Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2021 14:43 Rafhlaupahjólum hefur líklegast fjölgað mjög á götum höfuðborgarsvæðisins á undanförnu ári. Vísir/Vilhelm Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var frá 1. júní til 31. ágúst í fyrra. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar segir að fólk sem leitaði á bráðamóttöku á tímabilinu hafi verið beðið um að skrá hvar slysið átti sér stað, ástæður þess og notkun á hlífum og áfengi. Upplýsingum um áverka og afdrif hafi verið safnað úr sjúkraskrám Landspítala. Á áðurnefndu tímabili leituðu 149 einstaklingar á bráðamóttöku og voru þeir á aldrinum átta til 77 ára. 45 prósent þeirra voru yngri en átján ára og 58 prósent voru karlkyns. Þá reyndist meirihluti slysa hafa orðið vegna þess að farið var of hratt, viðkomandi hafi misst jafnvægi eða vegna ójafnra gatna. 38 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku voru með beinbrot og leggja þurfti sex prósent þeirra inn. Mikill meirihluti barna, eða 79 prósent, notuðu hjálm en einungis sautján prósent fullorðinna. Fjörutíu prósent fullorðinna sögðust hafa verið undir áhrifum áfengis. Í gærkvöldi og í nótt voru tvö rafhlaupahjólaslys tilkynnt til lögreglu. Í öðru þeirra segir í dagbók lögreglu að viðkomandi hafi verið sjáanlega ölvaður. Frá síðasta sumri hafa nokkrar hlaupahjólaleigur bæst í flóruna á höfuðborgarsvæðinu en hlaupahjólunum sjálfum hefur líklegast fjölgað gífurlega mikið, þó engar staðfestar tölur liggi fyrir. Um 20.000 tæki voru flutt inn árið 2020, samanborið við 5.400 árið áður og 3.600 árið þar á undan. Það er utan við öll þau hlaupahjól sem eru í einkaeigu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að hlutfall einstaklinga yngri en átján ára sem slösuðust á rafhlaupahjóli hafi verið 45 prósent og það sé hærra en sést hafi í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis. Það sé til marks um að fleiri rafhlaupahjól séu í einkaeigu hér á landi en gengur og gerist og börnum sé leyft að fara um á þeim. Þá segir að nánast enginn virðist nota aðrar hlífar en hjálma á rafhlaupahjólum. Beinbrot á efri útlim hafi reynst algengur áverki hjá þeim sem hafa slasast og því sé líklegt að aukin notkun á olnboga og úlnliðshlífum gæti dregið úr áverkatíðni. Umferð Umferðaröryggi Landspítalinn Rafhlaupahjól Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir árás hóps manna Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Hrópa og hlæja áður en þau demba sér í erfiðar aðstæður Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var frá 1. júní til 31. ágúst í fyrra. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar segir að fólk sem leitaði á bráðamóttöku á tímabilinu hafi verið beðið um að skrá hvar slysið átti sér stað, ástæður þess og notkun á hlífum og áfengi. Upplýsingum um áverka og afdrif hafi verið safnað úr sjúkraskrám Landspítala. Á áðurnefndu tímabili leituðu 149 einstaklingar á bráðamóttöku og voru þeir á aldrinum átta til 77 ára. 45 prósent þeirra voru yngri en átján ára og 58 prósent voru karlkyns. Þá reyndist meirihluti slysa hafa orðið vegna þess að farið var of hratt, viðkomandi hafi misst jafnvægi eða vegna ójafnra gatna. 38 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku voru með beinbrot og leggja þurfti sex prósent þeirra inn. Mikill meirihluti barna, eða 79 prósent, notuðu hjálm en einungis sautján prósent fullorðinna. Fjörutíu prósent fullorðinna sögðust hafa verið undir áhrifum áfengis. Í gærkvöldi og í nótt voru tvö rafhlaupahjólaslys tilkynnt til lögreglu. Í öðru þeirra segir í dagbók lögreglu að viðkomandi hafi verið sjáanlega ölvaður. Frá síðasta sumri hafa nokkrar hlaupahjólaleigur bæst í flóruna á höfuðborgarsvæðinu en hlaupahjólunum sjálfum hefur líklegast fjölgað gífurlega mikið, þó engar staðfestar tölur liggi fyrir. Um 20.000 tæki voru flutt inn árið 2020, samanborið við 5.400 árið áður og 3.600 árið þar á undan. Það er utan við öll þau hlaupahjól sem eru í einkaeigu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að hlutfall einstaklinga yngri en átján ára sem slösuðust á rafhlaupahjóli hafi verið 45 prósent og það sé hærra en sést hafi í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis. Það sé til marks um að fleiri rafhlaupahjól séu í einkaeigu hér á landi en gengur og gerist og börnum sé leyft að fara um á þeim. Þá segir að nánast enginn virðist nota aðrar hlífar en hjálma á rafhlaupahjólum. Beinbrot á efri útlim hafi reynst algengur áverki hjá þeim sem hafa slasast og því sé líklegt að aukin notkun á olnboga og úlnliðshlífum gæti dregið úr áverkatíðni.
Umferð Umferðaröryggi Landspítalinn Rafhlaupahjól Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir árás hóps manna Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Hrópa og hlæja áður en þau demba sér í erfiðar aðstæður Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sjá meira