Hafa sent þúsundir aftur til Marokkó Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2021 10:15 Lögregluþjónar standa nærri líki manns sem rak á land í Ceuta. Maðurinn hafði reynt að synda frá Marokkó til yfirráðasvæðis Spánar. EPA/BRAIS LORENZO Rúmlega 6.500 af þeim um átta þúsund farand- og flóttamönnum sem hafa gert sér leið til Ceuta, yfirráðasvæðis Spánar í Norður-Afríku, í þessari viku hafa verið sendir aftur til Marokkó. Þetta tilkynnti Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar í morgun. Hann sagði að fólk væri ekki lengur að reyna að komast til Ceuta, hins vegar hafi hundruð reynt að komast til Melilla, annars yfirráðasvæðis Spánar í Norður-Afríku. Minnst þrjátíu eru sagðir hafa komist þar yfir landamærin. Spánn og Marokkó eiga í deilum þessa dagana og hafa Spánverjar leitt líkur að því að landamærum í Marokkó hafi verið skipað að hleypa fólki að landamærum Ceuta til að refsa Spánverjum fyrir að taka á móti Brahim Ghali. Sá leiðir sjálfstæðishreyfingu í vesturhluta Marokkó en hefur verið á sjúkrahúsi á Spáni frá því í síðasta mánuði. Sjá einnig: Hermenn sendir til að hefta flæði fólks yfir landamærin í Ceuta EL País segir forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa sent yfirvöld í Marokkó skilaboð um að slakt landamæraeftirlit þar gæti leitt til samdráttar í fjárhagsaðstoð sambandsins. Ráðamenn í Marokkó hafi nýverið heitið því að draga úr flæði flótta- og farandfólks. AP fréttaveitan segir flesta sem hafa reynt að komast til Ceuta vera unga menn frá Marokkó. Blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við nokkra þeirra sem segjast lepja dauðan úr skel í Marokkó. Enga vinnu væri að fá og margir þeirra sem hafi reynt að komast til Ceuta búi á götunni. Einn viðmælandi lýsti því að vera fastur í Marokkó við það að vera dauður. Þeir hefðu engu að tapa við að reyna að komast til Evrópu. „Við munum halda áfram að reyna. Við munum finna leið, jafnvel þó hafið frjósi,“ sagði annar. Spánn Marokkó Flóttamenn Evrópusambandið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hann sagði að fólk væri ekki lengur að reyna að komast til Ceuta, hins vegar hafi hundruð reynt að komast til Melilla, annars yfirráðasvæðis Spánar í Norður-Afríku. Minnst þrjátíu eru sagðir hafa komist þar yfir landamærin. Spánn og Marokkó eiga í deilum þessa dagana og hafa Spánverjar leitt líkur að því að landamærum í Marokkó hafi verið skipað að hleypa fólki að landamærum Ceuta til að refsa Spánverjum fyrir að taka á móti Brahim Ghali. Sá leiðir sjálfstæðishreyfingu í vesturhluta Marokkó en hefur verið á sjúkrahúsi á Spáni frá því í síðasta mánuði. Sjá einnig: Hermenn sendir til að hefta flæði fólks yfir landamærin í Ceuta EL País segir forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa sent yfirvöld í Marokkó skilaboð um að slakt landamæraeftirlit þar gæti leitt til samdráttar í fjárhagsaðstoð sambandsins. Ráðamenn í Marokkó hafi nýverið heitið því að draga úr flæði flótta- og farandfólks. AP fréttaveitan segir flesta sem hafa reynt að komast til Ceuta vera unga menn frá Marokkó. Blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við nokkra þeirra sem segjast lepja dauðan úr skel í Marokkó. Enga vinnu væri að fá og margir þeirra sem hafi reynt að komast til Ceuta búi á götunni. Einn viðmælandi lýsti því að vera fastur í Marokkó við það að vera dauður. Þeir hefðu engu að tapa við að reyna að komast til Evrópu. „Við munum halda áfram að reyna. Við munum finna leið, jafnvel þó hafið frjósi,“ sagði annar.
Spánn Marokkó Flóttamenn Evrópusambandið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira