Legsteinar sem fundust í garðinum mikil ráðgáta Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2021 14:58 Tveir legsteinar fundust á einkalóð parsins Finnboga Dags Sigurðssonar og Marínar Elvardóttur skömmu eftir að þau fluttu inn. Tveir legsteinar fundust á einkalóð parsins Finnboga Dags Sigurðssonar og Marínar Elvarsdóttur skömmu eftir að þau keyptu íbúðina sína. Þau segja málið hina mestu ráðgátu. Finnbogi og Marín keyptu sér íbúð á jarðhæð í fjórbýli í Hafnarfirði í desember. Hluti af eigninni er garður sem tilheyrir þeirra íbúð. Í byrjun maí stóð til að hefja framkvæmdir við stækkun bílastæðis en þegar þau voru að grafa í beði í garðinum brá þeim aldeilis í brún. „Það komu þarna tvær hellur í ljós og við áttuðum okkur ekkert á þessu strax. Svo fer ég að sópa af þessu og þá föttum við að þetta eru legsteinar. Þarna voru grafin í nöfn, fæðingarár og dánardagar,“ segir Finnbogi. Hjónin létust 1966 og 1980 Í fyrstu taldi Finnbogi að um væri að ræða systkini þar sem nöfnin báru þess merki. „En síðan fór mamma að fletta þessu upp og fann út að þetta væru líklega foreldrar þeirra sem byggðu húsið á sínum tíma,“ segir hann. Á legsteinunum segir að hjónin hafi dáið árið 1966 og 1980. Þá hafi tekið við mikil rannsóknarvinna. „Við komumst sem sagt að því eftir mikla rannsóknarvinnu að þessi hjón eru líklega grafin annars staðar eða vonandi. Internetið segir það að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Hann kann þó enga skýringu á því hvers vegna legsteinar fólksins hafi verið í garðinum ef fólkið er grafið annars staðar. Annar legsteinninn. Fyrsta nóttin óhugnanleg Sem fyrr segir hafi þau komist að því að um sé að ræða foreldra konu sem byggði húsið um 1960. „Síðan fær sonur þeirra íbúðina. Sá selur svo öðru fólki sem er ekki í fjölskyldunni og við kaupum síðan af þeim,“ segir Finnbogi en hann og Marín eru þá fjórða fjölskyldan sem býr í íbúðinni. Finnbogi neitar því ekki að fyrst um sinn hafi þeim þótt þetta dálítið óþægilegt. „Fyrsta nóttin var óhugnanleg þegar við vissum ekkert. Mér fannst þetta samt eiginlega bara skemmtilegt en kærustunni minni var ekkert alveg sama og sagðist ekki vilja upplifa það að eitthvað færi að klóra í gluggana,“ segir Finnbogi og hlær. Hinn legsteinninn. Tveir viðarkrossar geri málið skrítnara Atvikið hafi sett smá strik í reikninginn hvað framkvæmdirnar varðar. Þær hafi lítið sem ekkert þokast áfram. „Samt bara skemmtilegt strik. Við förum nú að halda áfram. Við færðum legsteinana upp í hraunið fyrir ofan húsið og ætlum að leyfa þeim að vera þar, í bili að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Finnbogi segir að nágrannar hans, sem einnig búa í húsinu, hafi einnig verið mjög hissa þegar legsteinarnir fundust. Sérstaklega þar sem tveir viðarkrossar séu á sameiginlegum bletti fyrir ofan húsið. „Það brá öllum. Nágrannarnir höfðu oft velt fyrir sér hvað þessir krossar væru að gera þarna en hafa alltaf talið að þetta hafi verið gæludýr. Þetta er mistería allt saman,“ segir Finnbogi léttur í bragði. Hafnarfjörður Kirkjugarðar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Finnbogi og Marín keyptu sér íbúð á jarðhæð í fjórbýli í Hafnarfirði í desember. Hluti af eigninni er garður sem tilheyrir þeirra íbúð. Í byrjun maí stóð til að hefja framkvæmdir við stækkun bílastæðis en þegar þau voru að grafa í beði í garðinum brá þeim aldeilis í brún. „Það komu þarna tvær hellur í ljós og við áttuðum okkur ekkert á þessu strax. Svo fer ég að sópa af þessu og þá föttum við að þetta eru legsteinar. Þarna voru grafin í nöfn, fæðingarár og dánardagar,“ segir Finnbogi. Hjónin létust 1966 og 1980 Í fyrstu taldi Finnbogi að um væri að ræða systkini þar sem nöfnin báru þess merki. „En síðan fór mamma að fletta þessu upp og fann út að þetta væru líklega foreldrar þeirra sem byggðu húsið á sínum tíma,“ segir hann. Á legsteinunum segir að hjónin hafi dáið árið 1966 og 1980. Þá hafi tekið við mikil rannsóknarvinna. „Við komumst sem sagt að því eftir mikla rannsóknarvinnu að þessi hjón eru líklega grafin annars staðar eða vonandi. Internetið segir það að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Hann kann þó enga skýringu á því hvers vegna legsteinar fólksins hafi verið í garðinum ef fólkið er grafið annars staðar. Annar legsteinninn. Fyrsta nóttin óhugnanleg Sem fyrr segir hafi þau komist að því að um sé að ræða foreldra konu sem byggði húsið um 1960. „Síðan fær sonur þeirra íbúðina. Sá selur svo öðru fólki sem er ekki í fjölskyldunni og við kaupum síðan af þeim,“ segir Finnbogi en hann og Marín eru þá fjórða fjölskyldan sem býr í íbúðinni. Finnbogi neitar því ekki að fyrst um sinn hafi þeim þótt þetta dálítið óþægilegt. „Fyrsta nóttin var óhugnanleg þegar við vissum ekkert. Mér fannst þetta samt eiginlega bara skemmtilegt en kærustunni minni var ekkert alveg sama og sagðist ekki vilja upplifa það að eitthvað færi að klóra í gluggana,“ segir Finnbogi og hlær. Hinn legsteinninn. Tveir viðarkrossar geri málið skrítnara Atvikið hafi sett smá strik í reikninginn hvað framkvæmdirnar varðar. Þær hafi lítið sem ekkert þokast áfram. „Samt bara skemmtilegt strik. Við förum nú að halda áfram. Við færðum legsteinana upp í hraunið fyrir ofan húsið og ætlum að leyfa þeim að vera þar, í bili að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Finnbogi segir að nágrannar hans, sem einnig búa í húsinu, hafi einnig verið mjög hissa þegar legsteinarnir fundust. Sérstaklega þar sem tveir viðarkrossar séu á sameiginlegum bletti fyrir ofan húsið. „Það brá öllum. Nágrannarnir höfðu oft velt fyrir sér hvað þessir krossar væru að gera þarna en hafa alltaf talið að þetta hafi verið gæludýr. Þetta er mistería allt saman,“ segir Finnbogi léttur í bragði.
Hafnarfjörður Kirkjugarðar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira