Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 68-80 | Útlitið dökkt fyrir Keflvíkinga Atli Arason skrifar 17. maí 2021 23:55 Haukar og Keflavík enduðu í 2. og 3. sæti Dominos-deildarinnar. vísir/bára Haukar eru í afar vænlegri stöðu í undanúrslita einvíginu eftir 68-80 sigur í Keflavík í kvöld. Keflavík setti fyrstu stig leiksins og snemma komast heimakonur í 5-2 stöðu en þetta var jafnframt eina skiptið sem Keflavík var yfir í leiknum því stuttu síðar taka Haukar leikinn yfir og ná 0-7 kafla og staðan orðin í 5-9. Gestirnir gáfu þessa forystu ekki eftir. Alyesha og Sara skoruðu rúmlega helming stiga gestanna í fyrsta fjórðungi sem endaði 13-20 fyrir Hauka. Haukar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta. Gestirnir voru að spila rosa góðan varnarleik og náðu ítrekað að þröngva Keflavík í erfiðar skot tilraunir og tapaða bolta. Þegar rúm mínúta er liðin af fjórðungnum kemur Sara Rún gestunum í 10 stiga forystu með vítaskoti í stöðunni 15-25. Það var lýsandi fyrir leikinn að heimakonur klikkuðu á tveimur þriggja stiga tilraunum í röð í næstu sókn og Alyesha Lovett nýtir sér það og kemur gestunum strax í kjölfarið í 12 stiga forskot. Stigamunurinn milli liðana sveiflaðist örlítið þar sem eftir lifði leikhlutans er liðin skiptust á að skora. Liðin gengu því til búningsherbergja í hálfleik með 12 stig sín á milli, 29-41. Keflavík hótaði því að gera leikinn spennandi í þriðja leikhluta. Daniela Wallen snögg hitnaði en Daniela setti alls 8 af 18 stigum heimakvenna í þriðja fjórðung en munurinn milli liðana fór minnst niður í 7 stig og mest upp í 15 stig. Keflavík vann þó þriðja leikhlutan með einu stigi og staðan fyrir loka leikhlutann var því 47-58, gestunum í vil. Heimakonur voru öflugar í síðasta leikhlutanum en það voru gestirnir líka því forskot Hauka fór aldrei niður fyrir 10 stig. Haukar náðu að dreifa stiga skorun vel innan liðsins í loka fjórðungnum, en mest fór munurinn í 18 stig þegar Eva Margrét setti niður vítaskot þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og leiknum þá nánast formlega lokið. Keflavík reyndi hvað þær gátu að klóra í bakkann í restina en það var orðið of seint. Lokatölur, 68-80 fyrir Hauka. Af hverju unnu Haukar? Þetta verður fyrst og fremst að skrá á öflugan varnarleik gestanna í kvöld. Haukar ná aftur að halda Keflavík í lágu stigaskori þrátt fyrir að Keflavík tók 12 skotum fleiri en Haukarnir náðu að skjóta í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í liði gestanna með 23 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Alyesha Lovett var einnig öflug eins og áður en hún setti niður 18 stig, reif til sín 10 fráköst ásamt því að gefa 7 stoðsendingar á liðsfélaga sína. Í liði heimakvenna var Daniela Wallen öflugust eins og oft áður. Daniela endaði leikinn með 23 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar en Daniela var einnig sá leikmaður sem fékk flesta framlagspunkta í kvöld eða 29 talsins. Hvað gerist næst? Næst leika þessi lið saman á föstudaginn í þriðju viðureign þessa einvígis. Þar geta Haukar tryggt sér sæti í úrslitum með sigri. Jón Halldór: Það er ekkert í boði að leggja árar í bát Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur.vísir/hulda margrét Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var hundfúll í viðtali eftir tapið í kvöld. „Þetta var ekki nógu gott. Við náðum ekki að mæta ákveðni Haukana í dag,“ sagði Jonni í viðtali eftir leik. Jón Halldór var spurður út í slaka skotnýtingu Keflavíkur í kvöld og stóð hann ekki á svörunum. „Þær eru mögulega að setja okkur í erfið skot eða við erum ekki nægilega góðir skotmenn, ég veit ekki hvað þetta er. Ég á eftir að horfa á þennan leik aftur en það hefur verið akkilesarhæll okkar oft í vetur að við erum með frekar dapra skotnýtingu. Þegar það hefur verið að gerast þá töpum við. Við erum að skjóta fleiri skotum en Haukarnir í dag og þar að leiðandi að fá fleiri tilraunir til að skora en við töpum samt. Við þurfum einhvern veginn að finna leið til þess að laga þetta. Það er nokkrir dagar til stefnu og við verðum bara að halda áfram. Það er ekkert í boði að leggja árar í bát. Maður er svekktur núna, því þetta var ekki það sem var lagt upp með fyrir daginn í dag en þetta gerðist. Núna þurfum við bara að að koma sterkari til baka.“ Jón Halldór er eins og flestir vita alltaf mjög líflegur á hliðarlínunni. Jonni gerði sér oftar en einu sinni ferð á dómurunum í kvöld til að láta þau vita hvað honum fannst. „Ég var að biðja um að línan væri eins í leiknum en hún var það bara alls ekki. Hún var langt frá því að vera eins hjá dómurunum sem er því miður. Það gerði það að verkum að Haukarnir fengu að spila afskaplega 'aggressive', sem er bara allt í góðu. Ég er rosalega hrifin af því þegar lið gera það.“ „Að sama skapi, í hvert einasta skipti sem við ætluðum að vera 'aggressive' þá voru dómararnir mjög fljótir að dæma á okkur villu. Við fengum bara eitt víti í fyrri hálfleik en við erum samt að skjóta meira en Haukarnir.“ „Ég veit ekki hvað þetta er, besti leikmaðurinn í deildinni, Daniela Wallen, það er eins og íslenskir dómarar séu bara hættir að flauta hjá henni. Allt í einu eru allir varnarmenn á Íslandi orðnir bestir í heimi að snerta alltaf bara boltann og koma aldrei við hana. Ég skil þetta bara ekki. Ég er hrifinn af því að spila stífan leik, það hentar mínum leikstíl mjög vel en það verður að vera báðu megin, það var alls ekki þannig í dag,“ sagði blóðheitur Jón Halldór. Þetta er ekki alveg búið fyrir Keflavík en þær eiga síðasta séns að bjarga einvíginu á föstudaginn næsta. Jonni veit hvað þarf að bæta. „Við þurfum bara að mæta þessu 'aggression' sem er í Haukunum. Þær eru rosalega 'aggressive' á okkur, sem er frábært hjá þeim en við verðum að vera tilbúnar í þetta. Þetta er úrslitakeppnin og maður þarf að vera svolítið sterkur og stór og að þora þessu. Mögulega þurfum við aðeins að bæta í. Mér finnst vanta afskaplega lítið upp á til að sigrast á þessum smá hjall sem er fyrir framan okkur. Þegar það gerist þá eru allir vegir færir fyrir okkur.“ Ingvi Þór: Markmiðið var að spila góða liðsvörn Ingvar Þór Guðjónssonvísir/bára dröfn „Ég er gríðarlega sáttur. Við lögðum mikið á okkur í þessum leik, undir miðjan fjórða leikhluta vorum við að ná þessu upp í 20 stig. Smá kæruleysi hjá okkur í lokin og þær fara að setja skot en ég er bara mjög sáttur með stelpurnar,“ sagði Ingvi Þór Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Hauka, í viðtali eftir leik. Varnarleikur Hauka var öflugur í kvöld. Ingvi var spurður út í það hversu mikilvægt hefði verið að spila góða vörn á Keflavík. „Við gerðum það líka á móti þeim í fyrsta leiknum. Við höfum verið að spila fínan varnarleik í vetur. Það er eitt og annað sem við þurfum að fínpússa en heilt yfir er ég mjög sáttur með leikinn,“ svaraði Ingvi. Daniela Wallen var besti leikmaður vallarins í kvöld en hún hefur þó oft skorað og frákastað meira. Ingvi vill þó meina að ekki hafi sérstaklega verið lagt upp fyrir leik að stöðva Danielu, fremur en aðra leikmenn Keflavíkur. „Ef við ætlum að leggja allt kapp á það að stöðva hana [Danielu] þá erum við að skilja þrusu góða leikmenn og flotta skotmenn eftir opna í staðinn. Markmiðið var að spila góða liðsvörn.“ Haukar eru nú í dauðafæri að tryggja sér sæti í úrslita viðureignina næsta föstudag. „Það var markmiðið að fara í úrslit áður en þessi sería byrjaði. Hvort sem það myndi taka þrjá, fjóra eða fimm leiki. Það geta alveg verið þrír leikir eftir en þeir geta verið einn eða tveir. Við stefnum að sjálfsögðu af því að klára þetta í næsta leik en við þurfum sennilega að ná betri leik en í kvöld til þess að það takist,“ sagði Ingvi Þór Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Hauka, að lokum. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar
Haukar eru í afar vænlegri stöðu í undanúrslita einvíginu eftir 68-80 sigur í Keflavík í kvöld. Keflavík setti fyrstu stig leiksins og snemma komast heimakonur í 5-2 stöðu en þetta var jafnframt eina skiptið sem Keflavík var yfir í leiknum því stuttu síðar taka Haukar leikinn yfir og ná 0-7 kafla og staðan orðin í 5-9. Gestirnir gáfu þessa forystu ekki eftir. Alyesha og Sara skoruðu rúmlega helming stiga gestanna í fyrsta fjórðungi sem endaði 13-20 fyrir Hauka. Haukar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta. Gestirnir voru að spila rosa góðan varnarleik og náðu ítrekað að þröngva Keflavík í erfiðar skot tilraunir og tapaða bolta. Þegar rúm mínúta er liðin af fjórðungnum kemur Sara Rún gestunum í 10 stiga forystu með vítaskoti í stöðunni 15-25. Það var lýsandi fyrir leikinn að heimakonur klikkuðu á tveimur þriggja stiga tilraunum í röð í næstu sókn og Alyesha Lovett nýtir sér það og kemur gestunum strax í kjölfarið í 12 stiga forskot. Stigamunurinn milli liðana sveiflaðist örlítið þar sem eftir lifði leikhlutans er liðin skiptust á að skora. Liðin gengu því til búningsherbergja í hálfleik með 12 stig sín á milli, 29-41. Keflavík hótaði því að gera leikinn spennandi í þriðja leikhluta. Daniela Wallen snögg hitnaði en Daniela setti alls 8 af 18 stigum heimakvenna í þriðja fjórðung en munurinn milli liðana fór minnst niður í 7 stig og mest upp í 15 stig. Keflavík vann þó þriðja leikhlutan með einu stigi og staðan fyrir loka leikhlutann var því 47-58, gestunum í vil. Heimakonur voru öflugar í síðasta leikhlutanum en það voru gestirnir líka því forskot Hauka fór aldrei niður fyrir 10 stig. Haukar náðu að dreifa stiga skorun vel innan liðsins í loka fjórðungnum, en mest fór munurinn í 18 stig þegar Eva Margrét setti niður vítaskot þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og leiknum þá nánast formlega lokið. Keflavík reyndi hvað þær gátu að klóra í bakkann í restina en það var orðið of seint. Lokatölur, 68-80 fyrir Hauka. Af hverju unnu Haukar? Þetta verður fyrst og fremst að skrá á öflugan varnarleik gestanna í kvöld. Haukar ná aftur að halda Keflavík í lágu stigaskori þrátt fyrir að Keflavík tók 12 skotum fleiri en Haukarnir náðu að skjóta í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í liði gestanna með 23 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Alyesha Lovett var einnig öflug eins og áður en hún setti niður 18 stig, reif til sín 10 fráköst ásamt því að gefa 7 stoðsendingar á liðsfélaga sína. Í liði heimakvenna var Daniela Wallen öflugust eins og oft áður. Daniela endaði leikinn með 23 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar en Daniela var einnig sá leikmaður sem fékk flesta framlagspunkta í kvöld eða 29 talsins. Hvað gerist næst? Næst leika þessi lið saman á föstudaginn í þriðju viðureign þessa einvígis. Þar geta Haukar tryggt sér sæti í úrslitum með sigri. Jón Halldór: Það er ekkert í boði að leggja árar í bát Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur.vísir/hulda margrét Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var hundfúll í viðtali eftir tapið í kvöld. „Þetta var ekki nógu gott. Við náðum ekki að mæta ákveðni Haukana í dag,“ sagði Jonni í viðtali eftir leik. Jón Halldór var spurður út í slaka skotnýtingu Keflavíkur í kvöld og stóð hann ekki á svörunum. „Þær eru mögulega að setja okkur í erfið skot eða við erum ekki nægilega góðir skotmenn, ég veit ekki hvað þetta er. Ég á eftir að horfa á þennan leik aftur en það hefur verið akkilesarhæll okkar oft í vetur að við erum með frekar dapra skotnýtingu. Þegar það hefur verið að gerast þá töpum við. Við erum að skjóta fleiri skotum en Haukarnir í dag og þar að leiðandi að fá fleiri tilraunir til að skora en við töpum samt. Við þurfum einhvern veginn að finna leið til þess að laga þetta. Það er nokkrir dagar til stefnu og við verðum bara að halda áfram. Það er ekkert í boði að leggja árar í bát. Maður er svekktur núna, því þetta var ekki það sem var lagt upp með fyrir daginn í dag en þetta gerðist. Núna þurfum við bara að að koma sterkari til baka.“ Jón Halldór er eins og flestir vita alltaf mjög líflegur á hliðarlínunni. Jonni gerði sér oftar en einu sinni ferð á dómurunum í kvöld til að láta þau vita hvað honum fannst. „Ég var að biðja um að línan væri eins í leiknum en hún var það bara alls ekki. Hún var langt frá því að vera eins hjá dómurunum sem er því miður. Það gerði það að verkum að Haukarnir fengu að spila afskaplega 'aggressive', sem er bara allt í góðu. Ég er rosalega hrifin af því þegar lið gera það.“ „Að sama skapi, í hvert einasta skipti sem við ætluðum að vera 'aggressive' þá voru dómararnir mjög fljótir að dæma á okkur villu. Við fengum bara eitt víti í fyrri hálfleik en við erum samt að skjóta meira en Haukarnir.“ „Ég veit ekki hvað þetta er, besti leikmaðurinn í deildinni, Daniela Wallen, það er eins og íslenskir dómarar séu bara hættir að flauta hjá henni. Allt í einu eru allir varnarmenn á Íslandi orðnir bestir í heimi að snerta alltaf bara boltann og koma aldrei við hana. Ég skil þetta bara ekki. Ég er hrifinn af því að spila stífan leik, það hentar mínum leikstíl mjög vel en það verður að vera báðu megin, það var alls ekki þannig í dag,“ sagði blóðheitur Jón Halldór. Þetta er ekki alveg búið fyrir Keflavík en þær eiga síðasta séns að bjarga einvíginu á föstudaginn næsta. Jonni veit hvað þarf að bæta. „Við þurfum bara að mæta þessu 'aggression' sem er í Haukunum. Þær eru rosalega 'aggressive' á okkur, sem er frábært hjá þeim en við verðum að vera tilbúnar í þetta. Þetta er úrslitakeppnin og maður þarf að vera svolítið sterkur og stór og að þora þessu. Mögulega þurfum við aðeins að bæta í. Mér finnst vanta afskaplega lítið upp á til að sigrast á þessum smá hjall sem er fyrir framan okkur. Þegar það gerist þá eru allir vegir færir fyrir okkur.“ Ingvi Þór: Markmiðið var að spila góða liðsvörn Ingvar Þór Guðjónssonvísir/bára dröfn „Ég er gríðarlega sáttur. Við lögðum mikið á okkur í þessum leik, undir miðjan fjórða leikhluta vorum við að ná þessu upp í 20 stig. Smá kæruleysi hjá okkur í lokin og þær fara að setja skot en ég er bara mjög sáttur með stelpurnar,“ sagði Ingvi Þór Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Hauka, í viðtali eftir leik. Varnarleikur Hauka var öflugur í kvöld. Ingvi var spurður út í það hversu mikilvægt hefði verið að spila góða vörn á Keflavík. „Við gerðum það líka á móti þeim í fyrsta leiknum. Við höfum verið að spila fínan varnarleik í vetur. Það er eitt og annað sem við þurfum að fínpússa en heilt yfir er ég mjög sáttur með leikinn,“ svaraði Ingvi. Daniela Wallen var besti leikmaður vallarins í kvöld en hún hefur þó oft skorað og frákastað meira. Ingvi vill þó meina að ekki hafi sérstaklega verið lagt upp fyrir leik að stöðva Danielu, fremur en aðra leikmenn Keflavíkur. „Ef við ætlum að leggja allt kapp á það að stöðva hana [Danielu] þá erum við að skilja þrusu góða leikmenn og flotta skotmenn eftir opna í staðinn. Markmiðið var að spila góða liðsvörn.“ Haukar eru nú í dauðafæri að tryggja sér sæti í úrslita viðureignina næsta föstudag. „Það var markmiðið að fara í úrslit áður en þessi sería byrjaði. Hvort sem það myndi taka þrjá, fjóra eða fimm leiki. Það geta alveg verið þrír leikir eftir en þeir geta verið einn eða tveir. Við stefnum að sjálfsögðu af því að klára þetta í næsta leik en við þurfum sennilega að ná betri leik en í kvöld til þess að það takist,“ sagði Ingvi Þór Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Hauka, að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti