KA getur komist í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sextán ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 14:45 KA-mennirnir Jóhann Geir Sævarsson og Ragnar Snær Njálsson fagna. Ragnar lék með síðasta KA-liðinu sem komst í úrslitakeppnina, tímabilið 2004-05, sem og faðir Jóhanns, Sævar Árnason. vísir/hulda margrét KA fær í kvöld tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn frá tímabilinu 2004-05. KA fær FH í heimsókn í eina leik dagsins í Olís-deild karla en hann hefst klukkan 18:00. Ef KA-menn fá stig í leiknum eru þeir öruggir með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn eftir að þeir komust aftur upp í efstu deild 2018 og í fyrsta sinn undir merkjum KA síðan 2005. KA-menn komust þá í átta liða úrslit en féllu úr leik fyrir ÍR-ingum, 2-0. Tveir leikmenn í KA-liðinu í dag léku með því fyrir sextán árum, reynsluboltarnir Andri Snær Stefánsson og Ragnar Snær Njálsson. Þá var þjálfari KA, Jónatan Magnússon, ein af burðarásum KA-liðsins á þeim tíma. Lið KA í síðasta leik þess í úrslitakeppni, gegn ÍR í KA-heimilinu 7. apríl 2005. ÍR-ingar unnu leikinn, 30-35.hsí KA er í 8. sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram sem er í 9. sætinu. Frammarar geta bara náð KA-mönnum að stigum en af það gerist verður Fram alltaf fyrir ofan vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Með sigri í kvöld jafnar KA Selfoss að stigum í 3. sæti deildarinnar. Báðir leikir liðanna enduðu 24-24 og því er eins jafnt á með þeim komið í innbyrðis viðureignum og hægt er. Selfoss er með 22 mörk í plús en KA nítján svo KA-menn þyrftu að vinna fjögurra marka sigur á FH-ingum til að skjótast upp fyrir Selfyssinga. Dramatíkin í aðalhlutverki Ef KA vinnur í kvöld verður liðið aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er í 2. sæti og ætti þá betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Fimleikafélaginu. Fyrri leikur FH og KA var dramatískur í meira lagi. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA-manna úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Aukakastið var hins vegar ekki tekið á réttum stað og því hefði KA ekki átt að fá vítið. Eftir leikinn í kvöld verða öll lið Olís-deildarinnar búin að spila tuttugu leiki. Næstsíðasta umferðin fer fram á mánudaginn, öðrum í Hvítasunnu, og lokaumferðin á fimmtudaginn eftir viku. KA sækir Val heim í næstsíðustu umferðinni og mætir svo Þór í Akureyrarslag í KA-heimilinu í lokaumferðinni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla KA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
KA fær FH í heimsókn í eina leik dagsins í Olís-deild karla en hann hefst klukkan 18:00. Ef KA-menn fá stig í leiknum eru þeir öruggir með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn eftir að þeir komust aftur upp í efstu deild 2018 og í fyrsta sinn undir merkjum KA síðan 2005. KA-menn komust þá í átta liða úrslit en féllu úr leik fyrir ÍR-ingum, 2-0. Tveir leikmenn í KA-liðinu í dag léku með því fyrir sextán árum, reynsluboltarnir Andri Snær Stefánsson og Ragnar Snær Njálsson. Þá var þjálfari KA, Jónatan Magnússon, ein af burðarásum KA-liðsins á þeim tíma. Lið KA í síðasta leik þess í úrslitakeppni, gegn ÍR í KA-heimilinu 7. apríl 2005. ÍR-ingar unnu leikinn, 30-35.hsí KA er í 8. sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram sem er í 9. sætinu. Frammarar geta bara náð KA-mönnum að stigum en af það gerist verður Fram alltaf fyrir ofan vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Með sigri í kvöld jafnar KA Selfoss að stigum í 3. sæti deildarinnar. Báðir leikir liðanna enduðu 24-24 og því er eins jafnt á með þeim komið í innbyrðis viðureignum og hægt er. Selfoss er með 22 mörk í plús en KA nítján svo KA-menn þyrftu að vinna fjögurra marka sigur á FH-ingum til að skjótast upp fyrir Selfyssinga. Dramatíkin í aðalhlutverki Ef KA vinnur í kvöld verður liðið aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er í 2. sæti og ætti þá betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Fimleikafélaginu. Fyrri leikur FH og KA var dramatískur í meira lagi. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA-manna úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Aukakastið var hins vegar ekki tekið á réttum stað og því hefði KA ekki átt að fá vítið. Eftir leikinn í kvöld verða öll lið Olís-deildarinnar búin að spila tuttugu leiki. Næstsíðasta umferðin fer fram á mánudaginn, öðrum í Hvítasunnu, og lokaumferðin á fimmtudaginn eftir viku. KA sækir Val heim í næstsíðustu umferðinni og mætir svo Þór í Akureyrarslag í KA-heimilinu í lokaumferðinni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla KA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira