Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2021 00:02 Frá og með deginum í dag mega baðstaðir taka á móti 75 prósent þess fjölda sem alla jafna væri leyfilegur. Vísir/Vísir Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. Þetta er á meðal þeirra breytinga sem tóku gildi þegar mánudagurinn gekk í garð, að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Með breytingunum lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða, sem upp á síðkastið hafa ekki getað hleypt fólki inn eftir klukkan níu á kvöldin og hafa þurft að loka klukkan tíu. Nú mega staðirnir taka við fólki til klukkan tíu en verða að loka ekki síðar en klukkan ellefu. Þá verður leyfilegur fjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, til dæmis íþróttakappleikjum, sviðlistum og athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga 150 manns, í stað 100 eins og áður. Hertar aðgerðir fyrir norðan Aðgerðirnar sem taka gildi á miðnætti gilda fyrir landið allt, ef frá er talinn hluti Norðurlands vestra, þar sem hópsýking er komin upp í Skagafirði. Alls hafa sex manns greinst með kórónuveiruna þar á síðustu þremur dögum og um 300 manns eru í sóttkví. Hér má lesa um þær hertu takmarkanir sem gripið hefur verið til vegna þess. Hér að neðan má sjá þær breytingar sem tóku gildi á miðnætti, auk helstu reglna sem áfram verða í gildi: Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns. Börn fædd 2015 og síðar verði áfram undanþegin. Nándarregla verði áfram almennt tveir metrar. Grímuskylda og leiðbeiningar um grímunotkun óbreyttar. Börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu. Sund- og baðstaðir, skíðasvæði, tjaldsvæði og söfn opin fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 og síðar teljist ekki með. Líkamsræktarstöðvar opnar fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, en ekki fleiri en 50 manns í hverju rými. Önnur skilyrði óbreytt. Íþróttir: Hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum 75 í stað 50 í hverju hólfi. Sviðslistir: Hámarksfjöldi þátttakenda 75 í stað 50 í hverju hólfi/á sviði. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, s.s. íþróttakappleikjum, sviðslistum, athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga, verður 150 manns í hverju sóttvarnahólfi í stað 100. Önnur skilyrði óbreytt. Verslanir: Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum 200 manns í stað 100. Veitingastaðir: Opnunartími lengist um klukkustund, frá kl. 21 til kl. 22. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Þetta er á meðal þeirra breytinga sem tóku gildi þegar mánudagurinn gekk í garð, að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Með breytingunum lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða, sem upp á síðkastið hafa ekki getað hleypt fólki inn eftir klukkan níu á kvöldin og hafa þurft að loka klukkan tíu. Nú mega staðirnir taka við fólki til klukkan tíu en verða að loka ekki síðar en klukkan ellefu. Þá verður leyfilegur fjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, til dæmis íþróttakappleikjum, sviðlistum og athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga 150 manns, í stað 100 eins og áður. Hertar aðgerðir fyrir norðan Aðgerðirnar sem taka gildi á miðnætti gilda fyrir landið allt, ef frá er talinn hluti Norðurlands vestra, þar sem hópsýking er komin upp í Skagafirði. Alls hafa sex manns greinst með kórónuveiruna þar á síðustu þremur dögum og um 300 manns eru í sóttkví. Hér má lesa um þær hertu takmarkanir sem gripið hefur verið til vegna þess. Hér að neðan má sjá þær breytingar sem tóku gildi á miðnætti, auk helstu reglna sem áfram verða í gildi: Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns. Börn fædd 2015 og síðar verði áfram undanþegin. Nándarregla verði áfram almennt tveir metrar. Grímuskylda og leiðbeiningar um grímunotkun óbreyttar. Börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu. Sund- og baðstaðir, skíðasvæði, tjaldsvæði og söfn opin fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 og síðar teljist ekki með. Líkamsræktarstöðvar opnar fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, en ekki fleiri en 50 manns í hverju rými. Önnur skilyrði óbreytt. Íþróttir: Hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum 75 í stað 50 í hverju hólfi. Sviðslistir: Hámarksfjöldi þátttakenda 75 í stað 50 í hverju hólfi/á sviði. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, s.s. íþróttakappleikjum, sviðslistum, athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga, verður 150 manns í hverju sóttvarnahólfi í stað 100. Önnur skilyrði óbreytt. Verslanir: Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum 200 manns í stað 100. Veitingastaðir: Opnunartími lengist um klukkustund, frá kl. 21 til kl. 22. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira