Úr vonlausri stöðu í úrslitakeppni eins og Westbrook fullyrti Sindri Sverrisson skrifar 21. maí 2021 07:31 Russell Westbrook fagnaði með stuðningsmönnum eftir sigurinn dýrmæta í gærkvöld. AP/Nick Wass Washington Wizards varð í gærkvöld áttunda og síðasta liðið í austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta til að komast í úrslitakeppnina. Washington vann Indiana Pacers 142-115 í umspilsleik. Washington mætir austurdeildarmeisturum Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það leit alls ekki út fyrir að Washington gæti komist í úrslitakeppnina eftir skelfilegt gengi framan af leiktíð. Scott Brooks, þjálfari Washington, segir að Russell Westbrook hafi átt stóran þátt í að liðið skyldi ekki missa trúna á að það væri hægt. Það hafði gengið á ýmsu vegna kórónuveirusmita og meiðsla, og Washington var 15 leikjum frá 50% sigurhlutfalli (17 sigrar, 32 töp), þegar Westbrook kallaði liðsfélaga sína saman til fundar. Þar flutti hann, samkvæmt Brooks, mjög ástríðufulla og beinskeytta ræðu sem gekk út á það að liðið myndi ekki missa af úrslitakeppninni. Nú hefur það raungerst. Indiana sá aldrei til sólar í leiknum í gær og Washington náði mest 38 stiga forskoti. Westbrook skoraði 18 stig, átti 15 stoðsendingar og tók átta fráköst. Bradley Beal var stigahæstur með 25 stig. Sigurinn var svo öruggur að Beal gat hvílt sig allan fjórða leikhluta og Westbrook síðustu átta mínúturnar. Einvígi Washington og Philadelphia hefst á sunnudaginn. Aðeins einum leik er ólokið í hinu nýja umspili en það ræðst í nótt hvort það verða Memphis Grizzlies eða Golden State Warriors sem leika í úrslitakeppni vesturdeildarinnar. The @WashWizards clinch the East #8 seed and will face Philadelphia in the First Round of the #NBAPlayoffs.The @memgrizz and @warriors battle Friday at 9pm/et on ESPN for the West #8 seed! #StateFarmPlayIn pic.twitter.com/WGiLsslcjh— NBA (@NBA) May 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Washington mætir austurdeildarmeisturum Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það leit alls ekki út fyrir að Washington gæti komist í úrslitakeppnina eftir skelfilegt gengi framan af leiktíð. Scott Brooks, þjálfari Washington, segir að Russell Westbrook hafi átt stóran þátt í að liðið skyldi ekki missa trúna á að það væri hægt. Það hafði gengið á ýmsu vegna kórónuveirusmita og meiðsla, og Washington var 15 leikjum frá 50% sigurhlutfalli (17 sigrar, 32 töp), þegar Westbrook kallaði liðsfélaga sína saman til fundar. Þar flutti hann, samkvæmt Brooks, mjög ástríðufulla og beinskeytta ræðu sem gekk út á það að liðið myndi ekki missa af úrslitakeppninni. Nú hefur það raungerst. Indiana sá aldrei til sólar í leiknum í gær og Washington náði mest 38 stiga forskoti. Westbrook skoraði 18 stig, átti 15 stoðsendingar og tók átta fráköst. Bradley Beal var stigahæstur með 25 stig. Sigurinn var svo öruggur að Beal gat hvílt sig allan fjórða leikhluta og Westbrook síðustu átta mínúturnar. Einvígi Washington og Philadelphia hefst á sunnudaginn. Aðeins einum leik er ólokið í hinu nýja umspili en það ræðst í nótt hvort það verða Memphis Grizzlies eða Golden State Warriors sem leika í úrslitakeppni vesturdeildarinnar. The @WashWizards clinch the East #8 seed and will face Philadelphia in the First Round of the #NBAPlayoffs.The @memgrizz and @warriors battle Friday at 9pm/et on ESPN for the West #8 seed! #StateFarmPlayIn pic.twitter.com/WGiLsslcjh— NBA (@NBA) May 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira