Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 19:18 Eldgosið við Fagradalsfjall. Vísir/vilhelm Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. Hraun safnast nú á fjóra staði við eldstöðina; í nafnlausa dalnum svokallaða, norðar í Meradölum, í Geldingadölum og í Nátthaga. Hluti hraunsins leitar í suður og gæti náð Suðurstrandarvegi á endanum. Stysta leiðin að veginum er úr Nátthaga, rúmir tveir kílómetrar, en hraun gæti þó einnig náð að veginum úr Meradölum. Ágiskanir um hversu lengi hraun verður að veginum eru mismunandi - allt frá einni til tveimur vikum og upp í mánuði. „Ef þetta gerist með sama hætti í Nátthaga og það heldur áfram eins og það hefur verið að gera, að renna niður í Geldingadali og Meradali, þá tekur þetta svona þrjá fjóra mánuði áður en það fer að ná út úr Nátthaganum.“ Magnús Tumi Guðmundsson, eldfjallafræðingur.Vísir/vilhelm Þá gæti hraunið lagst í eina áttina frekar en aðra. „Eitt af því sem gæti gerst er að Geldingadalir fyllist og þá fari hraunið að leita niður gönguleiðina þá fer nú ýmislegt að breytast varðandi aðkomu.“ Í vikunni verður kannað hvort reisa eigi leiðigarða til að stýra hraunflæðinu, eftir að hraun flæddi yfir varnargarða sem áttu að vernda veginn. „Það [hraunið] mun fara yfir svæði þar sem ljósleiðarinn er, það mun fara yfir Suðurstrandarveg og fara út í sjó - en það þarf að halda áfram í marga mánuði til þess,“ segir Magnús Tumi. „Það er hægt að hafa áhrif á hvert það rennur og hvenær og það er það sem fólk er að skoða.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hraun safnast nú á fjóra staði við eldstöðina; í nafnlausa dalnum svokallaða, norðar í Meradölum, í Geldingadölum og í Nátthaga. Hluti hraunsins leitar í suður og gæti náð Suðurstrandarvegi á endanum. Stysta leiðin að veginum er úr Nátthaga, rúmir tveir kílómetrar, en hraun gæti þó einnig náð að veginum úr Meradölum. Ágiskanir um hversu lengi hraun verður að veginum eru mismunandi - allt frá einni til tveimur vikum og upp í mánuði. „Ef þetta gerist með sama hætti í Nátthaga og það heldur áfram eins og það hefur verið að gera, að renna niður í Geldingadali og Meradali, þá tekur þetta svona þrjá fjóra mánuði áður en það fer að ná út úr Nátthaganum.“ Magnús Tumi Guðmundsson, eldfjallafræðingur.Vísir/vilhelm Þá gæti hraunið lagst í eina áttina frekar en aðra. „Eitt af því sem gæti gerst er að Geldingadalir fyllist og þá fari hraunið að leita niður gönguleiðina þá fer nú ýmislegt að breytast varðandi aðkomu.“ Í vikunni verður kannað hvort reisa eigi leiðigarða til að stýra hraunflæðinu, eftir að hraun flæddi yfir varnargarða sem áttu að vernda veginn. „Það [hraunið] mun fara yfir svæði þar sem ljósleiðarinn er, það mun fara yfir Suðurstrandarveg og fara út í sjó - en það þarf að halda áfram í marga mánuði til þess,“ segir Magnús Tumi. „Það er hægt að hafa áhrif á hvert það rennur og hvenær og það er það sem fólk er að skoða.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira