Mældu ýtrustu hyldýpi heimshafanna Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 14:24 Móðurskipið Pressure Drop í Suður-Íshafinu. Á dekkinu á skuti skipsins sést kafbáturinn Limiting Factor sem kafaði niður í dýpstu hyli heimshafanna. Caladan Oceanic LLC Dýpstu glufur á hafsbotninum í heimshöfunum fimm voru kortlagðar á nákvæmari hátt en áður hefur verið gert í leiðangri bandarísks ævintýramanns undanfarin ár. Dýptarmælingarnar skáru loks úr um hverjir dýpstu staðirnir í Indlandshafi og Suður-Íshafinu eru í raun og veru. Djúpin fimm var leiðangur bandaríska ævintýra- og fjármálamannsins Victors Vescovo en hann varð fyrsti maðurinn til þess að fara í kafbáti niður á mestu dýpi allra hafanna í leiðangrinum. Leiðangursmenn kortlögðu dýpstu hluta hafsbotnsins í Kyrrahafi, Atlantshafi, Indlandshafi og Norður- og Suður-Íshafi. Niðurstöður dýptarmælinganna voru birtar í vísindaritinu Geoscience Data Journal. Sum svæðanna voru vel þekkt fyrir en leiðangurinn staðfesti í fyrsta skipti að Sundadjúpállinn við Indónesíu væri dýpsti hluti Indlandshafs, 7.187 metra djúpur. Dýpsti hlutinn djúpálsins reyndist 387 kílómetrum frá því sem hann var talinn vera áður en mælingarnar voru gerðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Suður-Íshafinu reyndist svæði sem leiðangursmenn nefndu Þáttardjúp [e. Factorian Deep] til heiðurs kafbátnum Takmarkandi þættinum [e. Limiting Factor] dýpsti hluti hafsbotnsins, 7.432 metra djúpt. Þáttardjúp er syðsti hluti Suður-Sandvíkurdjúpálsins. Norðar í sama djúpál er að finna enn dýpri lægð, svonefnt Loftsteinadjúp sem er 8.265 metra djúpt. Það tilheyrir þó tæknilega Atlantshafi. Victor Vescovo (t.v.) vildi verða fyrsti maðurinn til að kafa niður á dýpstu staði heimshafanna fimm. Honum tókst það þegar hann kafaði niður að Molloy-holunni í Norður-Íshafinu í ágúst árið 2019.Five Deeps Dýpsti staður á hafsbotninum á jörðinni er Challenger-dýpi í Maríönudjúpálnum í Kyrrahafi. Það er 10.924 metra djúpt samkvæmt mælingu leiðangursmanna. BBC segir að skekkjumörk mælinga Djúpanna fimm séu um fimmtán metra og að afar erfitt muni reynast að mæla hafsbotninn með meiri nákvæmni en það. Heimshöfin eru enn að miklu leyti ókannað svæði. Um 80% hafsbotnsins hefur þannig aldrei verið mældur eins nákvæmlega og gert var í leiðangrinum. Vísindi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Djúpin fimm var leiðangur bandaríska ævintýra- og fjármálamannsins Victors Vescovo en hann varð fyrsti maðurinn til þess að fara í kafbáti niður á mestu dýpi allra hafanna í leiðangrinum. Leiðangursmenn kortlögðu dýpstu hluta hafsbotnsins í Kyrrahafi, Atlantshafi, Indlandshafi og Norður- og Suður-Íshafi. Niðurstöður dýptarmælinganna voru birtar í vísindaritinu Geoscience Data Journal. Sum svæðanna voru vel þekkt fyrir en leiðangurinn staðfesti í fyrsta skipti að Sundadjúpállinn við Indónesíu væri dýpsti hluti Indlandshafs, 7.187 metra djúpur. Dýpsti hlutinn djúpálsins reyndist 387 kílómetrum frá því sem hann var talinn vera áður en mælingarnar voru gerðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Suður-Íshafinu reyndist svæði sem leiðangursmenn nefndu Þáttardjúp [e. Factorian Deep] til heiðurs kafbátnum Takmarkandi þættinum [e. Limiting Factor] dýpsti hluti hafsbotnsins, 7.432 metra djúpt. Þáttardjúp er syðsti hluti Suður-Sandvíkurdjúpálsins. Norðar í sama djúpál er að finna enn dýpri lægð, svonefnt Loftsteinadjúp sem er 8.265 metra djúpt. Það tilheyrir þó tæknilega Atlantshafi. Victor Vescovo (t.v.) vildi verða fyrsti maðurinn til að kafa niður á dýpstu staði heimshafanna fimm. Honum tókst það þegar hann kafaði niður að Molloy-holunni í Norður-Íshafinu í ágúst árið 2019.Five Deeps Dýpsti staður á hafsbotninum á jörðinni er Challenger-dýpi í Maríönudjúpálnum í Kyrrahafi. Það er 10.924 metra djúpt samkvæmt mælingu leiðangursmanna. BBC segir að skekkjumörk mælinga Djúpanna fimm séu um fimmtán metra og að afar erfitt muni reynast að mæla hafsbotninn með meiri nákvæmni en það. Heimshöfin eru enn að miklu leyti ókannað svæði. Um 80% hafsbotnsins hefur þannig aldrei verið mældur eins nákvæmlega og gert var í leiðangrinum.
Vísindi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira