Til hjálpar fíkniefnaneytendum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 12. maí 2021 07:00 Nú liggur fyrir á þinginu frumvarp heilbrigðisráðherra um svonefnda afglæpavæðingu neysluskammta á fíkniefnum. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að „snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna og að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu.“ Á þeim forsendum er það lagt til í frumvarpinu að varsla neysluskammta af fíkniefnum verði heimil og skref tekið í þá átt að vandi fíkniefnanotenda sé meðhöndlaður í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Um árabil hafa mál varðandi einkaneyslu verið meðhöndluð þannig að þeim er lokið með sektargerð komi þau til kasta lögreglu. Því hafa fangelsisrefsingar fyrir slík brot í raun verið aflagðar. Það er mikilvæg nálgun og viðhorfsbreyting að fíknisjúkdómar séu meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun. Við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Sá árangur sem náðst hefur í þeim efnum er ekki sjálfgefinn og honum má ekki stefna í hættu. Sú hugsun sem býr að baki frumvarpi heilbrigðisráðherra er ekki röng en skilaboðin sem í því felast eru varasöm. Með því að gera vörslu og neyslu ólögmætra vímuefna refsilausa erum við að senda fólki, sérstaklega ungu fólki, þau skilaboð að þetta sé í lagi. Við þurfum að stíga stærri skref í forvörnum, fræðslu og meðferðarúrræðum áður en við getum farið að huga að því að „normalisera“ neyslu efnanna með þeim hætti sem gert er með frumvarpinu. Neysla eiturlyfja er alvarlegt vandamál sem hefur þungbærar afleiðingar bæði fyrir fíkniefnaneytendur og fyrir fjölskyldur þeirra. Á hverju ári missum við ungmenni úr neyslu. Hvert eitt og einasta er einu of mikið. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Við þurfum að stíga skrefin í réttri röð og ekki auka á þann vanda sem við erum að reyna að leysa. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Fíkn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á þinginu frumvarp heilbrigðisráðherra um svonefnda afglæpavæðingu neysluskammta á fíkniefnum. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að „snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna og að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu.“ Á þeim forsendum er það lagt til í frumvarpinu að varsla neysluskammta af fíkniefnum verði heimil og skref tekið í þá átt að vandi fíkniefnanotenda sé meðhöndlaður í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Um árabil hafa mál varðandi einkaneyslu verið meðhöndluð þannig að þeim er lokið með sektargerð komi þau til kasta lögreglu. Því hafa fangelsisrefsingar fyrir slík brot í raun verið aflagðar. Það er mikilvæg nálgun og viðhorfsbreyting að fíknisjúkdómar séu meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun. Við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Sá árangur sem náðst hefur í þeim efnum er ekki sjálfgefinn og honum má ekki stefna í hættu. Sú hugsun sem býr að baki frumvarpi heilbrigðisráðherra er ekki röng en skilaboðin sem í því felast eru varasöm. Með því að gera vörslu og neyslu ólögmætra vímuefna refsilausa erum við að senda fólki, sérstaklega ungu fólki, þau skilaboð að þetta sé í lagi. Við þurfum að stíga stærri skref í forvörnum, fræðslu og meðferðarúrræðum áður en við getum farið að huga að því að „normalisera“ neyslu efnanna með þeim hætti sem gert er með frumvarpinu. Neysla eiturlyfja er alvarlegt vandamál sem hefur þungbærar afleiðingar bæði fyrir fíkniefnaneytendur og fyrir fjölskyldur þeirra. Á hverju ári missum við ungmenni úr neyslu. Hvert eitt og einasta er einu of mikið. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Við þurfum að stíga skrefin í réttri röð og ekki auka á þann vanda sem við erum að reyna að leysa. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar