Næstbesti árangur Íslands frá upphafi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2021 23:21 Daði og Gagnamagnið náðu næstbesta árangri Íslands í sögu Eurovision, fjórða sætinu. EBU / THOMAS HANSES Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi. Þá var þetta í fyrsta sinn sem Ísland var á meðal tíu efstu þjóða tvær keppnir í röð, en Hatari lenti í 10. sæti í Ísrael árið 2019, þegar keppnin var síðast haldin. Ísland hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti keppninnar, sem er besti árangur Íslands í keppninni. Það var annars vegar árið 1999 þegar Selma Björnsdóttir hélt til Jerúsalem og flutti lagið All Out of Luck. Það árið voru Svíar hlutskarpastir, með lagið Take Me to Your Heaven, með söngkonunni Charlotte. Þá lenti Ísland einnig í öðru sæti árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún fór með lagið Is It True? til Moskvu í Rússlandi, en laut í lægra haldi fyrir norskum fiðluleikara að nafni Alexander Rybak, með lagið Fairytale. Þá hefur Ísland einu sinni áður lent í fjórða sæti. Það var árið 1990 þegar Stjórnin flutti lagið Eitt lag enn í Zagreb í Króatíu árið 1990. Þetta er eins og áður sagði næstbesti árangur Íslands í keppninni, en jafnframt aðeins í fjórða sinn sem Ísland raðar sér meðal fimm efstu þjóðanna í keppninni. Sigurvegari keppninnar í ár var Ítalía. Hér að neðan má sjá framlag Íslands í ár, lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu. Eurovision Tengdar fréttir Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49 Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Þá var þetta í fyrsta sinn sem Ísland var á meðal tíu efstu þjóða tvær keppnir í röð, en Hatari lenti í 10. sæti í Ísrael árið 2019, þegar keppnin var síðast haldin. Ísland hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti keppninnar, sem er besti árangur Íslands í keppninni. Það var annars vegar árið 1999 þegar Selma Björnsdóttir hélt til Jerúsalem og flutti lagið All Out of Luck. Það árið voru Svíar hlutskarpastir, með lagið Take Me to Your Heaven, með söngkonunni Charlotte. Þá lenti Ísland einnig í öðru sæti árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún fór með lagið Is It True? til Moskvu í Rússlandi, en laut í lægra haldi fyrir norskum fiðluleikara að nafni Alexander Rybak, með lagið Fairytale. Þá hefur Ísland einu sinni áður lent í fjórða sæti. Það var árið 1990 þegar Stjórnin flutti lagið Eitt lag enn í Zagreb í Króatíu árið 1990. Þetta er eins og áður sagði næstbesti árangur Íslands í keppninni, en jafnframt aðeins í fjórða sinn sem Ísland raðar sér meðal fimm efstu þjóðanna í keppninni. Sigurvegari keppninnar í ár var Ítalía. Hér að neðan má sjá framlag Íslands í ár, lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu.
Eurovision Tengdar fréttir Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49 Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49
Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30