Töldu sig mega koma því Spánn var grænn þegar þau keyptu farmiða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. maí 2021 13:06 Fólk kom með flugi frá Spáni í gær var stöðvað við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli því landið er skilgrein hættusvæði. Þau töldu sig í rétti því landið var grænt þegar þau keyptu miða til Íslands. Vísir Tíu ferðamenn sem komu til landsins frá Spáni í gær var snúið til baka í morgun. Fólkið var ósátt við að mega ekki dvelja hér og sagðist hafa keypt farmiða þegar Spánn var grænt land. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir það ekki skipta máli heldur hvort land sé skilgreint hættusvæði þegar fólk kemur til landsins. Fólkið var stöðvað við komuna til landsins í gær. Frá og með 7. maí tók gildi reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðum til landsins frá tilgreindum hættusvæðum, bannið gildir til 24. maí. Bannið á við alla útlendinga jafnt EES og EFTA borgara. Bannið tekur ekki til þeirra sem hafa fasta búsetu hér á landi, eða til þeirra sem eru bólusettir. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að fólkið hafi ekki gert sér grein fyrir að Spánn væri skilgreint sem hættusvæði hér á landi. „Það er úrræði hérna við flugvöllinn þar sem þeir voru vistaðir á hóteli þessa daga meðan verið var að vinna í frávísuninni. Þetta er ókeypis úrræði fyrir viðkomandi ferðamenn,“ segir Arngrímur. Fólkinu var svo snúið heim á leið í morgun. „Að sjálfsögðu voru þeir ekki sáttir og töldu sig mega vera hér. Þeir vildu meina að þeir hefðu skráð sig í ferðina þegar Spánn var skilgreint sem grænt land og á þeim forsendum mættu þeir vera hérna,“ segir hann. Arngrímur segir þetta skýrt dæmi um mikilvægi þess að ferðamenn fylgist vel með ferðatakmörkunum og reglugerðum áður en það leggur í ferðalög. „Fólk er hvatt til á þessum tímum að fylgjast vel með því það geta orðið daglegar breytingar á ferðatakmörkunum. Hér á landi geta hlutirnir breyst með skömmum fyrirvara. Það er vel auglýst hvað reglur gilda á hverjum tíma á vefsíðum utanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra, Landlæknis og Covid.is Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fólkið var stöðvað við komuna til landsins í gær. Frá og með 7. maí tók gildi reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðum til landsins frá tilgreindum hættusvæðum, bannið gildir til 24. maí. Bannið á við alla útlendinga jafnt EES og EFTA borgara. Bannið tekur ekki til þeirra sem hafa fasta búsetu hér á landi, eða til þeirra sem eru bólusettir. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að fólkið hafi ekki gert sér grein fyrir að Spánn væri skilgreint sem hættusvæði hér á landi. „Það er úrræði hérna við flugvöllinn þar sem þeir voru vistaðir á hóteli þessa daga meðan verið var að vinna í frávísuninni. Þetta er ókeypis úrræði fyrir viðkomandi ferðamenn,“ segir Arngrímur. Fólkinu var svo snúið heim á leið í morgun. „Að sjálfsögðu voru þeir ekki sáttir og töldu sig mega vera hér. Þeir vildu meina að þeir hefðu skráð sig í ferðina þegar Spánn var skilgreint sem grænt land og á þeim forsendum mættu þeir vera hérna,“ segir hann. Arngrímur segir þetta skýrt dæmi um mikilvægi þess að ferðamenn fylgist vel með ferðatakmörkunum og reglugerðum áður en það leggur í ferðalög. „Fólk er hvatt til á þessum tímum að fylgjast vel með því það geta orðið daglegar breytingar á ferðatakmörkunum. Hér á landi geta hlutirnir breyst með skömmum fyrirvara. Það er vel auglýst hvað reglur gilda á hverjum tíma á vefsíðum utanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra, Landlæknis og Covid.is
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira