Arnar Grétars sagður svikinn um víti síðast þegar leikið var á Dalvík í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2021 11:30 KA og Leiknir R. mætast á Dalvík í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Þjálfari KA kom mikið við sögu í síðasta leiknum í efstu deild karla sem fór fram á Dalvík. Fara þarf aftur til ársins 1997 til að finna síðasta leikinn í efstu deild karla sem var spilaður. Leiftur tók þá á móti Fram í 4. umferð Sjóvá-Almennra deildinni 29. maí. Frammarar unnu leikinn, 0-1. Meðal leikmanna Leifturs var Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari KA. Hann kom til Leifturs frá Breiðabliki fyrir tímabilið 1997 og lék sex deildarleiki með Ólafsfjarðarliðinu áður en hann fór í atvinnumennsku. Í umfjöllun DV um leikinn á Dalvík 29. maí 1997 segir að veðrið og dómarinn hafi verið í aðalhlutverki. „Mjög sterkur vindur kom í veg fyrir spil, sendingar voru ónákvæmar og fótbolti liðanna ekki áferðafallegur,“ segir í umfjöllun DV. Jafnframt segir að Dalvíkurvöllur hafi verið ójafn. Það verður allavega ekki vandamál í leiknum í dag, á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Helgi Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á Dalvík fyrir 24 árum á 64. mínútu. Leiftur sótti meira undir lokin og freistaði þess að jafna leikinn. Í umfjöllun DV segir að Júlíus Þór Tryggvason hafi skorað mark sem var ekki dæmt gilt. Aðstoðardómarinn hafi veifað til marks um að boltinn hafi farið inn fyrir en ekkert hafi verið dæmt. Umfjöllun DV um leikinn á Dalvík í lok maí 1997.Úrklippa úr DV 30. maí 1997 Síðan féll Arnar í vítateignum en ekkert var dæmt. Arnar fékk hins vegar gult spjald. Ekki kemur fram hvort það var fyrir leikaraskap eða mótmæli. „Þetta er er óþolandi,“ var það eina sem Kristinn Björnsson, þjálfari Leifturs, sagði eftir leikinn. Blaðamaður DV sagði ungan dómara leiksins ekki hafa valdið starfi sínu og það hljóti að valda forystu KSÍ áhyggjum. Þessi ungi maður sem þótti ekki starfi sínu vaxinn var Kristinn Jakobsson. Óhætt er að segja að það hafi ræst ágætlega úr honum í framhaldinu. Meðal annarra þekktra leikmanna sem spiluðu leikinn fyrir 24 árum ná nefna Auðun Helgason, Andra Marteinsson, Izudin Daða Dervic, Ásmund Arnarsson, Kristófer Sigurgeirsson, Rastislav Lazorik og Þorvald Makan Sigurbjörnsson. Ásgeir Elíasson var þjálfari Fram sem endaði í 4. sæti deildarinnar sem nýliðar. Leiftur endaði í 3. sætinu annað árið í röð. Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30 í dag. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Fara þarf aftur til ársins 1997 til að finna síðasta leikinn í efstu deild karla sem var spilaður. Leiftur tók þá á móti Fram í 4. umferð Sjóvá-Almennra deildinni 29. maí. Frammarar unnu leikinn, 0-1. Meðal leikmanna Leifturs var Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari KA. Hann kom til Leifturs frá Breiðabliki fyrir tímabilið 1997 og lék sex deildarleiki með Ólafsfjarðarliðinu áður en hann fór í atvinnumennsku. Í umfjöllun DV um leikinn á Dalvík 29. maí 1997 segir að veðrið og dómarinn hafi verið í aðalhlutverki. „Mjög sterkur vindur kom í veg fyrir spil, sendingar voru ónákvæmar og fótbolti liðanna ekki áferðafallegur,“ segir í umfjöllun DV. Jafnframt segir að Dalvíkurvöllur hafi verið ójafn. Það verður allavega ekki vandamál í leiknum í dag, á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Helgi Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á Dalvík fyrir 24 árum á 64. mínútu. Leiftur sótti meira undir lokin og freistaði þess að jafna leikinn. Í umfjöllun DV segir að Júlíus Þór Tryggvason hafi skorað mark sem var ekki dæmt gilt. Aðstoðardómarinn hafi veifað til marks um að boltinn hafi farið inn fyrir en ekkert hafi verið dæmt. Umfjöllun DV um leikinn á Dalvík í lok maí 1997.Úrklippa úr DV 30. maí 1997 Síðan féll Arnar í vítateignum en ekkert var dæmt. Arnar fékk hins vegar gult spjald. Ekki kemur fram hvort það var fyrir leikaraskap eða mótmæli. „Þetta er er óþolandi,“ var það eina sem Kristinn Björnsson, þjálfari Leifturs, sagði eftir leikinn. Blaðamaður DV sagði ungan dómara leiksins ekki hafa valdið starfi sínu og það hljóti að valda forystu KSÍ áhyggjum. Þessi ungi maður sem þótti ekki starfi sínu vaxinn var Kristinn Jakobsson. Óhætt er að segja að það hafi ræst ágætlega úr honum í framhaldinu. Meðal annarra þekktra leikmanna sem spiluðu leikinn fyrir 24 árum ná nefna Auðun Helgason, Andra Marteinsson, Izudin Daða Dervic, Ásmund Arnarsson, Kristófer Sigurgeirsson, Rastislav Lazorik og Þorvald Makan Sigurbjörnsson. Ásgeir Elíasson var þjálfari Fram sem endaði í 4. sæti deildarinnar sem nýliðar. Leiftur endaði í 3. sætinu annað árið í röð. Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30 í dag. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira