Hannaði flíkur úr fljótandi efni sem hægt er að bræða og endurmóta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. maí 2021 11:44 Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir segir að þessi nýja hönnun sé ákveðið persónulegt uppgjör, enda gekk henni aldrei vel fyrir framan saumavélina í námi. Valdís Steinarsdóttir „Ég hef verið að vinna í allskonar verkefnum undanfarna mánuði, sýna verkin mín á sýningum erlendis og halda fyrirlestra í gegnum netið. Búið að vera mikið að gera sem er yndislegt,“ segir vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir. Valdís sýnir á HönnunarMars flíkur sem gerðar eru í móti með fljótandi efni. Þegar efnið hefur þornað í mótinu er flíkin að mestu tilbúin Valdís útskrifaðist frá vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2017 og er sjálfstætt starfandi hönnuður með aðalfókus á tilraunakennt efnisval með áherslu á endurvinnslu lífrænna efna. Frá sýningunni Shape. Repeat. í HörpuGunnar Jónsson Innblásin af offramboðinu Valdís hefur vakið mikla athygli hér á landi og erlendis fyrir verkefni eins Just bones og Bioplastic skin, sem er umbúðarplast fyrir kjötvörur, úr dýrahúðum. Valdís hlaut hin virtu Formex Nova verðlaun í ágúst á síðasta ári, sem hún segir að hafi opnað spennandy dyr og tækifæri. „Það er ómetanlegt að fá svona viðurkenningu og núna þegar fleiri vita af verkefnunum mínum bjóðast manni fleiri tækifæri.“ Valdís tekur svo sannarlega þátt í HönnunarMars í ár og opnaði meðal annars flotta sýningu á verkefninu Shape. Repeat í Hörpu. Mygluprentari sem hún vann með Arnari Inga og Sigrúnu Thorlacius er til sýnis í gróðurhúsinu á Lækjartorgi og verkefnið hennar Just Bones er til sýnis á sýningunni Fylgið okkur á Gerðarsafni. Axel Sigurðarson „Svo tek ég þátt í fyrirlestraröðinni World Hope Forum sem er í umsjá Rögnu Fróða ásamt Li Edelkoort og Philip Fimmano.“ Shape. Repeat. verkefnið hefur vakið mikla athygli í Hörpu. „Innblásturinn kemur frá því að skoða það mikla offramboð sem er á fötum í dag og þau efni sem notuð eru í þau. Það er mikilvægt að vera alltaf að endurhugsa hvernig hlutir eru gerðir og finna nýjar leiðir,“ segir Valdís um verkefnið Shape. Repeat. „Mér finnst áhugavert að sjá hvort að almenningur væri opnari fyrir því að búa til sín eigin klæðnað ef að ný leið er í boði til að framleiða föt. Shape.Repeat. er sem sagt rannsókn á nýrri aðferðafræði við framleiðslu á fatnaði. Í stað þess að sníða efni og sauma á hefðbundinn hátt er notast við tvívítt form sem fljótandi efni er hellt í.“ Ákveðið persónulegt uppgjör Þegar efnið hefur þornað er það tekið úr mótinu og þá er flíkin að mestu tilbúin, einungis er þörf á lítils háttar frágangi. „Mótið er í raun hannað eins og púsl. Þannig er hægt að breyta sniðinu að vild, meðal annars er hægt að breyta stærð og sniði á flíkinni eftir því hvernig mótinu er raðað saman. Þegar notandinn hefur fengið nóg af flíkinni eða vill breyta til getur hann brætt hana og hellt efninu aftur í mótið. Þá hefur notandinn möguleika á því að breyta mótinu og nýta efnið til að búa til nýja flík. En svo líka er þetta ákveðið persónulegt uppgjör hjá mér. Fyrst þegar ég áttaði mig á að hönnun væri það sem mér var ætlað að gera hafði ég ekki almennilega kynnst vöruhönnun. Ég hélt þar af af leiðandi að leið mín liggi í fatahönnun. Ég fór í tíma til að læra að sauma en var mjög fljót að átta mig á að ég átti lítið erindi fyrir framan saumavél. Ég var alltaf að reyna að finna lausnir til að komast hjá því að nota saumavélina, kennurunum til mikilla ama. Þannig það má segja að þetta verkefni sé útkoma á því hvað gerist þegar vöruhönnuður býr til föt. Ég er að prófa mig áfram með mismunandi náttúruleg efni. Þær flíkur sem ég hef gert eru til dæmis úr efni unnið úr þara.Í áframhaldandi þróun á verkinu mun ég prófa mig áfram með fleiri efni. Markmið mitt með þessari hönnun er að endurhugsa hvernig við framleiðum föt. Það er mikilvægt að vera stanslaust að hugsa ferla upp á nýtt til að finna nýjar lausnir.“ Axel Sigurðarson Sama efnið nýtt aftur og aftur Í Hörpu er hægt að sjá frumgerðir af bolum sem búnir voru til með þessari einstöku aðferð. „Ég sé fyrir mér að fólk gæti nýtt sér þessa aðferð sem ég er að þróa til að búa til sín eigin föt heima. Þannig almenningur myndir kaupa sitt eigið mótunarsett og gæti þá framleitt sínar eigin flíkur heima. Nýtt sama efni aftur og aftur til að búa til nýja flík mótað í móti sem er hægt að breyta eftir þörfum.“ Á World Hope Forum mun Valdís fjalla um verkefnið Just bones, sem er til sýnis á sýningunni Fylgið okkur á HönnunarMars. „Just Bones er þróun á sterku, náttúrulegu efni sem unnið er eingöngu úr beinum. Beinin eru möluð og mismunandi eiginleikar þeirra nýttir til að vinna efni sem hefur aflfræðilega eiginleika á við MDF timbur. Ég mun segja frá því hvernig hugmyndin varð til og hugmyndafræðinni á bak við verkefnið.“ Frá sýningunni Shape. Repeat. í HörpuGunnar Jónsson Jákvæðar hliðar myglusveppa Hún hefur því haft í nógu að snúast síðustu daga og heldur mörgum boltum á lofti í augnablikinu. „Mygluprentarinn er rannsókn á því hvernig hægt er að nýta myglu sem blek. Prentarar eru mjög óumhverfisvænir og er því mikilvægt að endurhugsa notkun okkar á þeim. „Með venjulegum prentara verður prentverkið frosið í tíma og rúmi. En með mygluprentaranum heldur verkið áfram að þróast og breytast eftir að við höfum lokið okkur af. Fær verkið því sjálfstætt framhaldslíf.“ Valdís segir að þetta sé búið að vera mjög skemmtilegt og lærdómsríkt ferli. „Heimur sveppana er magnaður og klárlega þörf á að ræða jákvæðu hliðar þeirra frekar.“ Nánar verður fjallað um mygluprentarann og sýninguna Fylgið okkur hér á Vísi á næstu dögum. Það verður svo áfram nóg að gera hjá Valdísi næstu mánuði. „Covid hefur kennt mér að reiða mig ekki of mikið á framtíðarplön þannig ég fer inn í komandi tíma með opnum hug. Enga að síður eru á dagskrá sýningar erlendis sem ég mun taka þátt í og ýmis ný verkefni sem eru á döfinni,“ segir Valdís að lokum. Hægt er að fylgjast með Valdísi í gegnum síðuna valdissteinars.is og á Instagram undir nafninu @valdissteinars. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31 „Við lesum hvor aðra vel og vinnum eins og vel smurt tannhjól“ Hlín Reykdal og fatamerkið skaparinn sýna saman línu á HönnunarMars sem sameinar stefnu skartgripa- og fatahönnuðar á óvæntan og skemmtilegan hátt. Þær fara nýjar leiðir og fengu svo Dóru Dúnu ljósmyndara til að fanga sýn sem hefur myndast í þeirra þróun. 22. maí 2021 07:00 Stjórnleysi með áherslu á gróða nú að missa sinn mátt „Það sem mér finnst svo spennandi við þessa tíma sem eru núna, er að smærri einingar eru algjörlega málið,“ segir Ragna Fróðadóttir textílhönnuður og verkefnastjóri hjá Li Edelkoort Inc. 21. maí 2021 22:08 Kynnir Íslendinga fyrir húsum Sigvalda með bók og sýningu „Ég er að gefa út bók um þar sem ég tek saman mín uppáhalds verk eftir arkitektinn Sigvalda Thordarson, þetta er svona nokkurs konar ástarbréf en bókin heitir einmitt Ástarbréf til Sigvalda,“ segir Logi Höskuldsson, betur þektur sem Loji. 21. maí 2021 16:00 Gefandi að vinna með flottum konum og hönnuðum sem veita manni innblástur Anita Hirlekar, Eygló Margrét Lárusdóttir og Magnea Einarsdóttir taka saman þátt í HönnunarMars í ár með sameiginlegri sýningu í verslun sinni KIOSK. Þær eru þó ekki að hanna saman, heldur eru þær allar að sýna nýja hönnun undir eigin merkjum. 21. maí 2021 14:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Valdís sýnir á HönnunarMars flíkur sem gerðar eru í móti með fljótandi efni. Þegar efnið hefur þornað í mótinu er flíkin að mestu tilbúin Valdís útskrifaðist frá vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2017 og er sjálfstætt starfandi hönnuður með aðalfókus á tilraunakennt efnisval með áherslu á endurvinnslu lífrænna efna. Frá sýningunni Shape. Repeat. í HörpuGunnar Jónsson Innblásin af offramboðinu Valdís hefur vakið mikla athygli hér á landi og erlendis fyrir verkefni eins Just bones og Bioplastic skin, sem er umbúðarplast fyrir kjötvörur, úr dýrahúðum. Valdís hlaut hin virtu Formex Nova verðlaun í ágúst á síðasta ári, sem hún segir að hafi opnað spennandy dyr og tækifæri. „Það er ómetanlegt að fá svona viðurkenningu og núna þegar fleiri vita af verkefnunum mínum bjóðast manni fleiri tækifæri.“ Valdís tekur svo sannarlega þátt í HönnunarMars í ár og opnaði meðal annars flotta sýningu á verkefninu Shape. Repeat í Hörpu. Mygluprentari sem hún vann með Arnari Inga og Sigrúnu Thorlacius er til sýnis í gróðurhúsinu á Lækjartorgi og verkefnið hennar Just Bones er til sýnis á sýningunni Fylgið okkur á Gerðarsafni. Axel Sigurðarson „Svo tek ég þátt í fyrirlestraröðinni World Hope Forum sem er í umsjá Rögnu Fróða ásamt Li Edelkoort og Philip Fimmano.“ Shape. Repeat. verkefnið hefur vakið mikla athygli í Hörpu. „Innblásturinn kemur frá því að skoða það mikla offramboð sem er á fötum í dag og þau efni sem notuð eru í þau. Það er mikilvægt að vera alltaf að endurhugsa hvernig hlutir eru gerðir og finna nýjar leiðir,“ segir Valdís um verkefnið Shape. Repeat. „Mér finnst áhugavert að sjá hvort að almenningur væri opnari fyrir því að búa til sín eigin klæðnað ef að ný leið er í boði til að framleiða föt. Shape.Repeat. er sem sagt rannsókn á nýrri aðferðafræði við framleiðslu á fatnaði. Í stað þess að sníða efni og sauma á hefðbundinn hátt er notast við tvívítt form sem fljótandi efni er hellt í.“ Ákveðið persónulegt uppgjör Þegar efnið hefur þornað er það tekið úr mótinu og þá er flíkin að mestu tilbúin, einungis er þörf á lítils háttar frágangi. „Mótið er í raun hannað eins og púsl. Þannig er hægt að breyta sniðinu að vild, meðal annars er hægt að breyta stærð og sniði á flíkinni eftir því hvernig mótinu er raðað saman. Þegar notandinn hefur fengið nóg af flíkinni eða vill breyta til getur hann brætt hana og hellt efninu aftur í mótið. Þá hefur notandinn möguleika á því að breyta mótinu og nýta efnið til að búa til nýja flík. En svo líka er þetta ákveðið persónulegt uppgjör hjá mér. Fyrst þegar ég áttaði mig á að hönnun væri það sem mér var ætlað að gera hafði ég ekki almennilega kynnst vöruhönnun. Ég hélt þar af af leiðandi að leið mín liggi í fatahönnun. Ég fór í tíma til að læra að sauma en var mjög fljót að átta mig á að ég átti lítið erindi fyrir framan saumavél. Ég var alltaf að reyna að finna lausnir til að komast hjá því að nota saumavélina, kennurunum til mikilla ama. Þannig það má segja að þetta verkefni sé útkoma á því hvað gerist þegar vöruhönnuður býr til föt. Ég er að prófa mig áfram með mismunandi náttúruleg efni. Þær flíkur sem ég hef gert eru til dæmis úr efni unnið úr þara.Í áframhaldandi þróun á verkinu mun ég prófa mig áfram með fleiri efni. Markmið mitt með þessari hönnun er að endurhugsa hvernig við framleiðum föt. Það er mikilvægt að vera stanslaust að hugsa ferla upp á nýtt til að finna nýjar lausnir.“ Axel Sigurðarson Sama efnið nýtt aftur og aftur Í Hörpu er hægt að sjá frumgerðir af bolum sem búnir voru til með þessari einstöku aðferð. „Ég sé fyrir mér að fólk gæti nýtt sér þessa aðferð sem ég er að þróa til að búa til sín eigin föt heima. Þannig almenningur myndir kaupa sitt eigið mótunarsett og gæti þá framleitt sínar eigin flíkur heima. Nýtt sama efni aftur og aftur til að búa til nýja flík mótað í móti sem er hægt að breyta eftir þörfum.“ Á World Hope Forum mun Valdís fjalla um verkefnið Just bones, sem er til sýnis á sýningunni Fylgið okkur á HönnunarMars. „Just Bones er þróun á sterku, náttúrulegu efni sem unnið er eingöngu úr beinum. Beinin eru möluð og mismunandi eiginleikar þeirra nýttir til að vinna efni sem hefur aflfræðilega eiginleika á við MDF timbur. Ég mun segja frá því hvernig hugmyndin varð til og hugmyndafræðinni á bak við verkefnið.“ Frá sýningunni Shape. Repeat. í HörpuGunnar Jónsson Jákvæðar hliðar myglusveppa Hún hefur því haft í nógu að snúast síðustu daga og heldur mörgum boltum á lofti í augnablikinu. „Mygluprentarinn er rannsókn á því hvernig hægt er að nýta myglu sem blek. Prentarar eru mjög óumhverfisvænir og er því mikilvægt að endurhugsa notkun okkar á þeim. „Með venjulegum prentara verður prentverkið frosið í tíma og rúmi. En með mygluprentaranum heldur verkið áfram að þróast og breytast eftir að við höfum lokið okkur af. Fær verkið því sjálfstætt framhaldslíf.“ Valdís segir að þetta sé búið að vera mjög skemmtilegt og lærdómsríkt ferli. „Heimur sveppana er magnaður og klárlega þörf á að ræða jákvæðu hliðar þeirra frekar.“ Nánar verður fjallað um mygluprentarann og sýninguna Fylgið okkur hér á Vísi á næstu dögum. Það verður svo áfram nóg að gera hjá Valdísi næstu mánuði. „Covid hefur kennt mér að reiða mig ekki of mikið á framtíðarplön þannig ég fer inn í komandi tíma með opnum hug. Enga að síður eru á dagskrá sýningar erlendis sem ég mun taka þátt í og ýmis ný verkefni sem eru á döfinni,“ segir Valdís að lokum. Hægt er að fylgjast með Valdísi í gegnum síðuna valdissteinars.is og á Instagram undir nafninu @valdissteinars.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31 „Við lesum hvor aðra vel og vinnum eins og vel smurt tannhjól“ Hlín Reykdal og fatamerkið skaparinn sýna saman línu á HönnunarMars sem sameinar stefnu skartgripa- og fatahönnuðar á óvæntan og skemmtilegan hátt. Þær fara nýjar leiðir og fengu svo Dóru Dúnu ljósmyndara til að fanga sýn sem hefur myndast í þeirra þróun. 22. maí 2021 07:00 Stjórnleysi með áherslu á gróða nú að missa sinn mátt „Það sem mér finnst svo spennandi við þessa tíma sem eru núna, er að smærri einingar eru algjörlega málið,“ segir Ragna Fróðadóttir textílhönnuður og verkefnastjóri hjá Li Edelkoort Inc. 21. maí 2021 22:08 Kynnir Íslendinga fyrir húsum Sigvalda með bók og sýningu „Ég er að gefa út bók um þar sem ég tek saman mín uppáhalds verk eftir arkitektinn Sigvalda Thordarson, þetta er svona nokkurs konar ástarbréf en bókin heitir einmitt Ástarbréf til Sigvalda,“ segir Logi Höskuldsson, betur þektur sem Loji. 21. maí 2021 16:00 Gefandi að vinna með flottum konum og hönnuðum sem veita manni innblástur Anita Hirlekar, Eygló Margrét Lárusdóttir og Magnea Einarsdóttir taka saman þátt í HönnunarMars í ár með sameiginlegri sýningu í verslun sinni KIOSK. Þær eru þó ekki að hanna saman, heldur eru þær allar að sýna nýja hönnun undir eigin merkjum. 21. maí 2021 14:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31
„Við lesum hvor aðra vel og vinnum eins og vel smurt tannhjól“ Hlín Reykdal og fatamerkið skaparinn sýna saman línu á HönnunarMars sem sameinar stefnu skartgripa- og fatahönnuðar á óvæntan og skemmtilegan hátt. Þær fara nýjar leiðir og fengu svo Dóru Dúnu ljósmyndara til að fanga sýn sem hefur myndast í þeirra þróun. 22. maí 2021 07:00
Stjórnleysi með áherslu á gróða nú að missa sinn mátt „Það sem mér finnst svo spennandi við þessa tíma sem eru núna, er að smærri einingar eru algjörlega málið,“ segir Ragna Fróðadóttir textílhönnuður og verkefnastjóri hjá Li Edelkoort Inc. 21. maí 2021 22:08
Kynnir Íslendinga fyrir húsum Sigvalda með bók og sýningu „Ég er að gefa út bók um þar sem ég tek saman mín uppáhalds verk eftir arkitektinn Sigvalda Thordarson, þetta er svona nokkurs konar ástarbréf en bókin heitir einmitt Ástarbréf til Sigvalda,“ segir Logi Höskuldsson, betur þektur sem Loji. 21. maí 2021 16:00
Gefandi að vinna með flottum konum og hönnuðum sem veita manni innblástur Anita Hirlekar, Eygló Margrét Lárusdóttir og Magnea Einarsdóttir taka saman þátt í HönnunarMars í ár með sameiginlegri sýningu í verslun sinni KIOSK. Þær eru þó ekki að hanna saman, heldur eru þær allar að sýna nýja hönnun undir eigin merkjum. 21. maí 2021 14:00