Ísland verður krikketþjóð og það er frábært fyrir innflytjendur Snorri Másson skrifar 30. maí 2021 19:30 Bala Kamallakharan er fæddur í Chennai á austanverðu Indlandi en hefur búið á Íslandi í rúman áratug. Hann er formaður Krikketsambands Íslands og stofnandi StartUp Iceland. Hér er hann á Víðistaðatúni. Instagram Krikketþjóðin Ísland árið 2031. Það er raunhæf hugsjón, að mati formanns Krikketsambands Íslands, indverska Íslendingsins Bala Kamallakharan. Hann er í keppnishug á nýrri leiktíð, sem hófst í mánuðinum í íslensku úrvalsdeildinni í krikket. Bala er á meðal leikmanna Kópavogur Puffins, sem er rótgrónasta krikketlið landsins, stofnað árið 2009. „Krikket er önnur vinsælasta íþrótt í heimi, þannig að mér finnst liggja beinast við að við spilum hana líka hér,“ segir Bala í samtali við Vísi. Flestir krikketspilarar landsins eru af erlendu bergi brotnir en eru þó á sinn hátt hluti af fjöldahreyfingu, enda um aðra vinsælustu íþrótt heims að ræða.Kópavogur Puffins Að sögn Bala er eftir miklu að sælast ef vegur íþróttarinnar er aukinn hér á landi: „Jafnvel þegar við erum að spila eru 2-5.000 að að horfa á leikina og Twitter-reikningur okkar er með 20.000 fylgjendur. Þetta er eitthvað sem virkilega margir hafa áhuga á.“ Ástundun krikkets hefur löngum verið brotakennd hér á landi en er nú að taka á sig þéttari mynd með starfi Bala og félaga. Ætla má að upp undir 100 manns séu virkir í íþróttinni og auk Kópavogsmanna eru önnur þrjú lið; Vesturbær Volcano, Hafnarfjörður Hammers og Reykjavík Vikings. Brúar bilið fyrir hælisleitendur Drjúgur meirihluti leikmanna er af erlendu bergi brotinn og frá krikketþjóðum heims, Indlandi, Pakistan, Ástralíu og jafnvel Suður-Afríku. Á krikketæfingu er ekki verið að velta sér upp úr stríði hælisleitenda við óbilgjarnt kerfið, heldur er sjónum beint að leiknum sjálfum.Kópavogur Puffins Ekki síður er þó að finna nokkurn fjölda í hópnum sem kemur frá stríðshrjáðum svæðum: Um tíu prósent meðlima í Krikketsambandi Íslands eru hælisleitendur. „Hjá okkur fá þeir öruggt rými til þess að vera hluti af samfélagi. Þeir fá auðvitað íbúð hjá hinu opinbera en svo er oft erfitt fyrir þá að komast inn í samfélagið. Við sem búum á Íslandi getum hjálpað þeim að aðlagast og koma þeim í samskipti við aðra íbúa,“ segir Bala. Félagsmálaráðuneytið greiðir félagsgjöld hælisleitenda í klúbbnum og Reykjavíkurborg kemur einnig að málum. „Þessi hópur á auðvitað við ýmsar lagalegar áskoranir að etja en hjá en hér erum við ekki að velta okkur upp úr þeim. Hérna geta þeir bara komið að spila krikket,“ segir Bala. Vesturbæingarnir úr Alvogen vilja inn í KR Bala Kamallakharan er alvara með að gera krikket að hluta af íslensku þjóðlífi. Hluti af þeim áformum er að stofna krikketdeildir innan íþróttafélaganna. „Stóra hugmyndin er að verða hluti af stóru klúbbunum í öllum hverfunum. Þannig vilja Vesturbær Volcanoes verða hluti af KR núna,“ segir Bala. Vesturbæingarnir eru flestir Indverjar sem vinna hjá Alvogen, á fimmta tug vísindamanna. Þeir eiga í viðræðum við KR um að stofna sérstaka deild og þar er nærtækt að sjá fyrir sér að forstjóri fyrirtækisins Róbert Wessman reyni að liðka fyrir samningum. Leikmenn KR í knattspyrnu eru skilmerkilega merktir Alvogen og það gæti krikketlið Vesturbæjarvíkinganna líklega einnig vel hugsað sér að vera. Vísir/Hulda Margrét Óladóttir Róbert er einn helsti stuðningsaðili KR, þótt vissulega hafi heimavöllurinn fyrir skemmstu misst Alvogen-nafnbótina eftir nýja samninga. Nú er aftur einfaldlega talað um Meistaravelli, en þegar kemur að hagsmunum krikketmannanna má vona að sú breyting sé ekki til marks um lakari tengsl á milli stórveldisins og stórfyrirtækisins. Íslandsmótið hafið Bala sjálfur er leikandi í íslensku atvinnulífi, sem stofnandi StartUp Iceland og fjárfestir í íslenskum sprotafyrirtækjum. Hann segir að krikkethugsjónin sé ekki ótengd því vafstri öllu, heldur sé honum í mun að koma að stórum verkefnum hér á landi. Ellefu eru í hvoru liði í krikket, þar af einn kastari og annar kylfingur, eins og sjá má á þessari mynd. Hestar koma hvergi við sögu, enda þótt 92% Evrópubúa hrjáist af ranghugmyndum í þá veru. Hestar eru í póló, s.s. knapaknattleik.Kópavogur Puffins „Ef þú vilt virkilega að eitthvað gerist og enginn annar er að sjá um það, verðurðu bara að bretta upp ermar og taka til hendinni. Mín hugsjón er að á innan við tíu árum verði Ísland orðið krikketþjóð sem geti keppt á alþjóðavettvangi,“ segir Bala. Annarri umferð Íslandsmótsins lauk síðustu helgi með afgerandi sigri Hafnarfjarðarhamranna á Vesturbæjarvíkingunum. Hafnarfjörður trónir á toppnum, eins og má lesa um í þessari skýrslu. Að öðru leyti má sannarlega fylgjast með íslensku krikketi á samfélagsmiðlum, enda liðin öll með eindæmum virk, ásamt því sem síða Íslenska krikketsambandsins er uppfærð mjög samviskusamlega með ítarlegum lýsingum. Ekki er vanþörf á virkri upplýsingagjöf til almennings um þetta efni, enda hafa rannsóknir beinlínis leitt í ljós mjög útbreiddar ranghugmyndir Evrópumanna um íþróttina. Krikket Indland Innflytjendamál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Það er raunhæf hugsjón, að mati formanns Krikketsambands Íslands, indverska Íslendingsins Bala Kamallakharan. Hann er í keppnishug á nýrri leiktíð, sem hófst í mánuðinum í íslensku úrvalsdeildinni í krikket. Bala er á meðal leikmanna Kópavogur Puffins, sem er rótgrónasta krikketlið landsins, stofnað árið 2009. „Krikket er önnur vinsælasta íþrótt í heimi, þannig að mér finnst liggja beinast við að við spilum hana líka hér,“ segir Bala í samtali við Vísi. Flestir krikketspilarar landsins eru af erlendu bergi brotnir en eru þó á sinn hátt hluti af fjöldahreyfingu, enda um aðra vinsælustu íþrótt heims að ræða.Kópavogur Puffins Að sögn Bala er eftir miklu að sælast ef vegur íþróttarinnar er aukinn hér á landi: „Jafnvel þegar við erum að spila eru 2-5.000 að að horfa á leikina og Twitter-reikningur okkar er með 20.000 fylgjendur. Þetta er eitthvað sem virkilega margir hafa áhuga á.“ Ástundun krikkets hefur löngum verið brotakennd hér á landi en er nú að taka á sig þéttari mynd með starfi Bala og félaga. Ætla má að upp undir 100 manns séu virkir í íþróttinni og auk Kópavogsmanna eru önnur þrjú lið; Vesturbær Volcano, Hafnarfjörður Hammers og Reykjavík Vikings. Brúar bilið fyrir hælisleitendur Drjúgur meirihluti leikmanna er af erlendu bergi brotinn og frá krikketþjóðum heims, Indlandi, Pakistan, Ástralíu og jafnvel Suður-Afríku. Á krikketæfingu er ekki verið að velta sér upp úr stríði hælisleitenda við óbilgjarnt kerfið, heldur er sjónum beint að leiknum sjálfum.Kópavogur Puffins Ekki síður er þó að finna nokkurn fjölda í hópnum sem kemur frá stríðshrjáðum svæðum: Um tíu prósent meðlima í Krikketsambandi Íslands eru hælisleitendur. „Hjá okkur fá þeir öruggt rými til þess að vera hluti af samfélagi. Þeir fá auðvitað íbúð hjá hinu opinbera en svo er oft erfitt fyrir þá að komast inn í samfélagið. Við sem búum á Íslandi getum hjálpað þeim að aðlagast og koma þeim í samskipti við aðra íbúa,“ segir Bala. Félagsmálaráðuneytið greiðir félagsgjöld hælisleitenda í klúbbnum og Reykjavíkurborg kemur einnig að málum. „Þessi hópur á auðvitað við ýmsar lagalegar áskoranir að etja en hjá en hér erum við ekki að velta okkur upp úr þeim. Hérna geta þeir bara komið að spila krikket,“ segir Bala. Vesturbæingarnir úr Alvogen vilja inn í KR Bala Kamallakharan er alvara með að gera krikket að hluta af íslensku þjóðlífi. Hluti af þeim áformum er að stofna krikketdeildir innan íþróttafélaganna. „Stóra hugmyndin er að verða hluti af stóru klúbbunum í öllum hverfunum. Þannig vilja Vesturbær Volcanoes verða hluti af KR núna,“ segir Bala. Vesturbæingarnir eru flestir Indverjar sem vinna hjá Alvogen, á fimmta tug vísindamanna. Þeir eiga í viðræðum við KR um að stofna sérstaka deild og þar er nærtækt að sjá fyrir sér að forstjóri fyrirtækisins Róbert Wessman reyni að liðka fyrir samningum. Leikmenn KR í knattspyrnu eru skilmerkilega merktir Alvogen og það gæti krikketlið Vesturbæjarvíkinganna líklega einnig vel hugsað sér að vera. Vísir/Hulda Margrét Óladóttir Róbert er einn helsti stuðningsaðili KR, þótt vissulega hafi heimavöllurinn fyrir skemmstu misst Alvogen-nafnbótina eftir nýja samninga. Nú er aftur einfaldlega talað um Meistaravelli, en þegar kemur að hagsmunum krikketmannanna má vona að sú breyting sé ekki til marks um lakari tengsl á milli stórveldisins og stórfyrirtækisins. Íslandsmótið hafið Bala sjálfur er leikandi í íslensku atvinnulífi, sem stofnandi StartUp Iceland og fjárfestir í íslenskum sprotafyrirtækjum. Hann segir að krikkethugsjónin sé ekki ótengd því vafstri öllu, heldur sé honum í mun að koma að stórum verkefnum hér á landi. Ellefu eru í hvoru liði í krikket, þar af einn kastari og annar kylfingur, eins og sjá má á þessari mynd. Hestar koma hvergi við sögu, enda þótt 92% Evrópubúa hrjáist af ranghugmyndum í þá veru. Hestar eru í póló, s.s. knapaknattleik.Kópavogur Puffins „Ef þú vilt virkilega að eitthvað gerist og enginn annar er að sjá um það, verðurðu bara að bretta upp ermar og taka til hendinni. Mín hugsjón er að á innan við tíu árum verði Ísland orðið krikketþjóð sem geti keppt á alþjóðavettvangi,“ segir Bala. Annarri umferð Íslandsmótsins lauk síðustu helgi með afgerandi sigri Hafnarfjarðarhamranna á Vesturbæjarvíkingunum. Hafnarfjörður trónir á toppnum, eins og má lesa um í þessari skýrslu. Að öðru leyti má sannarlega fylgjast með íslensku krikketi á samfélagsmiðlum, enda liðin öll með eindæmum virk, ásamt því sem síða Íslenska krikketsambandsins er uppfærð mjög samviskusamlega með ítarlegum lýsingum. Ekki er vanþörf á virkri upplýsingagjöf til almennings um þetta efni, enda hafa rannsóknir beinlínis leitt í ljós mjög útbreiddar ranghugmyndir Evrópumanna um íþróttina.
Krikket Indland Innflytjendamál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent