Að níðast á konunni er gömul vísa sem hefur verið einum of oft kveðin Ástþór Ólafsson skrifar 16. maí 2021 10:00 Af hverju vilja karlmenn níðast á konum með einhverjum hætti er spurning sem veltur um hjá mér stöðugt og svarið umvafið flóknu og margslungnum ástæðum. Þessi spurning er engan veginn að koma fram vegna #metoo eða annarrar baráttu sem snýr að því að stöðva hvatir karla sem nýta sér líkamlegt atgervi til að gera konuna vanmáttuga. Ég ólst nefnilega upp við að móðir mín var beitt bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi af föður mínum sem ég varð vitni að um nokkurt skeið í barnæsku. Þannig að þetta er djúpstæð spurning sem ristir ofan í innsta kjarna beinmergsins. Þar af leiðandi hefur þessi spurning leitað á mig við og við og hefur svarið við þessari spurningu verið að koma til mín hægt og rólega í gegnum lífið með því að rannsaka til hliðsjónar við lestur bóka, menntun, störf og með því að spekúlera. Ein af þeim ástæðum af hverju karlar níðast á konum er aldagömul og á rætur að rekja til biblíunnar og kirkjunnar rétt við upphaf kristnitökunnar enda var talað um að um leið og kona og karl leiðast eru þau búin að syndga í birtingarmynd Adam og Evu. Enda er forsagan að guð hafi sagt við þau bæði ef þau myndu taka bita af eplinu þá myndi þeirra meðvitund birtast fyrir í syndinni. Í kjölfarið á þessu tekur Eva bita af syndgaða eplinu og býður Adam að taka bita líka sem hann þiggur með glöðu geði. En þegar guð spyr af hverju þau hafi bitið í eplið sem hann var búinn að vara við að þau ættu ekki að gera þá svarar Adam að Eva hafi látið hann bíta í eplið og kennir hér með Evu um að hann hafi fengið sér munnbita. Þarna verður til mikil togstreita enda kemur Adam fyrir sem stjórnlaus og ekki nægilega sterkur í ákvörðunartöku, setur alla ábyrgð á Evu að það sé henni að kenna að hann beit í eplið. Þannig þetta er Evu að kenna! Við þekkjum hvað þetta er algeng vísa þegar karlar lendi í klandri. Þá er oftast konan sem stígur fram og tekur á sig höggið og ábyrgðina fyrir klandur karlsins. En höldum áfram. Síðan var talað um að þegar kona og karl ganga í hjónaband þá eigi karlinn að yfirgefa sinn föður og móður til að kljúfa sig frá hreiðri þeirra til að fara í hreiður konunnar. Þannig að karlinn kemur fyrir sem óábyrgur aðili, skortir hugrekki og er dreginn inn í fang konunnar. Þannig er konunni um að kenna ef allt fer á versta veg! Þessu líkt þekkjum við líka hvernig þetta birtist ef kona klæðir sig með djörfum hætti. Þá er það konunni að kenna ef hún verður fyrir áreiti. Karlinn getur víst ekki hamið sig og stýrt sínum hvötum þannig enn og aftur þarf konan að bera ábyrgð á synd karlsins (Søren Kierkegaard, 1992). Þannig verður til þessi andsnúni veruleiki þar sem karlinn fer að horfa á konuna sem ógn og að hún sé ógnvekjandi fyrirbæri. En til að kanna það betur langar mig að fara dýpra í saumana og kalla fram tvo hugsuði sem eru heimspekingurinn Søren Kierkegaard og geðlæknirinn eða sálgreinandinn Sigmund Freud. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa rannsakað hvatir karla og hvernig þær koma fyrir í samfélagslegu sjónarmiði í tengslum við að hafa yfirhöndina yfir konunni. Sá fyrrnefndi velti fyrir sér einmanaleika karlsins og örvæntingu hans sem birtist í Don Juan tónverkinu eftir Mozart. Don Juan var mikill kvenna-kúgari og þreifst á því að gera konur háðar sínum þörfum þannig að hann stýrði því algjörlega hvenær konan ætti að uppfylla hans þarfir. Hann fer inn á hvað þessi karl eða birtingarmynd hans sé aumkunarverð og lýsir sér sem hatursfullum karlmanni sem hefur ekki leyst úr sínum áföllum eða erfiðleikum í sínu lífi. Kierkegaard fer einmitt inn á meðvitund í syndinni hjá Adam og Evu og hvernig kirkjan lýsir hlutskiptum karlsins eins og kemur fram hér að ofan. En þetta tók miklum breytingum enda þróuðust málin þannig að karlinn varð einhverskonar drottnari yfir konunni í seinni tíð og konan átti að hlýða hans skipunum og uppfylla þarfir hans þegar hentaði eins og Don Juan sóttist eftir. Þannig að árekstrar um yfirráð og stjórnun jukust sífellt sem gerði það að verkum að konan var orðin hliðstæður veruleiki eða einhver hlutur í lífi karlsins (Søren Kierkegaard, 1992). Sá síðarnefndi kafaði enn dýpra ofan í þennan veruleika enda vann hann mikið með konum og heyrði sögur af körlum sem bældu niður þeirra tilfinningar og ráðskuðust með þeirra vitundarlíf. Freud áttaði sig nefnilega á því að einhver myrkarveröld byggi í samfélaginu sem sneri að þeirri tilhneigingu að karlar voru að svara sínum þörfum og hvötum með því að nauðbeygja konur og hafa þær á sínu valdi. Hann var líka meðvitaður um að þessi hegðun myndi brjótast út kynferðislega og gæti haft langvarandi áhrif á líðan kvenna. Freud var eins og Kierkegaard vel lesinn á þróun sögunnar frá Biblíunni að samband kirkjunnar við samfélög. Hann taldi að einu sinni hefði konan verið talin sterkari aðilinn en vegna þeirra aumkunar og lítilsvirðingar karlsins þá hefði hann mótmælt með því að ráðskast með konur í staðinn fyrir að efla sína sjálfsmynd án þess að konan myndi verða fyrir barðinu. Í þessu vísar hann í Ödipusarkenninguna sem snýr að því að sonur verður hrifinn af móður sinni og vill drepa föður sinn. Enda taldi hann samkvæmt frásögn kvennanna að feður væru að notfæra sér sinn líkamlega styrk til að ná valdi yfir konunum. Synir myndu horfa upp á þetta sem myndi auka líkur á að synir myndu vilja drepa föður sinn. En Ödipus samkvæmt grískum skáldskap varð hrifinn af móður sinni og drap föður sinn svo að hann gæti gifst móður sinni. Freud horfði á að þessi veruleiki væri að eiga sér stað hvívetna og sérstaklega þegar feður nýtur sér sitt vald til að nauðbeygja móðurina fyrir framan soninn (Sigmund Freud, 1988). Af hverju eru karlmenn að níðast á konum? Samkvæmt sögunni er verið að streitast á móti þeirri birtingarmynd að konan hefur verið æðri en karlinn. Enda verðum við að hugsa aðeins út í þetta frá líffræðilegu sjónarhorni eins og hver gengur með soninn í maganum, hver fæðir hann og hver er að ala og fæða lengi vel í sögunni? Nú konan, þannig að hún hefur ætíð verið að fórna sér eins og með eplið hjá Adam og Evu og hvernig konan fórnar sér til að halda utan um karlinn þegar hann flýgur frá hreiðri foreldra sinna. Þetta hefur valdið mikilli togstreitu og karlinn orðið meðvitaður um sitt líkamlegt vald og nýtt sér það til að koma sér niður á konunni. En konan hefur ætíð verið hugrökk, staðið með sínum ákvörðunum og borið ábyrgð á þeim á meðan karlinn hefur kennt konunni um syndina eins og þegar Adam tók bita af eplinu. Hún hefur sennilega klofið hann frá sinni fjölskyldu eins og með að fljúga úr hreiðri foreldra sinna. Þetta er allt konunni að kenna! Kierkegaard og Freud komast að þeirri niðurstöðu að þessir birtingarmynd hafi farið öfugt ofan í karlana og þeir viljað beita sínu valdi til að sýna að þeir séu sterkari aðilinn. Þannig að ástæðan af hverju karlar eru að níðast á konum eru djúpstætt samfélagssár sem hefur komið með ábyrgðarleysi karlsins. Í staðinn fyrir að gerast sterkir í sínu og efla sig sem manneskju þá hafa þeir eflt sig með að verða ómanneskjulegir. Hafa ekki getað horft upp á þessa staðreynd að þeir hafa verið allan tímann háðir konunni og án hennar verður erfitt fyrir þá að stækka sína sjálfsmynd. Við þekkjum neikvætt dæmi eins og stráka sem fara illa með stelpur, horfa á sig sem töffara samkvæmt því en innst inni eru þetta særðir litlir strákar sem kunna ekkert annað en að stæra sig af því að veikja hitt kynið. Þetta er Don Juan í allri sinni mynd, þarna er aumkunarverði karlinn sem bæði Kierkegaard og Freud rannsökuðu til hlítar. Hvernig þetta þróast er áhugaverður útgangspunktur enda byrjuðu konur að greinast með áfallastreituröskun í mörgum tilfellum eftir að karlmaðurinn áreiti hana kynferðislega sem leiddi til ofbeldis. Konan tekur ábyrgð á hans hugsun og hegðun með því að byrja að vinna úr sínum áföllum í gegnum geðlækni eða sálfræðingi eða öðrum aðila sem vill ljá henni eyra og aðstoð. Þannig að karlinn er enn og aftur ábyrgðarlaus enda hefur sagan kennt honum að vera svo. Ástæða þess að karlar níðast á konum er bæði öfugsnúin og djúpstæð og nær til sjálfsmyndarinnar um að vera efstur í fæðukeðjunni. Bullandi afneitun um styrkleika konunnar og að upphefja sig með því að gera hana vanmáttuga. En þetta þýðir ekki að allir karla séu að þróast með þessum hætti enda vitum við líka af sterkum karlmanni sem hefur ekki eingöngu verið að eldast heldur líka tekið út þroska í lífinu. En þessir veiku karlmenn sem þurfa aðstoð sjá oft enga aðra leið en til að styrkja sína sjálfsmynd nema með því að níðast á konum. Enda eru veikir karlmenn æ meira áberandi í samfélaginu en þeir þurfa aðstoð til að verða sterkir karlmenn. Ástæðan af hverju karlmenn níðast á konum getur bæði tengst arfleið og umhverfi enda mikið af strákum sem lifa við hatursfullan föður sem er ósáttur með sjálfan sig en hefur ekki kjark og styrk til að efla sig nema með því að níðast á móðurinni. Það getur bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif. Jákvæðu áhrifin eru að strákur sem elst upp við slíkar aðstæður setur sér stefnu í lífinu að endurspegla ekki föður sinn en síðan getur þetta farið á annan veg að ákveðin félagsmótun birtist fyrir þannig að strákurinn fer að herma eftir föður sínum. Þannig að níðast á konunni er djúpstæð sálfræði sem nær langt aftur um tíma en á sama tíma gömul vísa sem hefur verið einum of oft kveðin. Kveðskapurinn fer þó hnignandi enda sterkir karlmenn að koma meira og meira fram. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi Heimildir: Freud, S. (1913). Interpretation of Dreams. New York: Macmillan Publishers. Kierkegaard, S.A. (1992). Either/or. London: Penguin Classics. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Ástþór Ólafsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Af hverju vilja karlmenn níðast á konum með einhverjum hætti er spurning sem veltur um hjá mér stöðugt og svarið umvafið flóknu og margslungnum ástæðum. Þessi spurning er engan veginn að koma fram vegna #metoo eða annarrar baráttu sem snýr að því að stöðva hvatir karla sem nýta sér líkamlegt atgervi til að gera konuna vanmáttuga. Ég ólst nefnilega upp við að móðir mín var beitt bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi af föður mínum sem ég varð vitni að um nokkurt skeið í barnæsku. Þannig að þetta er djúpstæð spurning sem ristir ofan í innsta kjarna beinmergsins. Þar af leiðandi hefur þessi spurning leitað á mig við og við og hefur svarið við þessari spurningu verið að koma til mín hægt og rólega í gegnum lífið með því að rannsaka til hliðsjónar við lestur bóka, menntun, störf og með því að spekúlera. Ein af þeim ástæðum af hverju karlar níðast á konum er aldagömul og á rætur að rekja til biblíunnar og kirkjunnar rétt við upphaf kristnitökunnar enda var talað um að um leið og kona og karl leiðast eru þau búin að syndga í birtingarmynd Adam og Evu. Enda er forsagan að guð hafi sagt við þau bæði ef þau myndu taka bita af eplinu þá myndi þeirra meðvitund birtast fyrir í syndinni. Í kjölfarið á þessu tekur Eva bita af syndgaða eplinu og býður Adam að taka bita líka sem hann þiggur með glöðu geði. En þegar guð spyr af hverju þau hafi bitið í eplið sem hann var búinn að vara við að þau ættu ekki að gera þá svarar Adam að Eva hafi látið hann bíta í eplið og kennir hér með Evu um að hann hafi fengið sér munnbita. Þarna verður til mikil togstreita enda kemur Adam fyrir sem stjórnlaus og ekki nægilega sterkur í ákvörðunartöku, setur alla ábyrgð á Evu að það sé henni að kenna að hann beit í eplið. Þannig þetta er Evu að kenna! Við þekkjum hvað þetta er algeng vísa þegar karlar lendi í klandri. Þá er oftast konan sem stígur fram og tekur á sig höggið og ábyrgðina fyrir klandur karlsins. En höldum áfram. Síðan var talað um að þegar kona og karl ganga í hjónaband þá eigi karlinn að yfirgefa sinn föður og móður til að kljúfa sig frá hreiðri þeirra til að fara í hreiður konunnar. Þannig að karlinn kemur fyrir sem óábyrgur aðili, skortir hugrekki og er dreginn inn í fang konunnar. Þannig er konunni um að kenna ef allt fer á versta veg! Þessu líkt þekkjum við líka hvernig þetta birtist ef kona klæðir sig með djörfum hætti. Þá er það konunni að kenna ef hún verður fyrir áreiti. Karlinn getur víst ekki hamið sig og stýrt sínum hvötum þannig enn og aftur þarf konan að bera ábyrgð á synd karlsins (Søren Kierkegaard, 1992). Þannig verður til þessi andsnúni veruleiki þar sem karlinn fer að horfa á konuna sem ógn og að hún sé ógnvekjandi fyrirbæri. En til að kanna það betur langar mig að fara dýpra í saumana og kalla fram tvo hugsuði sem eru heimspekingurinn Søren Kierkegaard og geðlæknirinn eða sálgreinandinn Sigmund Freud. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa rannsakað hvatir karla og hvernig þær koma fyrir í samfélagslegu sjónarmiði í tengslum við að hafa yfirhöndina yfir konunni. Sá fyrrnefndi velti fyrir sér einmanaleika karlsins og örvæntingu hans sem birtist í Don Juan tónverkinu eftir Mozart. Don Juan var mikill kvenna-kúgari og þreifst á því að gera konur háðar sínum þörfum þannig að hann stýrði því algjörlega hvenær konan ætti að uppfylla hans þarfir. Hann fer inn á hvað þessi karl eða birtingarmynd hans sé aumkunarverð og lýsir sér sem hatursfullum karlmanni sem hefur ekki leyst úr sínum áföllum eða erfiðleikum í sínu lífi. Kierkegaard fer einmitt inn á meðvitund í syndinni hjá Adam og Evu og hvernig kirkjan lýsir hlutskiptum karlsins eins og kemur fram hér að ofan. En þetta tók miklum breytingum enda þróuðust málin þannig að karlinn varð einhverskonar drottnari yfir konunni í seinni tíð og konan átti að hlýða hans skipunum og uppfylla þarfir hans þegar hentaði eins og Don Juan sóttist eftir. Þannig að árekstrar um yfirráð og stjórnun jukust sífellt sem gerði það að verkum að konan var orðin hliðstæður veruleiki eða einhver hlutur í lífi karlsins (Søren Kierkegaard, 1992). Sá síðarnefndi kafaði enn dýpra ofan í þennan veruleika enda vann hann mikið með konum og heyrði sögur af körlum sem bældu niður þeirra tilfinningar og ráðskuðust með þeirra vitundarlíf. Freud áttaði sig nefnilega á því að einhver myrkarveröld byggi í samfélaginu sem sneri að þeirri tilhneigingu að karlar voru að svara sínum þörfum og hvötum með því að nauðbeygja konur og hafa þær á sínu valdi. Hann var líka meðvitaður um að þessi hegðun myndi brjótast út kynferðislega og gæti haft langvarandi áhrif á líðan kvenna. Freud var eins og Kierkegaard vel lesinn á þróun sögunnar frá Biblíunni að samband kirkjunnar við samfélög. Hann taldi að einu sinni hefði konan verið talin sterkari aðilinn en vegna þeirra aumkunar og lítilsvirðingar karlsins þá hefði hann mótmælt með því að ráðskast með konur í staðinn fyrir að efla sína sjálfsmynd án þess að konan myndi verða fyrir barðinu. Í þessu vísar hann í Ödipusarkenninguna sem snýr að því að sonur verður hrifinn af móður sinni og vill drepa föður sinn. Enda taldi hann samkvæmt frásögn kvennanna að feður væru að notfæra sér sinn líkamlega styrk til að ná valdi yfir konunum. Synir myndu horfa upp á þetta sem myndi auka líkur á að synir myndu vilja drepa föður sinn. En Ödipus samkvæmt grískum skáldskap varð hrifinn af móður sinni og drap föður sinn svo að hann gæti gifst móður sinni. Freud horfði á að þessi veruleiki væri að eiga sér stað hvívetna og sérstaklega þegar feður nýtur sér sitt vald til að nauðbeygja móðurina fyrir framan soninn (Sigmund Freud, 1988). Af hverju eru karlmenn að níðast á konum? Samkvæmt sögunni er verið að streitast á móti þeirri birtingarmynd að konan hefur verið æðri en karlinn. Enda verðum við að hugsa aðeins út í þetta frá líffræðilegu sjónarhorni eins og hver gengur með soninn í maganum, hver fæðir hann og hver er að ala og fæða lengi vel í sögunni? Nú konan, þannig að hún hefur ætíð verið að fórna sér eins og með eplið hjá Adam og Evu og hvernig konan fórnar sér til að halda utan um karlinn þegar hann flýgur frá hreiðri foreldra sinna. Þetta hefur valdið mikilli togstreitu og karlinn orðið meðvitaður um sitt líkamlegt vald og nýtt sér það til að koma sér niður á konunni. En konan hefur ætíð verið hugrökk, staðið með sínum ákvörðunum og borið ábyrgð á þeim á meðan karlinn hefur kennt konunni um syndina eins og þegar Adam tók bita af eplinu. Hún hefur sennilega klofið hann frá sinni fjölskyldu eins og með að fljúga úr hreiðri foreldra sinna. Þetta er allt konunni að kenna! Kierkegaard og Freud komast að þeirri niðurstöðu að þessir birtingarmynd hafi farið öfugt ofan í karlana og þeir viljað beita sínu valdi til að sýna að þeir séu sterkari aðilinn. Þannig að ástæðan af hverju karlar eru að níðast á konum eru djúpstætt samfélagssár sem hefur komið með ábyrgðarleysi karlsins. Í staðinn fyrir að gerast sterkir í sínu og efla sig sem manneskju þá hafa þeir eflt sig með að verða ómanneskjulegir. Hafa ekki getað horft upp á þessa staðreynd að þeir hafa verið allan tímann háðir konunni og án hennar verður erfitt fyrir þá að stækka sína sjálfsmynd. Við þekkjum neikvætt dæmi eins og stráka sem fara illa með stelpur, horfa á sig sem töffara samkvæmt því en innst inni eru þetta særðir litlir strákar sem kunna ekkert annað en að stæra sig af því að veikja hitt kynið. Þetta er Don Juan í allri sinni mynd, þarna er aumkunarverði karlinn sem bæði Kierkegaard og Freud rannsökuðu til hlítar. Hvernig þetta þróast er áhugaverður útgangspunktur enda byrjuðu konur að greinast með áfallastreituröskun í mörgum tilfellum eftir að karlmaðurinn áreiti hana kynferðislega sem leiddi til ofbeldis. Konan tekur ábyrgð á hans hugsun og hegðun með því að byrja að vinna úr sínum áföllum í gegnum geðlækni eða sálfræðingi eða öðrum aðila sem vill ljá henni eyra og aðstoð. Þannig að karlinn er enn og aftur ábyrgðarlaus enda hefur sagan kennt honum að vera svo. Ástæða þess að karlar níðast á konum er bæði öfugsnúin og djúpstæð og nær til sjálfsmyndarinnar um að vera efstur í fæðukeðjunni. Bullandi afneitun um styrkleika konunnar og að upphefja sig með því að gera hana vanmáttuga. En þetta þýðir ekki að allir karla séu að þróast með þessum hætti enda vitum við líka af sterkum karlmanni sem hefur ekki eingöngu verið að eldast heldur líka tekið út þroska í lífinu. En þessir veiku karlmenn sem þurfa aðstoð sjá oft enga aðra leið en til að styrkja sína sjálfsmynd nema með því að níðast á konum. Enda eru veikir karlmenn æ meira áberandi í samfélaginu en þeir þurfa aðstoð til að verða sterkir karlmenn. Ástæðan af hverju karlmenn níðast á konum getur bæði tengst arfleið og umhverfi enda mikið af strákum sem lifa við hatursfullan föður sem er ósáttur með sjálfan sig en hefur ekki kjark og styrk til að efla sig nema með því að níðast á móðurinni. Það getur bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif. Jákvæðu áhrifin eru að strákur sem elst upp við slíkar aðstæður setur sér stefnu í lífinu að endurspegla ekki föður sinn en síðan getur þetta farið á annan veg að ákveðin félagsmótun birtist fyrir þannig að strákurinn fer að herma eftir föður sínum. Þannig að níðast á konunni er djúpstæð sálfræði sem nær langt aftur um tíma en á sama tíma gömul vísa sem hefur verið einum of oft kveðin. Kveðskapurinn fer þó hnignandi enda sterkir karlmenn að koma meira og meira fram. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi Heimildir: Freud, S. (1913). Interpretation of Dreams. New York: Macmillan Publishers. Kierkegaard, S.A. (1992). Either/or. London: Penguin Classics.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar