Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2021 13:31 Tyler Sabin fagnar með Matthíasi Orra Sigurðarsyni. vísir/bára Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. Sabin skoraði 28 stig, þar á meðal sigurkörfu KR þegar níu sekúndur voru eftir. Hann mætti í settið til strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi og horfði á sigurkörfuna með þeim. „Samherjarnir treysta mér,“ sagði Sabin sem hafði góða tilfinningu eftir að hann sleppti boltanum. „Mér leið vel en þú veist hvernig körfuboltinn er.“ Hann kvaðst ánægður með að vera búinn að vera forystunni í einvíginu. „Við vissum að þetta yrði erfitt. Við tökum einn leik fyrir í einu, njótum í kvöld en mætum síðan aftur í vinnuna á morgun,“ sagði Sabin. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Tyler Sabin eftir leikinn Hann segir að munurinn á úrslitakeppninni og deildarkeppninni sé töluverður. „Ákefðin er meiri og smáatriðin skipta meira máli. Leikurinn er ekki jafn hraður og snýst meira um andlegu hliðina. Við tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Sabin sem naut þess að spila fyrir framan áhorfendur sem settu svip sinn á leikinn. „Það er meiri orka í húsinu og meiri stemmning. Að heyra í stuðningsmönnunum og finna fyrir þeim gerir þetta skemmtilegra.“ Næsti leikur KR og Vals er á miðvikudaginn. Liðin hafa mæst þrívegis í vetur og allir leikirnir hafa endað með útisigri. „Allt tímabilið vorum við að tala um að ná heimavallarrétti en svo þurfum við hann ekki. Við erum betri á útivelli,“ sagði Sabin léttur en KR vann aðeins þrjá af ellefu heimaleikjum sínum í Domino's deildinni en níu af ellefu útileikjum. „Við finnum fyrir stuðningsmönnunum og okkur líður betur á heimavelli. Þú vilt frekar spila á heimavelli en útivelli þannig að við hlökkum til þess.“ Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Sabin skoraði 28 stig, þar á meðal sigurkörfu KR þegar níu sekúndur voru eftir. Hann mætti í settið til strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi og horfði á sigurkörfuna með þeim. „Samherjarnir treysta mér,“ sagði Sabin sem hafði góða tilfinningu eftir að hann sleppti boltanum. „Mér leið vel en þú veist hvernig körfuboltinn er.“ Hann kvaðst ánægður með að vera búinn að vera forystunni í einvíginu. „Við vissum að þetta yrði erfitt. Við tökum einn leik fyrir í einu, njótum í kvöld en mætum síðan aftur í vinnuna á morgun,“ sagði Sabin. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Tyler Sabin eftir leikinn Hann segir að munurinn á úrslitakeppninni og deildarkeppninni sé töluverður. „Ákefðin er meiri og smáatriðin skipta meira máli. Leikurinn er ekki jafn hraður og snýst meira um andlegu hliðina. Við tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Sabin sem naut þess að spila fyrir framan áhorfendur sem settu svip sinn á leikinn. „Það er meiri orka í húsinu og meiri stemmning. Að heyra í stuðningsmönnunum og finna fyrir þeim gerir þetta skemmtilegra.“ Næsti leikur KR og Vals er á miðvikudaginn. Liðin hafa mæst þrívegis í vetur og allir leikirnir hafa endað með útisigri. „Allt tímabilið vorum við að tala um að ná heimavallarrétti en svo þurfum við hann ekki. Við erum betri á útivelli,“ sagði Sabin léttur en KR vann aðeins þrjá af ellefu heimaleikjum sínum í Domino's deildinni en níu af ellefu útileikjum. „Við finnum fyrir stuðningsmönnunum og okkur líður betur á heimavelli. Þú vilt frekar spila á heimavelli en útivelli þannig að við hlökkum til þess.“
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti