Darri: Aðdáendurnir eiga skilið að við vinnum eins og einn leik í Vesturbænum Árni Jóhannsson skrifar 23. maí 2021 22:21 Darri gerir kröfu á sína menn að vinna í Vesturbænum á miðvikudag. vísir/bára Þjálfari KR var ánægður með leik sina manna í kvöld þegar KR vann Val 103-115 í Origo höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Þar með er KR komið með 2-1 forystu í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos deildar karla. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi í kvöld og var Darri sammála blaðamanni að þeir hafi náð að setja sitt fingrafar á leikinn í kvöld. „Okkur gekk í raun og veru vel að skora í öllum leikhlutunum í kvöld og framkvæmdum það sem við töluðum um fyrir leik mjög vel. Við náðum að hraða leikinn og pikka í þessi einvígi á vellinum sem við höfum séð. Þetta var frábært.“ Þegar Valsmenn reyndu að verjast KR þá tvöfölduðu þeir mikið á aðal ásinn í sókn KR, Tyler Sabin, en hann var duglegur að finna opna menn sem settu skot sín niður. Þjálfarinn var mjög ánægður með það. „Það er svo sem ekkert nýtt í því að menn setji skot sín í þessu KR liði og Tyler gerði vel í að velja sínar stundir. Þessi sería snýst dálítið um það að hann velji augnablikin vel miðað við það hvernig hann sér varnirnar sem er beitt gegn honum. Hann var frábær í kvöld sem og Brandon [Nazione].“ Tyler og Brandon skoruðu í heild 68 af stigum KR þar sem sá fyrri skoraði 35 og Brandon 33 stig og var Darri spurður hvort það væri ekki þægilegt að hafa svona risa í sóknarleiknum ásamt því að hann var spurður út í frammistöðu Nazione. „Engin spurning að það er þægilegt að vera með tvo menn sem geta skorað 30+ stig. Við vissum alveg að Brandon gæti gert svona hluti en það hefur tekið smá tíma fyrir hann að komast í almennilegt stand og nú er hann kominn þangað. Okkur líður vel með matchup-in sem við getum fengið frá honum og leituðum mikið að honum. Brandon gerði frábærlega í dag.“ Að lokum var Darri spurður að því hvort þeir væru komnir með lykilinn að Valsmönnum á þessum tímapunkti. „Nei. Við þurfum að vinna einn í viðbót til að halda því fram. Það væri ekki verra að gera það í Frostaskjólinu. Þau, aðdáendurnir okkar, eiga það skilið að við vinnum allavega eins og einn leik í Vesturbænum.“ KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi í kvöld og var Darri sammála blaðamanni að þeir hafi náð að setja sitt fingrafar á leikinn í kvöld. „Okkur gekk í raun og veru vel að skora í öllum leikhlutunum í kvöld og framkvæmdum það sem við töluðum um fyrir leik mjög vel. Við náðum að hraða leikinn og pikka í þessi einvígi á vellinum sem við höfum séð. Þetta var frábært.“ Þegar Valsmenn reyndu að verjast KR þá tvöfölduðu þeir mikið á aðal ásinn í sókn KR, Tyler Sabin, en hann var duglegur að finna opna menn sem settu skot sín niður. Þjálfarinn var mjög ánægður með það. „Það er svo sem ekkert nýtt í því að menn setji skot sín í þessu KR liði og Tyler gerði vel í að velja sínar stundir. Þessi sería snýst dálítið um það að hann velji augnablikin vel miðað við það hvernig hann sér varnirnar sem er beitt gegn honum. Hann var frábær í kvöld sem og Brandon [Nazione].“ Tyler og Brandon skoruðu í heild 68 af stigum KR þar sem sá fyrri skoraði 35 og Brandon 33 stig og var Darri spurður hvort það væri ekki þægilegt að hafa svona risa í sóknarleiknum ásamt því að hann var spurður út í frammistöðu Nazione. „Engin spurning að það er þægilegt að vera með tvo menn sem geta skorað 30+ stig. Við vissum alveg að Brandon gæti gert svona hluti en það hefur tekið smá tíma fyrir hann að komast í almennilegt stand og nú er hann kominn þangað. Okkur líður vel með matchup-in sem við getum fengið frá honum og leituðum mikið að honum. Brandon gerði frábærlega í dag.“ Að lokum var Darri spurður að því hvort þeir væru komnir með lykilinn að Valsmönnum á þessum tímapunkti. „Nei. Við þurfum að vinna einn í viðbót til að halda því fram. Það væri ekki verra að gera það í Frostaskjólinu. Þau, aðdáendurnir okkar, eiga það skilið að við vinnum allavega eins og einn leik í Vesturbænum.“
KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56