticut Sun head coach Curt Miller of bringing up her weight in order to get a favorable call from a referee, Miller has apologized.https://t.co/XCXYx6oWni— ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) May 24, 2021 Curt Miller slapp þó ekki við refsingu. Hann fékk tíu þúsund dollara sekt og einn leik í bann en sektin er upp á 1,2 milljónir íslenskra króna. Liz Cambage er 29 ára gömul og áströlsk landsliðskonan. Hún var stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar árið 2018. Á þessu tímabili er hún með 13,8 fráköst, 7,5 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Sjá meira
Ástralski miðherjinn Liz Cambage, sem spilar með Las Vegas Aces, er einn besti leikmaðurinn í WNBA og var skiljanlega mjög ósátt með það sem þjálfari mótherjanna sagði um hana þegar hann var að kvarta í dómurum leiksins. Liz Cambage er 203 sentímetrar á hæð og er skráð 97 kíló. Þjálfarinn Curt Miller hélt hins vegar öðru fram í leik Connecticut Sun og Las Vegas Aces. Miller fór að tala um þyngd Cambage þegar hún fékk ódýra villu. Liz Cambage vakti athygli á þessu í löngum pistil á Instagram síðu sinni. Þjálfarinn á meðal annars að hafa sagt við dómarann: „En hún er 300 pund“ en 300 pund eru 136 kíló. Liz Cambage called out Sun HC Curt Miller for offensive comment about her weight during Aces-Sun game last nightMiller, who apologized Monday, has been fined $10K and suspended one game pic.twitter.com/sOjyF5FRPg— Bleacher Report (@BleacherReport) May 24, 2021 Liz Cambage gaf upp þyngd sína í pistlinum og sagðist vera 203 sentimetrar á hæð og 106 kíló á þyngd. Hún sagðist líka vera stolt af því að vera stór kona. „Ég mun aldrei leyfa karlmanni að sýna mér óvirðingu, aldrei, aldrei, aldrei og alls ekki einhvern lítinn hvítan karl,“ skrifaði Cambage. „Þú skalt aldrei sýna mér eða annarri konu í þessari deild óvirðingu,“ skrifaði Cambage. Miller þjálfari sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar. „Ég lét út úr mér óviðeigandi og móðgandi athugasemd varðandi hæð og þyngd Liz Cambage. Ég sé eftir því sem ég sagði í hita leiksins og vil biðja Liz og alla í Aces liðinu innilega afsökunar. Ég átt mig á alvarleika þess sem ég sagði og hef lært af þessu,“ sagði Curt Miller í yfirlýsingu sinni. After Las Vegas Aces star Liz Cambage accused Connecticut Sun head coach Curt Miller of bringing up her weight in order to get a favorable call from a referee, Miller has apologized.https://t.co/XCXYx6oWni— ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) May 24, 2021 Curt Miller slapp þó ekki við refsingu. Hann fékk tíu þúsund dollara sekt og einn leik í bann en sektin er upp á 1,2 milljónir íslenskra króna. Liz Cambage er 29 ára gömul og áströlsk landsliðskonan. Hún var stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar árið 2018. Á þessu tímabili er hún með 13,8 fráköst, 7,5 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Sjá meira