Matur

BBQ kóngurinn: Rækjuforréttir sem slá alltaf í gegn í matarboðum

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Ertu búin(n) að dusta rykið af grillinu? BBQ kóngurinn sjálfur sýnir hvernig framreiða á skemmtilega rækjuforrétti fyrir matarboðið. 
Ertu búin(n) að dusta rykið af grillinu? BBQ kóngurinn sjálfur sýnir hvernig framreiða á skemmtilega rækjuforrétti fyrir matarboðið. 

Grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson töfrar fram hvern grillréttinn á fætur öðrum í þáttunum BBQ kóngurinn sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr í vetur. 

Hér er hægt að sjá hvernig hann útfærir tvo girnilega rækjuforrétti á mismunandi vegu. Réttirnir heita Cambas al ajillo og Tígrisrækjur á sedrusviðarplanka. 

Aðferð og uppskrift er hægt að nálgast fyrir neðan klippuna. 

Klippa: BBQ kóngurinn: Girnilegir og grillaðir rækjuforréttir

Gambas al ajillo

Þessi forréttur slær alltaf í gegn í matarboðum og er einstaklega fallegur. Ég ber hann fram í 16 sm pottjárnspönnu og hver gestur fær pönnu með fimm rækjum. Þið getið auðvitað notað stærri pönnu og valið ykkar magn af rækjum fyrir hvern gest.

  • Rækjur
    • 20 tígrisrækjur
    • Olía
    • 10 hvítlauksgeirar
    • Heill stór rauður chilli
    • 30 g steinselja
    • 1 tsk flögusalt
    • Snittubrauð
  • Aðferð
  1. Kyndið grillið í 200 gráður.
  2. Hálffyllið pottjárnspönnu af olíu. Ég nota 16 sm pönnu.
  3. Skerið hvítlauk og chilli í þunnar sneiðar og saxið steinseljuna smátt. Bætið út á pönnuna ásamt salti.
  4. Setjið pönnuna á beinan hita og hitið þar til olían er orðin heit. Farið mjög varlega með olíu á grilli og farið aldrei frá því.
  5. Bætið rækjunum út á pönnuna og eldið í tíu sekúndur. Snúið rækjunum við og takið pönnuna af grillinu. Steypujárnspönnur halda hita mjög vel og því klárast eldunin á rækjunum þótt pannan sé ekki lengur á grillinu.
  6. Berið réttinn fram kraumandi í pönnunni og leyfið honum að klára að eldast fyrir framan gestina. Gott er að skera niður og rista snittubrauð og dýfa því í olíuna á pönnunni á meðan borðað er.
Gambas al ajillo rækjuforréttur framreiddur í pottjárnspönnu.

Tígrisrækjur á sedrusviðarplanka

  • Rækjur
    • 10 tígrisrækjur
    • 30 g steinselja
    • 2 hvítlauksgeirar
    • Hálfur chilli
    • ½ dl olía
    • Sedrusviðarplanki frá Weber
    • Snittubrauð
  • Aðferð
  1. Kyndið grillið í 250 gráður og setjið plankann í bleyti í 30 mínútur.
  2. Fínsaxið steinselju, hvítlauk og chilli og setjið í skál ásamt olíu. Bætið rækjunum út í, blandið vel saman og látið marinerast í 30 mínútur.
  3. Raðið rækjunum á plankann og grillið á beinum hita í tíu mínútur eða þar til þær eru tilbúnar.
  4. Berið rækjurnar fram með snittubrauði.
Tígrísrækjur á sedrusviðarplatta.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast klippur af skemmtilegum uppskriftum úr þáttunum en fyrir áhugasama er hægt að sjá alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.

Reykt kúrekakássa í steypujárnspotti

Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu

Lax á sedrusviðarplatta


Tengdar fréttir

BBQ kóngurinn: Þrefaldur alvöru smash borgari

„Við ætlum að gera þrefaldan smash-hamborgara. En þá er hakki hnoðað saman í kúlu og þær þjappaðar niður með spaða á pönnu í örþunna hamborgara sem verða stökkir á köntunum,“ segir grillmestarinn Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 

BBQ kóngurinn fer í spor Salt Bae

Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, tók fyrir hamborgara í síðasta þætti af BBQ kónginum á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.