Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur | Deildarmeistararnir komnar í 2-0 eftir sigur í Dalhúsum Andri Már Eggertsson skrifar 17. maí 2021 21:16 Deildarmeistarar Vals leiða einvígið 2-0 Vísir/Bára Valur tók 2-0 forystu í einvíginu við Fjölni eftir sigur í Dalhúsum. Leikurinn var spennandi framan af leik en Valskonur voru betri í 4. leikhluta og unnu að lokum 7 stiga sigur 76 - 83. Það var ljóst að Fjölnir mætti með blóð á tennurnar eftir að hafa steinlegið í fyrsta leik gegn Val í seríunni. Fjölnir gerði fyrstu fimm stig leiksins og stemmningin með Fjölnis liðinu. Valur vann sig inn fljótlega inn í leikinn eftir að Ólafur Jónas þjálfari Vals tók leikhlé snemma leiks. Valur fór þá að pressa Fjölni hátt á völlinn sem setti þær oft í mikil vandræði. Annar leikhluti voru Valskonur alltaf einu skrefi á undann, Fjölnir gerði vel í að koma alltaf með nokkrar körfur og svara stuttum áhlaupum Vals en lagleg tilþrif frá Kiana Johnson setti Val þremur stigum yfir þegar haldið var til hálfleiks 33 - 36. Ásta Júlía Grímsdóttir kom inn af bekknum í liði Vals og lét mikið til sín taka. Ásta Júlía gerði 12 stig á tæplega 11 mínútum og tók 4 fráköst. Seinni hálfleikur fór frábærlega af stað 3. leikhluti var frábær skemmtun í alla staði. Valur setti niður 5 þriggja stiga skot, 3 af þeim komu frá Hallveigu Jónsdóttur. Fjölnir gerði vel í að hleypa Val aldrei langt frá sér og var leikurinn aðeins einna körfu leikur þegar haldið var í síðustu lotu. Valur voru skrefinu á undan Fjölni í 4. leikhluta sem á endanum varð til þess að þær unnu 7 stiga sigur á Fjölni 76 - 83. Af hverju vann Valur? Valur var yfir á flestum sviðum tölfræðinnar. Þær hittu betur utan af velli, tóku 9 fráköstum meira, gáfu 8 fleiri stoðsendingar, töpuðu færri boltum og fengu 21 stig meira af bekknum heldur en Fjölnir. Hverjar stóðu upp úr? Ásta Júlía Grímsdóttir kom af bekknum hjá Val og átti stórleik. Hún gerði 18 stig og tók 6 fráköst á aðeins 18 mínútum. Kiana Johnson var nálægt þrefaldri tvennu. Hún gerði 15 stig, tók 8 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Ariel Hearn átti stórleik í kvöld og sá til þess að Fjölnir var lengi inn í þessum leik. Hún gerði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Í seinustu þremur leikhlutunum áttu Fjölniskonur í vandræðum með að brjóta ísinn og koma inn fyrstu körfunni í hverjum leikhluta. Það tók þær alltaf 1:30 - 3 mínútur að komast á blað sem setti þær alltaf í vandræði og fóru þær að elta leikinn. Hvað gerist næst? Liðin mætast í þriðja leik seríunar næstkomandi föstudag klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Forréttindi að hafa leikmann eins og Ástu Júlíu á bekknum hjá sér Ólafur var sáttur með sigurinn í kvöldVísir/Bára Valur er komið í bílstjórasætið í seríunni á móti Fjölni eftir sigur í Dalhúsum í kvöld. Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Vals var ánægður með sitt lið í kvöld. „Við vissum að þetta yrði erfiðari leikur heldur en sá síðasti, sem kom á daginn þær voru mjög sterkar í upphafi leiks og létu okkur hafa mikið fyrir hlutunum," sagði Ólafur „Við byrjuðum leikinn vel varnarlega. Sóknarlega vorum við skynsamari þegar leið á leikinn og fórum að lesa betur leikinn sem varð til þess að við fundum betri opnanir." Ásta Júlía Grímsdóttir átti skínandi leik í kvöld hún kom inn á af bekknum og skilaði 18 stigum sem þjálfarinn var hress með. „Hún hefur gert þetta í allan vetur, þetta er frábær leikmaður og algjör forréttindi að hafa svona baráttu hund á bekknum." Ólafi fannst þetta ekki gallalaus leikur og fannst ýmislegt vanta upp á í sínu liði sérstaklega í fyrri hálfleik. „Mér fannst þær ýta okkur út úr því sem við viljum gera sem er að koma boltanum inn í teig þar lentum við í vandræðum, við spiluðum slaka vörn á Línu til að byrja með sem við löguðum á endanum." Næsti leikur í einvíginu er á föstudaginn kemur og er ýmislegt sem Valskonur þurfa að skerpa á ætli þær sér að vinna einvígið 3-0. „Við þurfum að skoða þennan leik betur, við vitum að það þarf þrjá leiki til að vinna þetta einvígi sem vonandi gengur upp á föstudaginn," sagði Ólafur að lokum. Við yrðum ekki fyrsta liðið til að vinna eftir að lenda 2-0 undir Halldór Karl Þórson var svekktur með tap kvöldsinsFacebook/Fjölnirkarfa „Þessi leikur er bæting frá því liðin mættust upp í Valsheimilinu en við töpuðum leiknum sem er það sem telur að lokum," sagði Halldór Karl Þórsson þjálfari Fjölnis. „Þetta var jafn leikur nánast allan leikinn, Valur hitti mjög vel í dag sem gerði okkur erfitt fyrir og því endaði leikurinn með sigri Vals." Fjölnir átti í vandræðum með að gera fyrstu körfuna sína í hverjum leikhluta fyrir utan þann fyrst og taldi Halldór Karl mikla orku fara í varnarleik Fjölnis. „Við setjum mikið púður í vörnina, sem tekur frá okkur svoldið af orku og tíman sem tekur að lesa leikinn en ég hef fá svör við þessu." Halldór er bjartsýnn fyrir leikinn á föstudaginn og telur að ef Fjölnir nái upp sama leik og í kvöld þá eiga þær góðan möguleika á sigri. Dominos-deild kvenna Fjölnir Valur
Valur tók 2-0 forystu í einvíginu við Fjölni eftir sigur í Dalhúsum. Leikurinn var spennandi framan af leik en Valskonur voru betri í 4. leikhluta og unnu að lokum 7 stiga sigur 76 - 83. Það var ljóst að Fjölnir mætti með blóð á tennurnar eftir að hafa steinlegið í fyrsta leik gegn Val í seríunni. Fjölnir gerði fyrstu fimm stig leiksins og stemmningin með Fjölnis liðinu. Valur vann sig inn fljótlega inn í leikinn eftir að Ólafur Jónas þjálfari Vals tók leikhlé snemma leiks. Valur fór þá að pressa Fjölni hátt á völlinn sem setti þær oft í mikil vandræði. Annar leikhluti voru Valskonur alltaf einu skrefi á undann, Fjölnir gerði vel í að koma alltaf með nokkrar körfur og svara stuttum áhlaupum Vals en lagleg tilþrif frá Kiana Johnson setti Val þremur stigum yfir þegar haldið var til hálfleiks 33 - 36. Ásta Júlía Grímsdóttir kom inn af bekknum í liði Vals og lét mikið til sín taka. Ásta Júlía gerði 12 stig á tæplega 11 mínútum og tók 4 fráköst. Seinni hálfleikur fór frábærlega af stað 3. leikhluti var frábær skemmtun í alla staði. Valur setti niður 5 þriggja stiga skot, 3 af þeim komu frá Hallveigu Jónsdóttur. Fjölnir gerði vel í að hleypa Val aldrei langt frá sér og var leikurinn aðeins einna körfu leikur þegar haldið var í síðustu lotu. Valur voru skrefinu á undan Fjölni í 4. leikhluta sem á endanum varð til þess að þær unnu 7 stiga sigur á Fjölni 76 - 83. Af hverju vann Valur? Valur var yfir á flestum sviðum tölfræðinnar. Þær hittu betur utan af velli, tóku 9 fráköstum meira, gáfu 8 fleiri stoðsendingar, töpuðu færri boltum og fengu 21 stig meira af bekknum heldur en Fjölnir. Hverjar stóðu upp úr? Ásta Júlía Grímsdóttir kom af bekknum hjá Val og átti stórleik. Hún gerði 18 stig og tók 6 fráköst á aðeins 18 mínútum. Kiana Johnson var nálægt þrefaldri tvennu. Hún gerði 15 stig, tók 8 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Ariel Hearn átti stórleik í kvöld og sá til þess að Fjölnir var lengi inn í þessum leik. Hún gerði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Í seinustu þremur leikhlutunum áttu Fjölniskonur í vandræðum með að brjóta ísinn og koma inn fyrstu körfunni í hverjum leikhluta. Það tók þær alltaf 1:30 - 3 mínútur að komast á blað sem setti þær alltaf í vandræði og fóru þær að elta leikinn. Hvað gerist næst? Liðin mætast í þriðja leik seríunar næstkomandi föstudag klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Forréttindi að hafa leikmann eins og Ástu Júlíu á bekknum hjá sér Ólafur var sáttur með sigurinn í kvöldVísir/Bára Valur er komið í bílstjórasætið í seríunni á móti Fjölni eftir sigur í Dalhúsum í kvöld. Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Vals var ánægður með sitt lið í kvöld. „Við vissum að þetta yrði erfiðari leikur heldur en sá síðasti, sem kom á daginn þær voru mjög sterkar í upphafi leiks og létu okkur hafa mikið fyrir hlutunum," sagði Ólafur „Við byrjuðum leikinn vel varnarlega. Sóknarlega vorum við skynsamari þegar leið á leikinn og fórum að lesa betur leikinn sem varð til þess að við fundum betri opnanir." Ásta Júlía Grímsdóttir átti skínandi leik í kvöld hún kom inn á af bekknum og skilaði 18 stigum sem þjálfarinn var hress með. „Hún hefur gert þetta í allan vetur, þetta er frábær leikmaður og algjör forréttindi að hafa svona baráttu hund á bekknum." Ólafi fannst þetta ekki gallalaus leikur og fannst ýmislegt vanta upp á í sínu liði sérstaklega í fyrri hálfleik. „Mér fannst þær ýta okkur út úr því sem við viljum gera sem er að koma boltanum inn í teig þar lentum við í vandræðum, við spiluðum slaka vörn á Línu til að byrja með sem við löguðum á endanum." Næsti leikur í einvíginu er á föstudaginn kemur og er ýmislegt sem Valskonur þurfa að skerpa á ætli þær sér að vinna einvígið 3-0. „Við þurfum að skoða þennan leik betur, við vitum að það þarf þrjá leiki til að vinna þetta einvígi sem vonandi gengur upp á föstudaginn," sagði Ólafur að lokum. Við yrðum ekki fyrsta liðið til að vinna eftir að lenda 2-0 undir Halldór Karl Þórson var svekktur með tap kvöldsinsFacebook/Fjölnirkarfa „Þessi leikur er bæting frá því liðin mættust upp í Valsheimilinu en við töpuðum leiknum sem er það sem telur að lokum," sagði Halldór Karl Þórsson þjálfari Fjölnis. „Þetta var jafn leikur nánast allan leikinn, Valur hitti mjög vel í dag sem gerði okkur erfitt fyrir og því endaði leikurinn með sigri Vals." Fjölnir átti í vandræðum með að gera fyrstu körfuna sína í hverjum leikhluta fyrir utan þann fyrst og taldi Halldór Karl mikla orku fara í varnarleik Fjölnis. „Við setjum mikið púður í vörnina, sem tekur frá okkur svoldið af orku og tíman sem tekur að lesa leikinn en ég hef fá svör við þessu." Halldór er bjartsýnn fyrir leikinn á föstudaginn og telur að ef Fjölnir nái upp sama leik og í kvöld þá eiga þær góðan möguleika á sigri.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti