Bílar

Sektum verður beitt vegna nagladekkja frá og með morgundeginum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Ólöglegt er að vera á nagladekkjum í Reykjavík eftir 15. apríl.
Ólöglegt er að vera á nagladekkjum í Reykjavík eftir 15. apríl. vísir/anton brink

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt á Facebook síðu sinni að frá og með 11. maí, á morgun verði ökumenn á nagladekkjum sektaðir.

Sektir vegna nagladekkja nema 20.000 kr. fyrir hvern negldan hjólbarða. Ökumenn hefðbundinna fólksbíla eru því að útsetja sig fyrir 80.000 kr. sekt ef þeir aka áfram á nöglum eftir daginn í dag.

Lögreglan hefði samkvæmt reglugerð geta hafið beitingu sekta frá og með 15. apríl en hefur valið að gera það ekki.






×