Erlent

Allir Fær­eyingar verði bólu­settir fyrir ágúst­lok

Sylvía Hall skrifar
Bólusetningar eru sagðar hafa gengið vel fyrir sig í Færeyjum undanfarið og hafa tæplega 35 prósent fengið fyrri skammt.
Bólusetningar eru sagðar hafa gengið vel fyrir sig í Færeyjum undanfarið og hafa tæplega 35 prósent fengið fyrri skammt. Landssjúkrahúsið

Stefnt er að því að Færeyingar verði fullbólusettir gegn kórónuveirunni í lok ágúst. Frá þessu er greint frá vef Kringvarpsins í gær.

Bólusetningaráætlun Færeyinga er í fullu samræmi við áætlanir Dana í þessum efnum þar sem Færeyingar fá sama hlutfall af bóluefni í samræmi við íbúafjölda. Danir stefna einnig á að ljúka bólusetningum í lok ágúst ef allt gengur eftir áætlun.

Á vef Kringvarpsins kemur fram að bólusetningar hafi gengið vel undanfarið þar sem fleiri skammtar af bóluefni Pfizer/BioNTech haf borist en í fyrstu. Heilt yfir hafi gengið vel að bólusetja landsmenn og nýting bóluefnisins hafi verið góð til þessa.

34,9 prósent Færeyinga hafa þegar fengið fyrri skammt af bóluefni og teljast 13,3 prósent fullbólusett samkvæmt nýjustu tölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×