Innlent

Tvö útköll vegna slysa í fjalllendi

Eiður Þór Árnason skrifar
Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn eru á leið á vettvang.
Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn eru á leið á vettvang. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveit í Borgarfirði var kölluð út rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna konu sem slasaðist á fjallgöngu í Kvígindisfelli norðaustur af Hvalvatni. Á svipuðum tíma voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaður út vegna konu sem hafði slasast á göngu norðan við Hengilinn, innarlega í Skeggjadal.

Fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg að konan í Kvígindisfelli hafi hrasað í hlíðum fellsins og slasast á fæti. Gat hún ekki gengið niður af sjálfsdáðum og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang til að sækja hana.

Á tíunda tímanum í kvöld voru fimm hópar frá björgunarsveitum á leið á vettvang í Skeggjadal ásamt þyrlunni sem var að koma af vettvangi í Borgarfirði.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×