Meinað að nota lénið polsen.is eftir kvörtun frá Poulsen Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2021 14:27 Poulsen og Orka ehf eru samkeppnisaðilar og taldi Poulsen notkun á léninu polsen.is skapa hættu á ruglingi fyrir neytendur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Neytendastofa hefur meinað Orku ehf að nota lénið polsen.is í tengslum við starfsemi félagsins og gert fyrirtækinu að afskrá lénið. Ákvörðunin er tekin í kjölfar kvörtunar frá samkeppnisaðilanum Poulsen sem á og rekur lénið poulsen.is. Neytendastofa segir að Poulsen hafi talið að notkun á léninu skapi hættu á ruglingi fyrir neytendur því sjón- og hljóðlíking væri alger enda sé það aðeins stafurinn „u“ sem skilji á milli lénanna. Í ákvörðuninni má sjá að í erindi Poulsen sé tekið fram að Poulsen flytji inn og selji varahluti í bifreiðar og iðnvélar, og að fyrirtækið hafi hafið störf hér á landi árið 1910. Þá reki félagið jafnframt verkstæðisþjónustu fyrir bifreiðar og vefverslun á léninu poulsen.is. Félagið hafi skráð lénið poulsen.is árið 1997 og haldið því úti frá þeim tíma. Starfsemi félagsins hafi þó verið rekin undir vörumerkinu POULSEN allt frá stofnun þess. Orka sé keppinautur Poulsen, sem meðal annars flytji inn og selji varahluti í bifreiðar og reki auk þess þjónustuverkstæði. Orka haldi úti léninu bilrudur.is, þar sem finna megi upplýsingar um starfsemina. Flytja inn Polsen heyrnartól „Orka hafnaði því að hætta væri á ruglingi og benti á að þegar komið væri inn á vefsíðuna væri hún skilmerkilega merkt Orku og hvergi minnst á Poulsen. Félagið flytji inn og selja heyrnartól frá framleiðandanum Polsen og þannig sé lénið tilkomið. Við ákvörðun í málinu leit Neytendastofa til þess að fyrirtækin eru keppinautar. Veruleg líkindi séu með lénunum auk þess sem þau eru borin fram sem sama hætti. Þá hafði áhrif að þegar neytendur slá inn vefslóðina polsen.is flytjast þeir beint inn á aðalsíðu Orku, bilrudur.is, og tengist lénið þar með markaðssetningu á Polsen heyrnartólum ekki með beinum hætti. Neytendastofa taldi hættu á ruglingi vegna líkinda lénanna og því væri Orku bönnuð notkun þess,“ segir á vef Neytendastofnunar. Neytendur Bílar Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Neytendastofa segir að Poulsen hafi talið að notkun á léninu skapi hættu á ruglingi fyrir neytendur því sjón- og hljóðlíking væri alger enda sé það aðeins stafurinn „u“ sem skilji á milli lénanna. Í ákvörðuninni má sjá að í erindi Poulsen sé tekið fram að Poulsen flytji inn og selji varahluti í bifreiðar og iðnvélar, og að fyrirtækið hafi hafið störf hér á landi árið 1910. Þá reki félagið jafnframt verkstæðisþjónustu fyrir bifreiðar og vefverslun á léninu poulsen.is. Félagið hafi skráð lénið poulsen.is árið 1997 og haldið því úti frá þeim tíma. Starfsemi félagsins hafi þó verið rekin undir vörumerkinu POULSEN allt frá stofnun þess. Orka sé keppinautur Poulsen, sem meðal annars flytji inn og selji varahluti í bifreiðar og reki auk þess þjónustuverkstæði. Orka haldi úti léninu bilrudur.is, þar sem finna megi upplýsingar um starfsemina. Flytja inn Polsen heyrnartól „Orka hafnaði því að hætta væri á ruglingi og benti á að þegar komið væri inn á vefsíðuna væri hún skilmerkilega merkt Orku og hvergi minnst á Poulsen. Félagið flytji inn og selja heyrnartól frá framleiðandanum Polsen og þannig sé lénið tilkomið. Við ákvörðun í málinu leit Neytendastofa til þess að fyrirtækin eru keppinautar. Veruleg líkindi séu með lénunum auk þess sem þau eru borin fram sem sama hætti. Þá hafði áhrif að þegar neytendur slá inn vefslóðina polsen.is flytjast þeir beint inn á aðalsíðu Orku, bilrudur.is, og tengist lénið þar með markaðssetningu á Polsen heyrnartólum ekki með beinum hætti. Neytendastofa taldi hættu á ruglingi vegna líkinda lénanna og því væri Orku bönnuð notkun þess,“ segir á vef Neytendastofnunar.
Neytendur Bílar Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira