Bjarki: Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. maí 2021 21:30 Bjarki Ármann Oddsson var nokkuð sáttur við spilamennsku sinna manna þrátt fyrir stórt tap. Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórs Akureyri, var nokkuð brattur eftir fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni þrátt fyrir 19 stiga tap. Lokatölur 95-76, en Bjarki einblíndi á það jákvæða. „Ég er bara nokkuð ánægður með strákana svona lengst um í leiknum,“ sagði Bjarki eftir leikinn. „Við gleymdum okkur aðeins í vörninni á köflum. Það má auðvitað ekki skilja menn eins og Larry eftir í eina sekúndu og Þórsarar bara gengu á lagið og fundu opnanir í okkar vörn.“ Þór Ak. var án síns besta leikmanns í kvöld, en Dedrick Basile er í leikbanni. Bjarki segir að það hafi sett strik í reikninginn. „Við söknuðum klárlega Dedrick í dag og það sást á sóknarleiknum hjá okkur. Við vorum voðalega stífir og stirðir og það sést bara á okkar sóknarleik. Hann er með boltann í höndunum í hverri einustu sókn og lungann úr þeirri sókn líka. En því fór sem fór.“ „En ég er ofboðslega ánægður með vinnusemina hjá strákunum stóran hluta leiksins. Ég er mjög ánægður með íslensku ungu strákana sem komu inn á í lokinn og að sjálfsögðu gamla brýnið Hrafn Jóhannesson.“ Þórsarar héldu í við heimamenn stærstan hluta fyrri hálfleiks en svo fór að halla undan fæti. Bjarki segir að leikmönnum hafi vantað einbeitingu. „Við vorum oft að gleyma Larry þarna í lok annars og þriðja leikhluta. Þór Þorlákshöfn er svona lið áhlaupa sem setur kannski tvo þrista á þig í röð og við vorum bara að gleyma okkur. Við vorum bara ekki með mennina eða fæturna í dag til þess að hægja á þeim. Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn.“ Akureyringar sóttu mikilvægan sigur í Þorlákshöfn fyrir rúmri viku. Bjarki segir að mikill munur hafi verið á leiknum þá og í kvöld. „Það er auðvitað ekki gott ef við töpum frákastabaráttunni. Við erum með mun hærra lið og þurfum að gera mun betur þar. Skotin voru ekki að detta í dag sem voru að detta þá. Það er kannski svona helsti munurinn.“ Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
„Ég er bara nokkuð ánægður með strákana svona lengst um í leiknum,“ sagði Bjarki eftir leikinn. „Við gleymdum okkur aðeins í vörninni á köflum. Það má auðvitað ekki skilja menn eins og Larry eftir í eina sekúndu og Þórsarar bara gengu á lagið og fundu opnanir í okkar vörn.“ Þór Ak. var án síns besta leikmanns í kvöld, en Dedrick Basile er í leikbanni. Bjarki segir að það hafi sett strik í reikninginn. „Við söknuðum klárlega Dedrick í dag og það sást á sóknarleiknum hjá okkur. Við vorum voðalega stífir og stirðir og það sést bara á okkar sóknarleik. Hann er með boltann í höndunum í hverri einustu sókn og lungann úr þeirri sókn líka. En því fór sem fór.“ „En ég er ofboðslega ánægður með vinnusemina hjá strákunum stóran hluta leiksins. Ég er mjög ánægður með íslensku ungu strákana sem komu inn á í lokinn og að sjálfsögðu gamla brýnið Hrafn Jóhannesson.“ Þórsarar héldu í við heimamenn stærstan hluta fyrri hálfleiks en svo fór að halla undan fæti. Bjarki segir að leikmönnum hafi vantað einbeitingu. „Við vorum oft að gleyma Larry þarna í lok annars og þriðja leikhluta. Þór Þorlákshöfn er svona lið áhlaupa sem setur kannski tvo þrista á þig í röð og við vorum bara að gleyma okkur. Við vorum bara ekki með mennina eða fæturna í dag til þess að hægja á þeim. Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn.“ Akureyringar sóttu mikilvægan sigur í Þorlákshöfn fyrir rúmri viku. Bjarki segir að mikill munur hafi verið á leiknum þá og í kvöld. „Það er auðvitað ekki gott ef við töpum frákastabaráttunni. Við erum með mun hærra lið og þurfum að gera mun betur þar. Skotin voru ekki að detta í dag sem voru að detta þá. Það er kannski svona helsti munurinn.“
Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum