„Þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. maí 2021 17:15 Lovísa Thompson var ánægð með sigurinn en býst við hörkuleik næsta sunnudag. vísir/hulda margrét „Mér fannst við spila rosalega vel, allar sem ein, í vörn og sókn - þar fannst mér vörnin mjög góð í dag. Bara góður sigur.“ sagði Lovísa Thompson, skytta Vals, eftir 25-19 sigur liðsins á Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna á Hlíðarenda í dag. Valur náði sex marka forskoti í fyrri hálfleiknum en slappur lokakafli hleypti Haukakonum inn í leikinn. Haukar skoruðu fimm mörk gegn einu á síðustu tíu mínútum hálfleiksins sem þýddi að staðan í hléi var 13-11 fyrir Val. Lovísa var spurð hvað hafi verið lagað í leikhléinu. „Það þurfti bara að halda áfram að spila góða vörn, byrja þar, og láta það svo hjálpa okkur í sókninni og fá smá sjálfstraust. Mér fannst við einmitt missa smá einbeitingu á þessum kafla en svo var þetta miklu skárra í seinni hálfleik.“ segir Lovísa sem þakkar markverðinum, Sögu Sif Gísladóttur, einnig fyrir sigurinn. „Mér fannst Saga rosalega góð í dag og mér fannst vörnin ekki síðri. Þetta var góður pakki sem hjálpaðist að í dag og ég held það hafi skilað þessum sigri.“ Þá munaði þremur mörkum á liðunum á fimm mínútna markalausum kafla seint í leiknum áður en Valskonur gerðu út af við leikinn. Lovísa þakkar það Elínu Rósu Magnúsdóttur sem skoraði tvö af síðustu þremur mörkum liðsins. „Þetta var bara áræðni. Elín Rósa kom sterk inn þegar þær komu hærra á völlinn, þannig að hún náði að splundra upp vörnina sem mér fannst gera gæfumuninn í lokin.“ Fram undan er seinni leikur liðanna á Ásvöllum á sunnudag og ljóst að Val dugir sigur til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum. „Ég myndi segja að þetta sé bara 0-0 staða aftur, þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik og það þýðir ekkert fyrir okkur að vera með einhverja værukærð. Þetta var hörkuleikur eins og sást á mörgum köflum, þær eru með mjög góða leikmenn. Það er bara nýr leikur og ég er spennt fyrir því.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Íslenski boltinn Lærisveinar Solskjær úr leik Fótbolti „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Körfubolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Körfubolti „Sem betur fer spilum við innanhúss” Körfubolti Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Valur náði sex marka forskoti í fyrri hálfleiknum en slappur lokakafli hleypti Haukakonum inn í leikinn. Haukar skoruðu fimm mörk gegn einu á síðustu tíu mínútum hálfleiksins sem þýddi að staðan í hléi var 13-11 fyrir Val. Lovísa var spurð hvað hafi verið lagað í leikhléinu. „Það þurfti bara að halda áfram að spila góða vörn, byrja þar, og láta það svo hjálpa okkur í sókninni og fá smá sjálfstraust. Mér fannst við einmitt missa smá einbeitingu á þessum kafla en svo var þetta miklu skárra í seinni hálfleik.“ segir Lovísa sem þakkar markverðinum, Sögu Sif Gísladóttur, einnig fyrir sigurinn. „Mér fannst Saga rosalega góð í dag og mér fannst vörnin ekki síðri. Þetta var góður pakki sem hjálpaðist að í dag og ég held það hafi skilað þessum sigri.“ Þá munaði þremur mörkum á liðunum á fimm mínútna markalausum kafla seint í leiknum áður en Valskonur gerðu út af við leikinn. Lovísa þakkar það Elínu Rósu Magnúsdóttur sem skoraði tvö af síðustu þremur mörkum liðsins. „Þetta var bara áræðni. Elín Rósa kom sterk inn þegar þær komu hærra á völlinn, þannig að hún náði að splundra upp vörnina sem mér fannst gera gæfumuninn í lokin.“ Fram undan er seinni leikur liðanna á Ásvöllum á sunnudag og ljóst að Val dugir sigur til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum. „Ég myndi segja að þetta sé bara 0-0 staða aftur, þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik og það þýðir ekkert fyrir okkur að vera með einhverja værukærð. Þetta var hörkuleikur eins og sást á mörgum köflum, þær eru með mjög góða leikmenn. Það er bara nýr leikur og ég er spennt fyrir því.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Íslenski boltinn Lærisveinar Solskjær úr leik Fótbolti „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Körfubolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Körfubolti „Sem betur fer spilum við innanhúss” Körfubolti Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti