Mjög gott kvöld á Kópavogsvelli Andri Gíslason skrifar 21. maí 2021 22:30 Óskar Hrafn var sáttur með sigur sinna manna. Annar 4-0 sigur Blika í röð á heimavelli. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks var kátur eftir 4-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. „Ég er sáttur með spilamennskuna, sáttur með sigurinn, sáttur með að halda hreinu þannig að heilt yfir, bara mjög gott kvöld á Kópavogsvelli.“ Blikar töpuðu 3-0 á móti Víking í síðustu umferð en sýndu allt aðra frammistöðu á Kópavogsvelli í kvöld. „Tveir ólíkir andstæðingar á tveim ólíkum dögum. Ég held að stærsti munurinn hafi verið að orkan sem við lögðum í þennan leik var meiri. Ég talaði um fyrir leik að við þyrftum að finna fyrsta skrefið okkar, bæði sóknarlega og varnarlega. Fyrsta skrefið er þannig að þegar þú tapar boltanum þá hundeltiru andstæðinginn til að vinna boltann og það var til staðar í dag. Fyrsta skrefið í sóknarleiknum er að þegar þú spilar hratt og ert ákveðinn í því sem þú ert að gera þá hafa hlutirnir verið að ganga betur hjá okkur og mér fannst það vera raunin í dag. Mér fannst meiri kraftur og orka í okkur, það var betri taktur og öryggi í okkur.“ Höskuldur var stórkostlegur bæði varnarlega og sóknarlega í kvöld og var Óskar virkilega sáttur með hans framlag á vellinum. „Hann leysti þessa stöðu frábærlega í dag og en það er nýr leikur á mánudaginn og það kemur bara í ljós hvort hann henti þar í þessari stöðu. Það er alveg ljóst og við vissum það fyrir leikinn að Höskuldur er frábær leikmaður og reynslumikill. Það var gleðilegt hversu hann spilaði í dag og átti svo sannarlega skilið að skora.“ Sölvi Snær Guðbjargarson gekk til liðs við Breiðablik frá Stjörnunni fyrir lok félagaskiptagluggans og kom á óvart að hann hafi ekki verið í hópnum í kvöld. „Hann mátti ekki spila gegn Stjörnunni. Það hefði kostað okkur töluverðar fjárhæðir ef hann hefði spilað. Einnig er stutt liðið frá þessum félagsskiptum og var hann aldrei að fara að spila þennan leik hvort eð er þannig hann fékk frí í kvöld.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Breiðablik Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Ég er sáttur með spilamennskuna, sáttur með sigurinn, sáttur með að halda hreinu þannig að heilt yfir, bara mjög gott kvöld á Kópavogsvelli.“ Blikar töpuðu 3-0 á móti Víking í síðustu umferð en sýndu allt aðra frammistöðu á Kópavogsvelli í kvöld. „Tveir ólíkir andstæðingar á tveim ólíkum dögum. Ég held að stærsti munurinn hafi verið að orkan sem við lögðum í þennan leik var meiri. Ég talaði um fyrir leik að við þyrftum að finna fyrsta skrefið okkar, bæði sóknarlega og varnarlega. Fyrsta skrefið er þannig að þegar þú tapar boltanum þá hundeltiru andstæðinginn til að vinna boltann og það var til staðar í dag. Fyrsta skrefið í sóknarleiknum er að þegar þú spilar hratt og ert ákveðinn í því sem þú ert að gera þá hafa hlutirnir verið að ganga betur hjá okkur og mér fannst það vera raunin í dag. Mér fannst meiri kraftur og orka í okkur, það var betri taktur og öryggi í okkur.“ Höskuldur var stórkostlegur bæði varnarlega og sóknarlega í kvöld og var Óskar virkilega sáttur með hans framlag á vellinum. „Hann leysti þessa stöðu frábærlega í dag og en það er nýr leikur á mánudaginn og það kemur bara í ljós hvort hann henti þar í þessari stöðu. Það er alveg ljóst og við vissum það fyrir leikinn að Höskuldur er frábær leikmaður og reynslumikill. Það var gleðilegt hversu hann spilaði í dag og átti svo sannarlega skilið að skora.“ Sölvi Snær Guðbjargarson gekk til liðs við Breiðablik frá Stjörnunni fyrir lok félagaskiptagluggans og kom á óvart að hann hafi ekki verið í hópnum í kvöld. „Hann mátti ekki spila gegn Stjörnunni. Það hefði kostað okkur töluverðar fjárhæðir ef hann hefði spilað. Einnig er stutt liðið frá þessum félagsskiptum og var hann aldrei að fara að spila þennan leik hvort eð er þannig hann fékk frí í kvöld.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Breiðablik Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira