Háskóli norðurslóða í tuttugu ár Eyjólfur Guðmundsson skrifar 14. maí 2021 12:00 Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar fögnuðu þeim merku tímamótum í vikunni að tuttugu ár eru liðin síðan Háskóli norðurslóða (UArctic) var formlega stofnaður. Af þessu tilefni veitti Háskólinn á Akureyri viðurkenningu til Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum rektor Háskólans á Akureyri og Níelsi Einarssyni, forstöðumanni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar fyrir ötult starf í þágu norðurslóða. Viðurkenninguna afhenti Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Næstkomandi laugardag, þann 15. maí, hefst svo árleg ráðstefna Háskóla norðurslóða – sem að þessu sinni er haldin hér á landi og er hún liður í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Árið 2001 tóku Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar höndum saman með öðrum norðlægum háskólum og rannsóknastofnunum og stofnuðu Háskóla norðurslóða. Hugmyndin var lengi í mótun og ekki var hópurinn stór í upphafi, eða nítján fulltrúar stofnana frá norðurskautsríkjunum átta. Þó kom það fljótt í ljós að heilmikil atorka bjó í hugsjóninni sem sameinaði þessar stofnanir: Að berjast á móti hugmyndafræðinni um að norðurslóðir væru jaðarsvæði sem ungt fólk þyrfti að flytja frá til menntunar og að með því að beita sameinuðum kröftum væri hægt að bjóða öllu ungu fólki á norðurslóðum upp á menntun sem endurspeglaði veruleika þeirra og umhverfi. Ungt fólk sem átti margt sameiginlegt – eins og kom á daginn þegar stofnanirnar fóru að styðja við nemendaskipti sín á milli. Háskólinn á Akureyri hefur þannig um langt skeið staðið fyrir námi og rannsóknum í málefnum norðurslóða; í þágu íbúa á norðursvæðum og fyrir bætt lífsgæði þeirra. Frá upphafi hefur HA átt gott samstarf við aðra háskóla á norðlægum svæðum sem fást við svipuð vandamál og við er að etja hér á landi, og má þar meðal annarra nefna Háskólann í Lapplandi í Rovaniemi, Háskólann í Oulu, Háskólann í Tromsö, og Háskólann í Alaska, Fairbanks. Fyrir tuttugu árum þekktist varla að íslenskir háskólar legðu markvisst áherslu á málefni norðurslóða og var því um nýung að ræða sem sýnir vel framsýni stofnanna í norðurslóðaumhverfinu sem var í mótun á Akureyri á þessum tíma. Hins vegar hefur vaxandi þýðing svæðisins í alþjóðasamskiptum og almennri þjóðfélagsumræðu dregið fram mikilvægi norðurslóðafræða og fjölmargar aðrar stofnanir samfélagsins leggja nú áherslu á norðurslóðamál í sinni starfsemi. Í dag standa yfir 200 háskóla- og rannsóknastofnanir, ásamt samtökum frumbyggja, að Háskóla norðurslóða, fyrst og fremst frá þeim átta löndum sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu. Fyrir tilstuðlan þessa merka frumkvöðlastarfs sem hér hefur verið rakið hefur byggst upp öflugt fræðasamfélag háskóla- og rannsóknastofnana sem oft er kennt við Borgir, rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri. Á Borgum starfar fjöldi sérfræðinga á stofnunum sem sinna ólíkum hliðum sjálfbærni og samfélags- og umhverfisbreytinga á Norðurslóðum, þar sem samspil manns og náttúru í heimi örra breytinga er í forgrunni. Árangur þessa margþætta starfs hefur verið eftirtektarverður og mikilvægur síðustu ár. Til að styrkja stöðu og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis enn frekar er því mikilvægt að efla þessa starfsemi og veita jafnframt fé til rannsókna á málefnum samfélaga á norðurslóðum – því það eru samfélögin sjálf sem verða fyrir mestum áhrifum af loftslagsbreytingum næstu áratuga. Þessi klasi á sér ekkert formlegt nafn. Við sem störfum í kringum þetta merka starf köllum hann í daglegu tali Norðurslóðamiðstöð Íslands, enda þykjumst við vita að sterk miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi er nauðsynleg til að styðja við og efla það margvíslega starf sem fer nú fram víða um land og tengist norðurslóðum. Væri ekki góð leið til að sýna í verki vilja nefndar um norðurslóðastefnu Íslands og setja slíka stofnun á fót formlega, byggt á grunni þess öfluga umhverfis sem skapast hefur að Norðurslóð á Norðurlandi? Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Akureyri Norðurslóðir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar fögnuðu þeim merku tímamótum í vikunni að tuttugu ár eru liðin síðan Háskóli norðurslóða (UArctic) var formlega stofnaður. Af þessu tilefni veitti Háskólinn á Akureyri viðurkenningu til Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum rektor Háskólans á Akureyri og Níelsi Einarssyni, forstöðumanni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar fyrir ötult starf í þágu norðurslóða. Viðurkenninguna afhenti Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Næstkomandi laugardag, þann 15. maí, hefst svo árleg ráðstefna Háskóla norðurslóða – sem að þessu sinni er haldin hér á landi og er hún liður í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Árið 2001 tóku Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar höndum saman með öðrum norðlægum háskólum og rannsóknastofnunum og stofnuðu Háskóla norðurslóða. Hugmyndin var lengi í mótun og ekki var hópurinn stór í upphafi, eða nítján fulltrúar stofnana frá norðurskautsríkjunum átta. Þó kom það fljótt í ljós að heilmikil atorka bjó í hugsjóninni sem sameinaði þessar stofnanir: Að berjast á móti hugmyndafræðinni um að norðurslóðir væru jaðarsvæði sem ungt fólk þyrfti að flytja frá til menntunar og að með því að beita sameinuðum kröftum væri hægt að bjóða öllu ungu fólki á norðurslóðum upp á menntun sem endurspeglaði veruleika þeirra og umhverfi. Ungt fólk sem átti margt sameiginlegt – eins og kom á daginn þegar stofnanirnar fóru að styðja við nemendaskipti sín á milli. Háskólinn á Akureyri hefur þannig um langt skeið staðið fyrir námi og rannsóknum í málefnum norðurslóða; í þágu íbúa á norðursvæðum og fyrir bætt lífsgæði þeirra. Frá upphafi hefur HA átt gott samstarf við aðra háskóla á norðlægum svæðum sem fást við svipuð vandamál og við er að etja hér á landi, og má þar meðal annarra nefna Háskólann í Lapplandi í Rovaniemi, Háskólann í Oulu, Háskólann í Tromsö, og Háskólann í Alaska, Fairbanks. Fyrir tuttugu árum þekktist varla að íslenskir háskólar legðu markvisst áherslu á málefni norðurslóða og var því um nýung að ræða sem sýnir vel framsýni stofnanna í norðurslóðaumhverfinu sem var í mótun á Akureyri á þessum tíma. Hins vegar hefur vaxandi þýðing svæðisins í alþjóðasamskiptum og almennri þjóðfélagsumræðu dregið fram mikilvægi norðurslóðafræða og fjölmargar aðrar stofnanir samfélagsins leggja nú áherslu á norðurslóðamál í sinni starfsemi. Í dag standa yfir 200 háskóla- og rannsóknastofnanir, ásamt samtökum frumbyggja, að Háskóla norðurslóða, fyrst og fremst frá þeim átta löndum sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu. Fyrir tilstuðlan þessa merka frumkvöðlastarfs sem hér hefur verið rakið hefur byggst upp öflugt fræðasamfélag háskóla- og rannsóknastofnana sem oft er kennt við Borgir, rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri. Á Borgum starfar fjöldi sérfræðinga á stofnunum sem sinna ólíkum hliðum sjálfbærni og samfélags- og umhverfisbreytinga á Norðurslóðum, þar sem samspil manns og náttúru í heimi örra breytinga er í forgrunni. Árangur þessa margþætta starfs hefur verið eftirtektarverður og mikilvægur síðustu ár. Til að styrkja stöðu og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis enn frekar er því mikilvægt að efla þessa starfsemi og veita jafnframt fé til rannsókna á málefnum samfélaga á norðurslóðum – því það eru samfélögin sjálf sem verða fyrir mestum áhrifum af loftslagsbreytingum næstu áratuga. Þessi klasi á sér ekkert formlegt nafn. Við sem störfum í kringum þetta merka starf köllum hann í daglegu tali Norðurslóðamiðstöð Íslands, enda þykjumst við vita að sterk miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi er nauðsynleg til að styðja við og efla það margvíslega starf sem fer nú fram víða um land og tengist norðurslóðum. Væri ekki góð leið til að sýna í verki vilja nefndar um norðurslóðastefnu Íslands og setja slíka stofnun á fót formlega, byggt á grunni þess öfluga umhverfis sem skapast hefur að Norðurslóð á Norðurlandi? Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar