Hönnuðu svefngrímur úr flugfreyjuslæðum sem teknar voru úr umferð eftir samrunann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. maí 2021 15:01 Flokk till you Drop Hönnunarteymið Flokk till you Drop fékk skemmtilegt verkefni upp í hendurnar vegna samruna Air Iceland Connect og Icelandair. Flokk till you Drop sérhæfir sig í að finna leiðir til þess að endurnýta neytendavarning sem yrði annars bara að rusli. Teymið skipa Melkorka Magnúsdóttir, Rebekka Ashley Egilsdóttir og Berglind Ósk Hlynsdóttir. Þegar Air Iceland Connect og Icelandair runnu saman var allt í einu til lager af silkislæðum eftir Steinunni Sigðurardóttur. Icelandair hafði samband við HönnunarMars til að finna sjálfbæra lausn á þessu vandamáli. „Við vildum ómögulega henda þeim og því þurftum við að finna nýtt hlutverk fyrir þær. Það var því rökrétt og augljóst að hafa samband við íslenska hönnuði og leyfa þeim að finna leiðir til þess að nýta þessar slæður á nýjan hátt. Við ákváðum að leita ekki langt yfir skammt og settum okkur í samband við teymið hjá Hönnunarmars. Þar sem sjálfbærni er yfirskrift hátíðarinnar 2021 báðum við þær um ráð og þær voru fljótar til.“ Melkorka Magnúsdóttir, Rebekka Ashley Egilsdóttir og Berglind Ósk Hlynsdóttir á HönnunarMars á síðasta ári.Vísir/Vilhelm HönnunarMars kom fyrirtækinu í samband við hönnunarteymið Flokk till you drop, sem við fjölluðum um hér á Vísi á HönnunarMars á síðasta ári. Þær settu í sjötta gír og ákváðu að sauma svefngrímur úr silkislæðunum. „Íslendingar vita nú alveg að maí og júní eru bjartir og fagrir en stundum þurfum við bara smá aukabúnað til þess að sofa í gegnum næturbirtu miðnætursólarinnar. Svo er líka praktískt að nota svefngrímur um borð í flugvél. Þessar slæðusvefngrímur eru því einn liður í vegferð okkar að sjálfbærari ferðaiðnaði. Leiðin þangað er ekki augljós þegar búið er á eyju, en margt smátt gerir eitt stórt. Þetta verkefni er bara eitt af mörgum sambærilegum verkefnum sem við höfum ástríðu fyrir, enda deginum ljósara hversu mikilvæg sjálfbærni er fyrir alla,“ segir í tilkynningu frá Icelandair. „Að notað sé nýtt er vissulega ljós punktur á þeirri vegferð.“ Á síðasta ári greindi Hönnunarteymið tonn af fatnaði frá Rauða krossinum til að sýna neyslumenningu Íslendinga. Afraksturinn var til sýnis á HönnunarMars árið 2020. Sýningin var ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop. Verkefnið var samstarfsverkefni Fatasöfnunar Rauða Krossins, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, og Textílmiðstöðvar Íslands og var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. „Markmiðið er að gefa fólki í landinu innsýn í það hvað þau eru að gefa í Rauða krossinn. Líka að gefa fólki innsýn í hvað það er að kaupa,“ sögðu þær um verkefnið sitt. Myndband um slæðuverkefni Flokk till you drop fyrir Icelandair má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Framleiddu heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. 20. maí 2021 07:01 Greina tonn frá Rauða krossinum til að sýna neyslumenningu Íslendinga Í dag opnaði sýningin FLOKK TILL YOU DROP í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og er „ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop.“ Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga 23. júní 2020 14:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Flokk till you Drop sérhæfir sig í að finna leiðir til þess að endurnýta neytendavarning sem yrði annars bara að rusli. Teymið skipa Melkorka Magnúsdóttir, Rebekka Ashley Egilsdóttir og Berglind Ósk Hlynsdóttir. Þegar Air Iceland Connect og Icelandair runnu saman var allt í einu til lager af silkislæðum eftir Steinunni Sigðurardóttur. Icelandair hafði samband við HönnunarMars til að finna sjálfbæra lausn á þessu vandamáli. „Við vildum ómögulega henda þeim og því þurftum við að finna nýtt hlutverk fyrir þær. Það var því rökrétt og augljóst að hafa samband við íslenska hönnuði og leyfa þeim að finna leiðir til þess að nýta þessar slæður á nýjan hátt. Við ákváðum að leita ekki langt yfir skammt og settum okkur í samband við teymið hjá Hönnunarmars. Þar sem sjálfbærni er yfirskrift hátíðarinnar 2021 báðum við þær um ráð og þær voru fljótar til.“ Melkorka Magnúsdóttir, Rebekka Ashley Egilsdóttir og Berglind Ósk Hlynsdóttir á HönnunarMars á síðasta ári.Vísir/Vilhelm HönnunarMars kom fyrirtækinu í samband við hönnunarteymið Flokk till you drop, sem við fjölluðum um hér á Vísi á HönnunarMars á síðasta ári. Þær settu í sjötta gír og ákváðu að sauma svefngrímur úr silkislæðunum. „Íslendingar vita nú alveg að maí og júní eru bjartir og fagrir en stundum þurfum við bara smá aukabúnað til þess að sofa í gegnum næturbirtu miðnætursólarinnar. Svo er líka praktískt að nota svefngrímur um borð í flugvél. Þessar slæðusvefngrímur eru því einn liður í vegferð okkar að sjálfbærari ferðaiðnaði. Leiðin þangað er ekki augljós þegar búið er á eyju, en margt smátt gerir eitt stórt. Þetta verkefni er bara eitt af mörgum sambærilegum verkefnum sem við höfum ástríðu fyrir, enda deginum ljósara hversu mikilvæg sjálfbærni er fyrir alla,“ segir í tilkynningu frá Icelandair. „Að notað sé nýtt er vissulega ljós punktur á þeirri vegferð.“ Á síðasta ári greindi Hönnunarteymið tonn af fatnaði frá Rauða krossinum til að sýna neyslumenningu Íslendinga. Afraksturinn var til sýnis á HönnunarMars árið 2020. Sýningin var ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop. Verkefnið var samstarfsverkefni Fatasöfnunar Rauða Krossins, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, og Textílmiðstöðvar Íslands og var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. „Markmiðið er að gefa fólki í landinu innsýn í það hvað þau eru að gefa í Rauða krossinn. Líka að gefa fólki innsýn í hvað það er að kaupa,“ sögðu þær um verkefnið sitt. Myndband um slæðuverkefni Flokk till you drop fyrir Icelandair má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Framleiddu heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. 20. maí 2021 07:01 Greina tonn frá Rauða krossinum til að sýna neyslumenningu Íslendinga Í dag opnaði sýningin FLOKK TILL YOU DROP í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og er „ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop.“ Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga 23. júní 2020 14:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Framleiddu heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. 20. maí 2021 07:01
Greina tonn frá Rauða krossinum til að sýna neyslumenningu Íslendinga Í dag opnaði sýningin FLOKK TILL YOU DROP í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og er „ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop.“ Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga 23. júní 2020 14:00