„Gerðum það sem við þurftum til að vinna leikinn“ Andri Gíslason skrifar 22. maí 2021 18:24 Rúnar var stoltur af sínum mönnum í dag. vísir/vilhelm Rúnar Kristinsson var ánægður með frammistöðu síns liðs þegar KR-ingar unnu FH á Kaplakrikavelli í dag. „Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er erfiður útivöllur eins og allir eru í deildinni og FH með frábært lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Við vorum heppnir að skora mark á þá snemma úr föstu leikatriði. Það bætti töluvert í vindinn í upphafi og við vorum þvingaðir til baka en við stóðumst þá pressu sem FH setti á okkur síðustu 20 mínútur í fyrri hálfleik. Svo erum við massífir í seinni hálfleik og gerum það sem þarf til að vinna leikinn. Við vörðumst vel og reyndum að beita skyndisóknum og fáum svo þessa vítaspyrnu og komum okkur í 2-0 sem gerði stöðuna þægilega fyrir okkur.“ Mikill vindur var á annað markið í Kaplakrika og hafði það áhrif á spilamennsku liðanna. „Það gerir báðum liðum erfitt fyrir og sérstaklega liðinu sem er að sækja. Með vindinn í bakið þýðir ekkert að spila langa bolta en við náðum að nýta okkur það í seinni hálfleik. Við vorum að negla boltanum fram og hægja aðeins á leiknum og gerðum bara það sem við þurftum til að vinna leikinn. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og okkur er sama hvernig við vinnum. Þetta var lífsnauðsynlegt fyrir okkur svo við fáum að taka eitthvað þátt í þessu móti áfram.“ Miðverðir KR-inga áttu flottan leik og var Rúnar hæstánægður með framlag þeirra á vellinum í dag. „Þeir voru frábærir. Finnur þekkir okkar styrkleika og okkar lið og Grétar er búinn að vaxa rosalega í sumar. Þetta eru ungir strákar sem eiga framtíð hérna nema Finnur fari út aftur sem við náttúrulega vonum. Þetta er gott hafsentapar og við eigum Aron Bjarka inni sem bíður tilbúinn á bekknum og svo var Arnór Sveinn meiddur í dag þannig við erum ágætlega mannaðir. Það hefur styrkt hópinn töluvert að fá Finn Tómas og Kjartan Henry heim og erum við ánægðir með það.“ Stutt er á milli leikja og hafa leikmenn deildarinnar fengið litla hvíld en Rúnar reynir að líta á björtu hliðarnar varðandi það og mun gera sitt til að halda hópnum í lagi. „Það eru árekstar í leikjum, menn fá hné í læri og rassinn og vöðvarnir stífna upp fljótt og sérstaklega í kuldanum. Pálmi Rafn þurfti að fara út í dag útaf því en fótboltinn er bara svona. Það eru búnir að vera 5 dagar á milli leikja hjá okkur í allt sumar og fáum við ekki meiri undirbúning en það og þegar menn fá högg þá tekur 2-3 daga að jafna sig. Við þekkjum það allir sem hafa verið í þessu. Nú fáum við tvo sólarhringa til að gera okkur klára fyrir næsta leik sem er kannski fulllítið en við verðum bara að halda áfram og vera klárir.“ Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er erfiður útivöllur eins og allir eru í deildinni og FH með frábært lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Við vorum heppnir að skora mark á þá snemma úr föstu leikatriði. Það bætti töluvert í vindinn í upphafi og við vorum þvingaðir til baka en við stóðumst þá pressu sem FH setti á okkur síðustu 20 mínútur í fyrri hálfleik. Svo erum við massífir í seinni hálfleik og gerum það sem þarf til að vinna leikinn. Við vörðumst vel og reyndum að beita skyndisóknum og fáum svo þessa vítaspyrnu og komum okkur í 2-0 sem gerði stöðuna þægilega fyrir okkur.“ Mikill vindur var á annað markið í Kaplakrika og hafði það áhrif á spilamennsku liðanna. „Það gerir báðum liðum erfitt fyrir og sérstaklega liðinu sem er að sækja. Með vindinn í bakið þýðir ekkert að spila langa bolta en við náðum að nýta okkur það í seinni hálfleik. Við vorum að negla boltanum fram og hægja aðeins á leiknum og gerðum bara það sem við þurftum til að vinna leikinn. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og okkur er sama hvernig við vinnum. Þetta var lífsnauðsynlegt fyrir okkur svo við fáum að taka eitthvað þátt í þessu móti áfram.“ Miðverðir KR-inga áttu flottan leik og var Rúnar hæstánægður með framlag þeirra á vellinum í dag. „Þeir voru frábærir. Finnur þekkir okkar styrkleika og okkar lið og Grétar er búinn að vaxa rosalega í sumar. Þetta eru ungir strákar sem eiga framtíð hérna nema Finnur fari út aftur sem við náttúrulega vonum. Þetta er gott hafsentapar og við eigum Aron Bjarka inni sem bíður tilbúinn á bekknum og svo var Arnór Sveinn meiddur í dag þannig við erum ágætlega mannaðir. Það hefur styrkt hópinn töluvert að fá Finn Tómas og Kjartan Henry heim og erum við ánægðir með það.“ Stutt er á milli leikja og hafa leikmenn deildarinnar fengið litla hvíld en Rúnar reynir að líta á björtu hliðarnar varðandi það og mun gera sitt til að halda hópnum í lagi. „Það eru árekstar í leikjum, menn fá hné í læri og rassinn og vöðvarnir stífna upp fljótt og sérstaklega í kuldanum. Pálmi Rafn þurfti að fara út í dag útaf því en fótboltinn er bara svona. Það eru búnir að vera 5 dagar á milli leikja hjá okkur í allt sumar og fáum við ekki meiri undirbúning en það og þegar menn fá högg þá tekur 2-3 daga að jafna sig. Við þekkjum það allir sem hafa verið í þessu. Nú fáum við tvo sólarhringa til að gera okkur klára fyrir næsta leik sem er kannski fulllítið en við verðum bara að halda áfram og vera klárir.“
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55