Elsti Íslandsmeistari sögunnar: Snóker var forboðin íþrótt Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2021 20:01 Gunnar Hreiðarsson verður 52 ára gamall í ágúst sem gerir hann að elsta Íslandsmeistara sögunnar í snóker. aðsend Gunnar Hreiðarsson er elsti Íslandsmeistari í Snóker frá upphafi en hann sigraði Jón Inga Ægisson frá Keflavík í úrslitaleik um síðustu helgi. Vinsældir Snóker-íþróttarinnar hafa verið sveiflukenndar í gegnum tíðina. Og reyndar var það svo þegar Gunnar var að feta sín fyrstu spor í snóker hafði íþróttin á sér nokkuð slæmt orð. „Ég verð 52 í ágúst. Háaldraður maðurinn. Ég hef verið að fikta í þessu í fjörutíu ár, byrjaði 12 ára þannig að það er kominn smá tími hjá mér. Ég byrjaði í þessu í félagsheimilunum, Fellahelli í Breiðholti og rambaði aðeins inná Klöppina, sem ég hafði ekki aldur til að vera á. Hékk í sjoppunni og sá inn,“ segir Gunnar og er þá að tala um hina sögufrægu Billiardsstofu á Klapparstíg. Snókerinn hafði á sér vafasamt orð Á Klöppinni sá hinn hrifnæmi og áhugasami ungi drengur úr Breiðholtinu þjóðþekkta menn á borð við Eggert Þorleifs leikara, Dóra Braga blúshund og Gústa rót leika listir sínar. Gunnar kampakátur með bikara eftir að hafa sigrað á Íslandsmótinu í Snóker um síðustu helgi.aðsend „Rosalega gaman an sjá þessa kláru kalla. Og mest spennandi var að fá ekki að fara inn en fékk samt að sjá,“ segir Gunnar. En fyrir framan stofuna, í einskonar fordyri var rekin sjoppa sem bæði þjónaði þeim sem komu inn og þeim sem fyrir innan voru. En Gunnar hafði aðgang að snókerborði í Fellahelli og svo opnaði Júnóís í Skipholti sem var mjög vinsæll staður. „Aftur var maður ekki með aldur en fékk að læðast inn og sjá.“ En á þeim tíma hafði snókerinn ekki mjög gott orð á sér og taldist af broddborgurum landsins vera spillt atferli sem tengdist reykingum, drykkju og fjárhættuspili. „Já, það var þannig. Smá vínandi í kringum þetta. Það vildi enginn hafa unga fólkið í kringum þetta; svo lestirnir smituðust ekki yfir í það.“ En fljótlega upp úr þessu varð viðhorfsbreytingin, tíðarandinn breyttist. „Það náðist að vinna sig í gegnum það þegar ég er að verða 16 ára. Þá voru komnar ýmsar stofur og uppúr því voru mót haldin þar sem mikil þátttaka var. Kannski um 50 til 70 manns í þessu. Þá var þetta alvöru íþrótt. Sem svo vatt uppá sig, þegar nýr hópur kom inn sem urðu virkilega góður og keppnishæfir. Þetta fór úr því að vera illræmt yfir í „betra“ sport. Vinsælla og viðurkenndara. Ekki var leyfð drykkja og þá varð þetta að íþrótt. Þetta er flott íþrótt og flott sjónvarpsefni. Mjög vinsælt sem slíkt.“ Gömlu skarfarnir þéttir fyrir á fleti Síðan hafa vinsældirnar gengið upp og niður og má segja að snókerinn sé í lægð núna. Snookerstofurnar eru bara tvær í Reykjavík núna og Gunnari er kunnugt um eina í Eyjum. Þá er það upp talið. Gunnar segir að hann hafi ekki tölu á hversu margar þær voru þegar best lét, örugglega vel á 3. tug á sínum tíma. Að sögn Gunnars vantar að vekja áhugann. Hann segir að nú séu margir gamlir jaxlar í þessu og Íslandsmótið að þessu sinni hafi samanstaðið af þátttakendum sem eru meira og minna 35 ára og eldri. Margir eru 50 ára og eldri. Gunnar tekur við bikarnum í lok móts en það er formaður Billiard- og snókersambands Íslands, Pálmi Einarsson sem afhendir Gunnari bikarinn góða.aðsend „Það hefur ekki verið mikil endurnýjun í þessu að undanförnu. Reyndar, það sem er að gerast núna er mjög spennandi. Sumir skólar hafa verið með val um íþróttir og er snóker þar inní. Boðið er upp á snókerkennslu. En það er svolítið þannig að unga fólkið vill helst koma inn og vinna allt strax en við kallarnir erum margir býsna góðir í þessu.“ Eins og áður sagði lék Gunnar úrslitaleik við Jón Inga Ægisson úr Keflavík. „Þetta var skemmtileg viðureign ekki síst vegna þess að tveimur vikum áður spiluðum við líka til úrslita í aldurshópnum fjörutíu ára og eldri. Hann rústaði mér þar, vann mig fimm eitt og labbaði yfir mig. En þetta voru þó spennandi rammar hver um sig. Svo lagði ég hann, 9 – 5 í Íslandsmótinu. Mjög spennandi.“ Hálfgerður atvinnumaður í snóker og golfi Gunnar er einnig snjall kylfingur og á sumrin er hann á golfi nánast alla daga. Hann segist ekki vera fjölskyldumaður. Enda fer mikill tími í þetta. „Nei, maður er einn í rólegheitalífinu og nýtur sín. Eins og er, allaveganna.“ Gunnar er skæður með kjuðann og kylfurnar. Hann segir að þeir sem yngri eru vilji koma og vinna allt strax en það er hægara sagt en gert því þeir eldri séu þar fastir fyrir.aðsend Gunnar hætti að vinna fyrir alllöngu síðan, hann er með tauga- og æðasjúkdóm sem skerðir hreyfigetuna og tilfinningu; hann hefur litla tilfinningu í fótleggjum og fingrum. „Ekki hentugt fyrir mig en þetta er bara svo gaman,“ segir Gunnar sem gengst við því spurður að hann sé hálfgerður atvinnumaður í snóker og golfi. Þetta er líf hans og yndi og hann ver öllum sínum tíma í þetta tvennt. „Mér finnst rosalega gaman að þessu. Ég hef unnið mikið af titlum í snókernum, níu eða tíu Íslandsmeistaratitla í bland; í tvíliða og eldri aldurshópum. Ég var Íslandsmeistari í 40 ára og eldri fjögur ár í röð. Og ég hef sigrað tvíliðamót fjórum sinnum á síðasta áratug með þremur mismundandi aðilum. Þetta er ofboðslega gaman.“ Snóker Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Vinsældir Snóker-íþróttarinnar hafa verið sveiflukenndar í gegnum tíðina. Og reyndar var það svo þegar Gunnar var að feta sín fyrstu spor í snóker hafði íþróttin á sér nokkuð slæmt orð. „Ég verð 52 í ágúst. Háaldraður maðurinn. Ég hef verið að fikta í þessu í fjörutíu ár, byrjaði 12 ára þannig að það er kominn smá tími hjá mér. Ég byrjaði í þessu í félagsheimilunum, Fellahelli í Breiðholti og rambaði aðeins inná Klöppina, sem ég hafði ekki aldur til að vera á. Hékk í sjoppunni og sá inn,“ segir Gunnar og er þá að tala um hina sögufrægu Billiardsstofu á Klapparstíg. Snókerinn hafði á sér vafasamt orð Á Klöppinni sá hinn hrifnæmi og áhugasami ungi drengur úr Breiðholtinu þjóðþekkta menn á borð við Eggert Þorleifs leikara, Dóra Braga blúshund og Gústa rót leika listir sínar. Gunnar kampakátur með bikara eftir að hafa sigrað á Íslandsmótinu í Snóker um síðustu helgi.aðsend „Rosalega gaman an sjá þessa kláru kalla. Og mest spennandi var að fá ekki að fara inn en fékk samt að sjá,“ segir Gunnar. En fyrir framan stofuna, í einskonar fordyri var rekin sjoppa sem bæði þjónaði þeim sem komu inn og þeim sem fyrir innan voru. En Gunnar hafði aðgang að snókerborði í Fellahelli og svo opnaði Júnóís í Skipholti sem var mjög vinsæll staður. „Aftur var maður ekki með aldur en fékk að læðast inn og sjá.“ En á þeim tíma hafði snókerinn ekki mjög gott orð á sér og taldist af broddborgurum landsins vera spillt atferli sem tengdist reykingum, drykkju og fjárhættuspili. „Já, það var þannig. Smá vínandi í kringum þetta. Það vildi enginn hafa unga fólkið í kringum þetta; svo lestirnir smituðust ekki yfir í það.“ En fljótlega upp úr þessu varð viðhorfsbreytingin, tíðarandinn breyttist. „Það náðist að vinna sig í gegnum það þegar ég er að verða 16 ára. Þá voru komnar ýmsar stofur og uppúr því voru mót haldin þar sem mikil þátttaka var. Kannski um 50 til 70 manns í þessu. Þá var þetta alvöru íþrótt. Sem svo vatt uppá sig, þegar nýr hópur kom inn sem urðu virkilega góður og keppnishæfir. Þetta fór úr því að vera illræmt yfir í „betra“ sport. Vinsælla og viðurkenndara. Ekki var leyfð drykkja og þá varð þetta að íþrótt. Þetta er flott íþrótt og flott sjónvarpsefni. Mjög vinsælt sem slíkt.“ Gömlu skarfarnir þéttir fyrir á fleti Síðan hafa vinsældirnar gengið upp og niður og má segja að snókerinn sé í lægð núna. Snookerstofurnar eru bara tvær í Reykjavík núna og Gunnari er kunnugt um eina í Eyjum. Þá er það upp talið. Gunnar segir að hann hafi ekki tölu á hversu margar þær voru þegar best lét, örugglega vel á 3. tug á sínum tíma. Að sögn Gunnars vantar að vekja áhugann. Hann segir að nú séu margir gamlir jaxlar í þessu og Íslandsmótið að þessu sinni hafi samanstaðið af þátttakendum sem eru meira og minna 35 ára og eldri. Margir eru 50 ára og eldri. Gunnar tekur við bikarnum í lok móts en það er formaður Billiard- og snókersambands Íslands, Pálmi Einarsson sem afhendir Gunnari bikarinn góða.aðsend „Það hefur ekki verið mikil endurnýjun í þessu að undanförnu. Reyndar, það sem er að gerast núna er mjög spennandi. Sumir skólar hafa verið með val um íþróttir og er snóker þar inní. Boðið er upp á snókerkennslu. En það er svolítið þannig að unga fólkið vill helst koma inn og vinna allt strax en við kallarnir erum margir býsna góðir í þessu.“ Eins og áður sagði lék Gunnar úrslitaleik við Jón Inga Ægisson úr Keflavík. „Þetta var skemmtileg viðureign ekki síst vegna þess að tveimur vikum áður spiluðum við líka til úrslita í aldurshópnum fjörutíu ára og eldri. Hann rústaði mér þar, vann mig fimm eitt og labbaði yfir mig. En þetta voru þó spennandi rammar hver um sig. Svo lagði ég hann, 9 – 5 í Íslandsmótinu. Mjög spennandi.“ Hálfgerður atvinnumaður í snóker og golfi Gunnar er einnig snjall kylfingur og á sumrin er hann á golfi nánast alla daga. Hann segist ekki vera fjölskyldumaður. Enda fer mikill tími í þetta. „Nei, maður er einn í rólegheitalífinu og nýtur sín. Eins og er, allaveganna.“ Gunnar er skæður með kjuðann og kylfurnar. Hann segir að þeir sem yngri eru vilji koma og vinna allt strax en það er hægara sagt en gert því þeir eldri séu þar fastir fyrir.aðsend Gunnar hætti að vinna fyrir alllöngu síðan, hann er með tauga- og æðasjúkdóm sem skerðir hreyfigetuna og tilfinningu; hann hefur litla tilfinningu í fótleggjum og fingrum. „Ekki hentugt fyrir mig en þetta er bara svo gaman,“ segir Gunnar sem gengst við því spurður að hann sé hálfgerður atvinnumaður í snóker og golfi. Þetta er líf hans og yndi og hann ver öllum sínum tíma í þetta tvennt. „Mér finnst rosalega gaman að þessu. Ég hef unnið mikið af titlum í snókernum, níu eða tíu Íslandsmeistaratitla í bland; í tvíliða og eldri aldurshópum. Ég var Íslandsmeistari í 40 ára og eldri fjögur ár í röð. Og ég hef sigrað tvíliðamót fjórum sinnum á síðasta áratug með þremur mismundandi aðilum. Þetta er ofboðslega gaman.“
Snóker Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira