Viðskipti innlent

Mis­tök Þjóð­skrár hafa ekki á­hrif á vísi­tölu neyslu­verðs

Eiður Þór Árnason skrifar
Hagstofa Íslands mælir vísitölu neysluverð samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og horfir meðal annars til kostnaðar vegna húsnæðis.
Hagstofa Íslands mælir vísitölu neysluverð samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og horfir meðal annars til kostnaðar vegna húsnæðis. Vísir/Hanna

Leiðrétting Þjóðskrár á vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur engin áhrif á mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni en greint var frá því í gær að Þjóðskrá hafi gert mistök við birtingu talnanna þann 20. apríl. 

Eftir leiðréttinguna mælist vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 711,7 stig í mars og hækkar um 3,3% á milli mánaða en ekki 1,6% eins og fullyrt var á sínum tíma. Er það mesta hækkun á íbúðaverði milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu frá maí 2007 þegar vísitalan hækkaði um 3,6% milli mánaða. 

Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitala íbúðaverðs hækkað um 4,0%, 6,5% síðastliðna sex mánuði og 10,7% síðastliðið ár.

Vísitala neysluverðs er viðmiðunarkvarði milli tímabila og lítur til verðbreytinga á vörum og þjónustu sem eru á útgjaldalið heimilanna.

Í lok apríl var greint frá því að síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs, einnig kölluð ársverðbólga, hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. Hefur hún ekki verið hærri frá því í febrúar 2013 eða í rúm átta ár.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×